Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. desember 2025 11:22 Áramótabrennur fara fram víða um land á gamlársdag. Vísir/Vilhelm Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. Vísir tók saman lista með helstu áramótabrennum landsins, listinn er ekki tæmandi og tekur fréttastofa fagnandi ábendingum um brennur sem ekki eru á lista. Í tilkynningu frá borginni segir að brennur séu ýmist á hendi sveitafélaga eða félagasamtaka. Tekinn er fram fyrirvari um að brennur fari fram ef veður leyfir. Tíu brennur verða í borginni, engar í Kópavogi né Hafnarfirði þó íbúar á Kársnesi í Kópavogi hafi boðað til blysgöngu þar sem íbúar ætla að raða sér með blys meðfram Kársnesströndinni klukkan 21:30. Tvær áramótabrennur verða í Garðabæ, önnur við Sjávargrund og hin á Álftanesi. Kveikt verður í brennu við Álftanes klukkan 20:30 en við Sjávargrund klukkan 21:00. Í Mosfellsbæ verður áramótabrenna neðan Holtahverfis við Leirvoginn klukkan 16:30. Á Seltjarnarnesi fer fram brenna á Valhúsahæð klukkan 20:30. Sveitarfélagið Árborg heldur þrennar áramótabrennur. Eina klukkan 17:00 á Selfossi við Brennustæðið í Gesthúsum. Flugeldasýning fer fram frá Stóra Hól klukkan 17:15. Á Stokkseyri verður brenna klukkan 17:00 Austan við Hraunsá, vestan við Kaðlastaði. Brenna á Eyrarbakka fer fram klukkan 20:00 vestan við Hafnarbrú, norðan við tjaldstæði. Á Akureyri fer fram brenna á sama stað og áður á auðu svæði nokkru sunnan við golfskálann á Jaðri. Brennan fer fram klukkan 20:30 og fer árleg flugeldasýning fram á klöppunum norðan Pálmholts og hefst hún um klukkan 21:00. Í Langanesbyggð hefst áramótabrenna við Syðra Lón við Þórshöfn klukkan 20.30. Hlaðið í bálköst á Geirsnefi.Vísir/Vilhelm Áramótabrennur í Ísafjarðarbæ fara fram á fimm stöðum klukkan 20:30. Við smábátahöfnina á Flateyri, á Árvöllum í Hnífsdal, á Hauganesi á Ísafirði, á Hlaðnesi fyrir innan lónið á Suðureyri og við víkingasvæðið á Þingeyrarodda. Á Austurlandi verður fjöldi áramótabrenna, meðal annars í Fjarðabyggð. Á Reyðarfirði verður brenna við Hrúteyri klukkan 17:00, á Eskifirði á malarsvæði móts við þorpið klukkan 17:00, á Norðfirði utan við flugvöllinn klukkan 17:00, á Fáskrúðsfirði við Sævarenda/Fjöruborð klukkan 17:00 og á Breiðdalsvík á malarsvæði sunnan við gámavöll klukkan 17:00. Á Stöðvarfirði fer fram áramótabrenna klukkan 20:30 á Melseyri ofan Birgisnes. Í Múlaþingi verða áramótabrennur og flugeldasýningar víða. Á Egilsstöðum hefst dagskrá klukkan 16:30 og áramótabrenna á Egilsstaðanesi. Flugeldasýning verður þar klukkan 17:15. Á Seyðisfirði hefst áramótabrenna og flugeldasýning í Langatanga klukkan 17:00 og á sama tíma í Djúpavogi á Hermannastekkum og flugeldasýning korteri síðar. Á Borgarfirði fer fram áramótabrenna við norðurenda flugbrautar klukkan 20:30 og mun heimafólk skjóta upp flugeldum. Búast við svifryksmengun í Reykjavík Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um áramótabrennur ársins kemur fram að nokkrar líkur séu á svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2026 vegna mengunar frá flugeldum. Búist sé við því að styrkurinn verði yfir heilsuverndarmörkum og er tekið fram í tilkynningu borgarinnar að flugeldum fylgi líka rusl sem þurfi að koma á réttan stað. „Reykjavíkurborg ætlar að bjóða upp á gáma fyrir flugeldarusl á tíu grenndarstöðvum um alla borg. Alls verða haldnar tíu áramótabrennur í Reykjavík á gamlárskvöld. Götulokanir verða á Skólavörðuholti og nágrenni á gamlárskvöld ásamt því að aðgengi akandi við brennur verður skert.