Innlent

Gestir á Edition stukku út á nátt­fötunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gestir á Edition fyrir utan hótelið á meðan brunavarnakerfið vældi.
Gestir á Edition fyrir utan hótelið á meðan brunavarnakerfið vældi.

Gestir á lúxushótelinu Edition við Hafnarbakkann þurftu óvænt að yfirgefa herbergi sín um eittleytið í nótt þegar að brunavarnakerfi hótelsins fór í gang með tilheyrandi látum. Um bilun í kerfinu reyndist að ræða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sem sendi dælubíl á staðinn. Þegar slökkviliðið mætti á staðinn reyndist ekki vera neitt vandamál á ferðinni.

Á myndbandinu að neðan má sjá gesti hótelsins í yfirhöfnum yfir léttari klæðnaði á meðan brunavarnakerfið var í gangi. Má ætla að hluti gestanna hafi verið sofnaður eða í það minnsta farinn að huga að því þegar uppákoman átti sér stað. 

Gestir gátu svo snúið aftur á herbergi sín og hallað höfði á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×