Innlent

Á­rekstur á Suður­lands­braut

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Dælubíll og sjúkrabíll eru á vettvangi.
Dælubíll og sjúkrabíll eru á vettvangi. Aðsend

Tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Engjavegar klukkan tíu í morgun.

Einn ökumaður var í sitthvorum bílnum að sögn Ásgeirs Vals Flosasonar, aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Bæði sjúkrabíll og dælubíll voru sendir á vettvang en hvorugur ökumaðurinn þurfti á aðhlynningu að halda á sjúkrahúsi. 

Þrífa þurfti veginn og fjarlægja brak en báðir bílarnir hafa verið fluttir af vettvangi að sögn sjónarvotts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×