“ Svifryksmengun vegna flugelda sé bæði varasöm og heilsuspillandi. Fólk með viðkvæm öndunarfæri, hjarta- og æðasjúkdóma og börn séu sérstaklega viðkvæm fyrir svifryki. Æskilegast sé fyrir þennan hóp að vera innandyra þegar mest gengur á í kringum um miðnættið og loka gluggum. Bent er á í tilkynningu borgarinnar að loftgæðamælistöðvar sem mæli svifrik í borginni séu staðsettar við Grensásveg, Olís Álfabakka, í Laugarnesi og Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hægt sé að fylgjast með styrk á Loftgæði.is. „Alls verða haldnar tíu áramótabrennur í Reykjavík á gamlárskvöld. Umsjón með þeim er ýmist á hendi borgarinnar eða félagasamtaka, sem huga vel að því sem sett er á brennurnar og tryggja að frágangur og vöktun sé í lagi. Fyrir hádegi á gamlársdag er veðurspá skoðuð og ákvörðun tekin um hvort það megi tendra um kvöldið. Brennur eru ekki tendraðar ef vindhraði fer yfir 10 m/s.“ Við Ægisíðu, lítil brenna, klukkan 20:30. Í Skerjafirði gegnt Skildinganesi 48-52, lítil brenna, klukkan 20:30. Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, lítil brenna, kl. 20:30. Laugardalur, fyrir neðan Laugarásveg 18, lítil brenna, klukkan 20:30. Geirsnef, á norðanverðu Geirsnefi, stór brenna, klukkan 20:30. Við Stekkjarbakka, lítil brenna, klukkan 20:30. Við Rauðavatn að norðanverðu, lítil brenna, klukkan 20:30. Gufunes við Gufunesbæ, stór brenna, klukkan 20:30. Við Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna, klukkan 20:30. Úlfarsfell á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við Lambhagaveg, lítil brenna klukkan 20:30. Mælt er með fólk komi gangandi að brennum sem verða en skert aðgengi er fyrir akandi að brennunum. Við brennuna við Ægisíðu verður Ægisíðan á milli Forhaga og Sörlaskjóls/Hofsvallagötu lokuð fyrir akandi umferð á meðan á brennunni stendur. Við brennuna á Geirsnefi verður ekki hægt að aka inn á Geirsnefið frá Bílshöfðanum. Bílastæði eru í boði við Hitt húsið á Rafstöðvarvegi og við Endurvinnsluna í Knarrarvogi. Við Rauðavatn er óskað eftir að fólk nýti undirgöng undir Vesturlandsveginn í stað þess að fara yfir hann. Í Skerjafirði er akandi vegfarendum bent á að aka Einarsnesið og leggja bílum við gömlu Shell stöðina við Skeljanes í staðinn fyrir að aka í gegnum hverfið. Götulokanir Skólavörðuholt verður lokað fyrir akandi umferð frá klukkan 22:00, 31. desember til klukkan 01:00 á nýársnótt, (1. janúar). Þá verða lokanir á nokkrum götum á gamlársdag vegna Gamlárshlaups ÍR. Öllum aðliggjandi götum að Skólavörðustíg verður lokað fyrir akandi vegfarendum frá klukkan 16:00 þann 30. desember. Göturnar sem um ræðir eru Kárastígur, Bjarnarstígur, Baldursgata, Týsgata, Óðinsgata og Vegamótastígur. Hægt verður að keyra um Skólavörðustíg til klukkan 22:00 á gamlársdag. Opnað verður fyrir umferð að nýju 2. janúar. Þá er bent á staðsetningar grenndargáma í tilkynningu borgarinnar: Staðsetningarnar eru eftirfarandi: Vesturbær – grenndarstöð við Hofsvallagötu (Vesturbæjarlaug) Miðborg - grenndarstöð Eiríksgötu (við Hallgrímskirkju) Hlíðar - grenndarstöð við Flókagötu (Kjarvalstaði) Laugardalur - grenndarstöð við Sundlaugaveg (Laugardalslaug) Háaleiti-Bústaðir - grenndarstöð við Sogaveg Breiðholt – grenndarstöð við Austurberg Árbær/Selás – grenndarstöð við Selásbraut Grafarvogur – grenndarstöð í Spöng Grafarholt-Úlfarsárdalur – grenndarstöð Þjóðhildarstíg (við Krónuna) Kjalarnes – við grenndarstöð Veist þú um áramótabrennu sem ekki er á lista Vísis? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Áramót Flugeldar Múlaþing Akureyri Reykjavík Fjarðabyggð Mosfellsbær Ísafjarðarbær Seltjarnarnes Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Sjá meira
Í tilkynningu frá borginni segir að brennur séu ýmist á hendi sveitafélaga eða félagasamtaka. Tekinn er fram fyrirvari um að brennur fari fram ef veður leyfir. Tíu brennur verða í borginni, engar í Kópavogi né Hafnarfirði þó íbúar á Kársnesi í Kópavogi hafi boðað til blysgöngu þar sem íbúar ætla að raða sér með blys meðfram Kársnesströndinni klukkan 21:30. Tvær áramótabrennur verða í Garðabæ, önnur við Sjávargrund og hin á Álftanesi. Kveikt verður í brennu við Álftanes klukkan 20:30 en við Sjávargrund klukkan 21:00. Í Mosfellsbæ verður áramótabrenna neðan Holtahverfis við Leirvoginn klukkan 16:30. Á Seltjarnarnesi fer fram brenna á Valhúsahæð klukkan 20:30. Sveitarfélagið Árborg heldur þrennar áramótabrennur. Eina klukkan 17:00 á Selfossi við Brennustæðið í Gesthúsum. Flugeldasýning fer fram frá Stóra Hól klukkan 17:15. Á Stokkseyri verður brenna klukkan 17:00 Austan við Hraunsá, vestan við Kaðlastaði. Brenna á Eyrarbakka fer fram klukkan 20:00 vestan við Hafnarbrú, norðan við tjaldstæði. Á Akureyri fer fram brenna á sama stað og áður á auðu svæði nokkru sunnan við golfskálann á Jaðri. Brennan fer fram klukkan 20:30 og fer árleg flugeldasýning fram á klöppunum norðan Pálmholts og hefst hún um klukkan 21:00. Í Langanesbyggð hefst áramótabrenna við Syðra Lón við Þórshöfn klukkan 20.30. Hlaðið í bálköst á Geirsnefi.Vísir/Vilhelm Áramótabrennur í Ísafjarðarbæ fara fram á fimm stöðum klukkan 20:30. Við smábátahöfnina á Flateyri, á Árvöllum í Hnífsdal, á Hauganesi á Ísafirði, á Hlaðnesi fyrir innan lónið á Suðureyri og við víkingasvæðið á Þingeyrarodda. Á Austurlandi verður fjöldi áramótabrenna, meðal annars í Fjarðabyggð. Á Reyðarfirði verður brenna við Hrúteyri klukkan 17:00, á Eskifirði á malarsvæði móts við þorpið klukkan 17:00, á Norðfirði utan við flugvöllinn klukkan 17:00, á Fáskrúðsfirði við Sævarenda/Fjöruborð klukkan 17:00 og á Breiðdalsvík á malarsvæði sunnan við gámavöll klukkan 17:00. Á Stöðvarfirði fer fram áramótabrenna klukkan 20:30 á Melseyri ofan Birgisnes. Í Múlaþingi verða áramótabrennur og flugeldasýningar víða. Á Egilsstöðum hefst dagskrá klukkan 16:30 og áramótabrenna á Egilsstaðanesi. Flugeldasýning verður þar klukkan 17:15. Á Seyðisfirði hefst áramótabrenna og flugeldasýning í Langatanga klukkan 17:00 og á sama tíma í Djúpavogi á Hermannastekkum og flugeldasýning korteri síðar. Á Borgarfirði fer fram áramótabrenna við norðurenda flugbrautar klukkan 20:30 og mun heimafólk skjóta upp flugeldum. Búast við svifryksmengun í Reykjavík Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg um áramótabrennur ársins kemur fram að nokkrar líkur séu á svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2026 vegna mengunar frá flugeldum. Búist sé við því að styrkurinn verði yfir heilsuverndarmörkum og er tekið fram í tilkynningu borgarinnar að flugeldum fylgi líka rusl sem þurfi að koma á réttan stað. „Reykjavíkurborg ætlar að bjóða upp á gáma fyrir flugeldarusl á tíu grenndarstöðvum um alla borg. Alls verða haldnar tíu áramótabrennur í Reykjavík á gamlárskvöld. Götulokanir verða á Skólavörðuholti og nágrenni á gamlárskvöld ásamt því að aðgengi akandi við brennur verður skert.“ Svifryksmengun vegna flugelda sé bæði varasöm og heilsuspillandi. Fólk með viðkvæm öndunarfæri, hjarta- og æðasjúkdóma og börn séu sérstaklega viðkvæm fyrir svifryki. Æskilegast sé fyrir þennan hóp að vera innandyra þegar mest gengur á í kringum um miðnættið og loka gluggum. Bent er á í tilkynningu borgarinnar að loftgæðamælistöðvar sem mæli svifrik í borginni séu staðsettar við Grensásveg, Olís Álfabakka, í Laugarnesi og Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hægt sé að fylgjast með styrk á Loftgæði.is. „Alls verða haldnar tíu áramótabrennur í Reykjavík á gamlárskvöld. Umsjón með þeim er ýmist á hendi borgarinnar eða félagasamtaka, sem huga vel að því sem sett er á brennurnar og tryggja að frágangur og vöktun sé í lagi. Fyrir hádegi á gamlársdag er veðurspá skoðuð og ákvörðun tekin um hvort það megi tendra um kvöldið. Brennur eru ekki tendraðar ef vindhraði fer yfir 10 m/s.“ Við Ægisíðu, lítil brenna, klukkan 20:30. Í Skerjafirði gegnt Skildinganesi 48-52, lítil brenna, klukkan 20:30. Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, lítil brenna, kl. 20:30. Laugardalur, fyrir neðan Laugarásveg 18, lítil brenna, klukkan 20:30. Geirsnef, á norðanverðu Geirsnefi, stór brenna, klukkan 20:30. Við Stekkjarbakka, lítil brenna, klukkan 20:30. Við Rauðavatn að norðanverðu, lítil brenna, klukkan 20:30. Gufunes við Gufunesbæ, stór brenna, klukkan 20:30. Við Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna, klukkan 20:30. Úlfarsfell á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við Lambhagaveg, lítil brenna klukkan 20:30. Mælt er með fólk komi gangandi að brennum sem verða en skert aðgengi er fyrir akandi að brennunum. Við brennuna við Ægisíðu verður Ægisíðan á milli Forhaga og Sörlaskjóls/Hofsvallagötu lokuð fyrir akandi umferð á meðan á brennunni stendur. Við brennuna á Geirsnefi verður ekki hægt að aka inn á Geirsnefið frá Bílshöfðanum. Bílastæði eru í boði við Hitt húsið á Rafstöðvarvegi og við Endurvinnsluna í Knarrarvogi. Við Rauðavatn er óskað eftir að fólk nýti undirgöng undir Vesturlandsveginn í stað þess að fara yfir hann. Í Skerjafirði er akandi vegfarendum bent á að aka Einarsnesið og leggja bílum við gömlu Shell stöðina við Skeljanes í staðinn fyrir að aka í gegnum hverfið. Götulokanir Skólavörðuholt verður lokað fyrir akandi umferð frá klukkan 22:00, 31. desember til klukkan 01:00 á nýársnótt, (1. janúar). Þá verða lokanir á nokkrum götum á gamlársdag vegna Gamlárshlaups ÍR. Öllum aðliggjandi götum að Skólavörðustíg verður lokað fyrir akandi vegfarendum frá klukkan 16:00 þann 30. desember. Göturnar sem um ræðir eru Kárastígur, Bjarnarstígur, Baldursgata, Týsgata, Óðinsgata og Vegamótastígur. Hægt verður að keyra um Skólavörðustíg til klukkan 22:00 á gamlársdag. Opnað verður fyrir umferð að nýju 2. janúar. Þá er bent á staðsetningar grenndargáma í tilkynningu borgarinnar: Staðsetningarnar eru eftirfarandi: Vesturbær – grenndarstöð við Hofsvallagötu (Vesturbæjarlaug) Miðborg - grenndarstöð Eiríksgötu (við Hallgrímskirkju) Hlíðar - grenndarstöð við Flókagötu (Kjarvalstaði) Laugardalur - grenndarstöð við Sundlaugaveg (Laugardalslaug) Háaleiti-Bústaðir - grenndarstöð við Sogaveg Breiðholt – grenndarstöð við Austurberg Árbær/Selás – grenndarstöð við Selásbraut Grafarvogur – grenndarstöð í Spöng Grafarholt-Úlfarsárdalur – grenndarstöð Þjóðhildarstíg (við Krónuna) Kjalarnes – við grenndarstöð Veist þú um áramótabrennu sem ekki er á lista Vísis? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Áramót Flugeldar Múlaþing Akureyri Reykjavík Fjarðabyggð Mosfellsbær Ísafjarðarbær Seltjarnarnes Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Sjá meira