Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. desember 2025 15:59 Jessica varð fyrir árásinni nálægt Kaffi Laugalæk í Laugardalnum. Samsett Leiðsögumaður var á göngu nálægt heimili sínu í Laugardalnum í Reykjavík þegar ráðist var á hana af ástæðulausu. Hún biðlar til fólks að sýna umhyggju en enginn þeirra sem voru á ferli kom henni til aðstoðar eftir árásina. Þetta er í annað skipti sem ráðist hefur verið á hana í þau sjö ár sem hún hefur búið á Íslandi. Jessica Poteet, leiðsögumaður og eigandi Sidequest: Iceland, var á göngu rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi nálægt heimili sínu í Laugardalnum. „Mér finnst gott að fara seint á kvöldin út að ganga. Ég upplifi mig mjög örugga í Reykjavík en ég er leiðsögumaður í norðurljósaferðum svo ég fer oft í göngutúr til að athuga hvort ég sjái norðurljós,“ segir Jessica í samtali við fréttastofu. „Ég var komin aftur í mitt hverfi og sá að það var maður við bíl í götunni. Ég gerði ráð fyrir því að hann væri íbúi og væri að ná í eitthvað í bílinn sinn því hann sneri aftur að húsi við götuna. En þegar ég gekk fram hjá var hann að hangsa við annan bíl.“ Jessica lýsir því hvernig í eitt augnablik náðu þau augnsambandi en hana grunaði ekkert og gekk áfram. Þá sá hún útundan sér hvernig maðurinn hljóp í áttina að henni og hún fór því sömuleiðis að ganga hraðar. „Ég stoppa þegar hann kemur fyrir hornið og lít á hann. Hann kýldi mig beint í nefið, ýtti mér á girðingu og hljóp í burtu.“ Enginn kom til aðstoðar Um fimm eða sex manns gengu fram hjá Jessicu þar sem hún stóð grátandi og blóðug á gangstéttinni og beið eftir að lögreglan kæmi á vettvang. Enginn þeirra stoppaði og athugaði hvort væri í lagi með hana. „Ég skil að klukkan var orðin margt en ég var kona, ein á ferð og grátandi. Ég held ég hafi ekki verið það ógnandi að enginn gæti athugað hvort það væri í lagi með mig,“ segir hún. Jessica deildi frásögn sinni í Facebook-hóp Laugarneshverfis og kallaði þar eftir því að fólk sýndi meiri umhyggju. „Ég vona að við getum verið hugulsamari og samúðarfyllri við nágranna okkar á komandi ári.“ Annað skipti sem hún verður fyrir líkamsárás Þegar fréttastofa náði tali af Jessicu var hún heima að hvíla sig. Hún á erfitt með að anda þar sem hnefahöggið lenti beint á nefinu hennar. Í gærkvöldið leitaði hún á bráðamóttöku Landspítalans en vegna anna var ekki hægt að mynda hana og athuga hvort nefið hefði brotnað. Jessica fékk hins vegar gögn til að undirbúa lögsókn. Að sögn Jessicu var lögreglan fljót á vettvang eftir að hún hringdi í Neyðarlínuna. Á meðan tekin var af henni skýrsla á vettvangi fann lögreglan árásarmanninn. Aðspurð segist hún íhuga að lögsækja manninn en geri sér grein fyrir að það gæti orðið að löngu og ströngu ferli. „Ég hef búið á Íslandi í sjö ár, svo þetta hljómar furðulega en ég hef áður verið fórnarlamb líkamsárásar af ástæðulausu. Það var nálægt skýli heimilislausra úti á Granda. Svo ég er enn óviss hvort ég leggi fram ákæru því ég veit að það tekur langan tíma,“ segir hún. Jessica segist þó ekki hafa upplifað sig sem óörugga eftir fyrri árásina. „Ég upplifði mig ekki sem óörugga því þetta var svo tilviljunarkennt og ég slasaðist ekki alvarlega. Ég augljóslega upplifði mig nógu örugga til að ganga um mitt eigið hverfi seint að kvöldi til. Þetta er mjög fjölskylduvænt hverfi, það eru krakkar á vappi á leið í sund eða ísbúð og ein á ferð.“ Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira
Jessica Poteet, leiðsögumaður og eigandi Sidequest: Iceland, var á göngu rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi nálægt heimili sínu í Laugardalnum. „Mér finnst gott að fara seint á kvöldin út að ganga. Ég upplifi mig mjög örugga í Reykjavík en ég er leiðsögumaður í norðurljósaferðum svo ég fer oft í göngutúr til að athuga hvort ég sjái norðurljós,“ segir Jessica í samtali við fréttastofu. „Ég var komin aftur í mitt hverfi og sá að það var maður við bíl í götunni. Ég gerði ráð fyrir því að hann væri íbúi og væri að ná í eitthvað í bílinn sinn því hann sneri aftur að húsi við götuna. En þegar ég gekk fram hjá var hann að hangsa við annan bíl.“ Jessica lýsir því hvernig í eitt augnablik náðu þau augnsambandi en hana grunaði ekkert og gekk áfram. Þá sá hún útundan sér hvernig maðurinn hljóp í áttina að henni og hún fór því sömuleiðis að ganga hraðar. „Ég stoppa þegar hann kemur fyrir hornið og lít á hann. Hann kýldi mig beint í nefið, ýtti mér á girðingu og hljóp í burtu.“ Enginn kom til aðstoðar Um fimm eða sex manns gengu fram hjá Jessicu þar sem hún stóð grátandi og blóðug á gangstéttinni og beið eftir að lögreglan kæmi á vettvang. Enginn þeirra stoppaði og athugaði hvort væri í lagi með hana. „Ég skil að klukkan var orðin margt en ég var kona, ein á ferð og grátandi. Ég held ég hafi ekki verið það ógnandi að enginn gæti athugað hvort það væri í lagi með mig,“ segir hún. Jessica deildi frásögn sinni í Facebook-hóp Laugarneshverfis og kallaði þar eftir því að fólk sýndi meiri umhyggju. „Ég vona að við getum verið hugulsamari og samúðarfyllri við nágranna okkar á komandi ári.“ Annað skipti sem hún verður fyrir líkamsárás Þegar fréttastofa náði tali af Jessicu var hún heima að hvíla sig. Hún á erfitt með að anda þar sem hnefahöggið lenti beint á nefinu hennar. Í gærkvöldið leitaði hún á bráðamóttöku Landspítalans en vegna anna var ekki hægt að mynda hana og athuga hvort nefið hefði brotnað. Jessica fékk hins vegar gögn til að undirbúa lögsókn. Að sögn Jessicu var lögreglan fljót á vettvang eftir að hún hringdi í Neyðarlínuna. Á meðan tekin var af henni skýrsla á vettvangi fann lögreglan árásarmanninn. Aðspurð segist hún íhuga að lögsækja manninn en geri sér grein fyrir að það gæti orðið að löngu og ströngu ferli. „Ég hef búið á Íslandi í sjö ár, svo þetta hljómar furðulega en ég hef áður verið fórnarlamb líkamsárásar af ástæðulausu. Það var nálægt skýli heimilislausra úti á Granda. Svo ég er enn óviss hvort ég leggi fram ákæru því ég veit að það tekur langan tíma,“ segir hún. Jessica segist þó ekki hafa upplifað sig sem óörugga eftir fyrri árásina. „Ég upplifði mig ekki sem óörugga því þetta var svo tilviljunarkennt og ég slasaðist ekki alvarlega. Ég augljóslega upplifði mig nógu örugga til að ganga um mitt eigið hverfi seint að kvöldi til. Þetta er mjög fjölskylduvænt hverfi, það eru krakkar á vappi á leið í sund eða ísbúð og ein á ferð.“
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira