Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2025 11:02 Heimsmethafinn Armand Duplantis og fótboltastjarnan Aitana Bonmatí þóttu skara fram úr á árinu. Samsett/Getty Alþjóðasamtök íþróttafréttamanna, AIPS, hafa valið íþróttafólk ársins sem að þessu sinni kemur úr frjálsum íþróttum og fótbolta. Annað árið í röð er það sænski stangastökkvarinn Armand Duplantis sem endaði efstur í kjörinu á íþróttakarli ársins í heiminum. Íþróttakona ársins er spænska fótboltakonan Aitana Bonmatí sem hafði lent í 2. sæti í kjörinu í fyrra og í 3. sæti árið þar áður. Það voru íþróttafréttamenn frá 121 landi sem tóku þátt í kjörinu en í þeim hópi var þó enginn úr hinum íslensku Samtökum íþróttafréttamanna. Duplantis hlaut 1.182 stig í kosningunni en hann vann öll mót sem hann keppti í á árinu, bæði innan- og utanhúss. Hann sló heimsmet sitt fjórum sinnum í ár, með því að fara yfir 6,27 metra í Clermont-Ferrand, yfir 6,28 metra í Stokkhólmi, yfir 6,29 metra í Búdapest og loks yfir 6,30 metra þegar hann varð heimsmeistari í Tókýó. Hann hefur nú alls slegið heimsmetið fjórtán sinnum frá því í febrúar 2020. Af tíu efstu íþróttakörlunum voru fimm fótboltamenn. Topp tíu karlar: Armand Duplantis (Svíþjóð) – Frjálsar íþróttir – 1182 Carlos Alcaraz (Spánn) – Tennis – 784 Ousmane Dembele (Frakkland) – Fótbolti – 713 Achraf Hakimi (Marokkó) – Fótbolti – 531 Tadej Pogacar (Slóvenía) – Hjólreiðar – 410 Lamine Yamal (Spánn) – Fótbolti – 332 Kylian Mbappe (Frakkland) – Fótbolti – 274 Jannik Sinner (Ítalía) – Tennis – 219 Luka Doncic (Slóvenía) – Körfubolti – 192 Mohamed Salah (Egyptaland) – Fótbolti – 191 Bonmatí hlaut langflest stig kvenna eða 824. Þessi 27 ára fótboltakona, sem nú er á meiðslalistanum eftir fótbrot en gæti mætt Íslandi í undankeppni HM í mars, átti magnað ár. Hún var valin besti leikmaður bæði Meistaradeildar Evrópu og Evrópumótsins í Sviss, þrátt fyrir að lið hennar Barcelona og Spánn hafi þar orðið að sætta sig við silfur í báðum tilvikum. Hún vann þrefalt á Spáni með Barcelona-liðinu. Fimm frjálsíþróttakonur voru á meðal tíu efstu íþróttakvennanna í kjörinu eins og sjá má hér að neðan. Topp tíu konur: Aitana Bonmatí (Spánn) – Fótbolti – 824 Beatrice Chebet (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 453 Aryna Sabalenka (Hvíta-Rússland) – Tennis – 446 Sydney McLaughlin-Levrone (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 393 Femke Bol (Holland) – Frjálsar íþróttir – 356 Mariona Caldentey (Spánn) – Fótbolti – 298 Coco Gauff (Bandaríkin) – Tennis – 281 Faith Kipyegon (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 257 Federica Brignone (Ítalía) – Alpagreinar – 256 Valarie Allman (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 251 Þess má geta að kjörinu á íþróttafólki ársins á Íslandi verður lýst í Hörpu á laugardagskvöld, 3. janúar. Frjálsar íþróttir Fótbolti Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Sjá meira
Annað árið í röð er það sænski stangastökkvarinn Armand Duplantis sem endaði efstur í kjörinu á íþróttakarli ársins í heiminum. Íþróttakona ársins er spænska fótboltakonan Aitana Bonmatí sem hafði lent í 2. sæti í kjörinu í fyrra og í 3. sæti árið þar áður. Það voru íþróttafréttamenn frá 121 landi sem tóku þátt í kjörinu en í þeim hópi var þó enginn úr hinum íslensku Samtökum íþróttafréttamanna. Duplantis hlaut 1.182 stig í kosningunni en hann vann öll mót sem hann keppti í á árinu, bæði innan- og utanhúss. Hann sló heimsmet sitt fjórum sinnum í ár, með því að fara yfir 6,27 metra í Clermont-Ferrand, yfir 6,28 metra í Stokkhólmi, yfir 6,29 metra í Búdapest og loks yfir 6,30 metra þegar hann varð heimsmeistari í Tókýó. Hann hefur nú alls slegið heimsmetið fjórtán sinnum frá því í febrúar 2020. Af tíu efstu íþróttakörlunum voru fimm fótboltamenn. Topp tíu karlar: Armand Duplantis (Svíþjóð) – Frjálsar íþróttir – 1182 Carlos Alcaraz (Spánn) – Tennis – 784 Ousmane Dembele (Frakkland) – Fótbolti – 713 Achraf Hakimi (Marokkó) – Fótbolti – 531 Tadej Pogacar (Slóvenía) – Hjólreiðar – 410 Lamine Yamal (Spánn) – Fótbolti – 332 Kylian Mbappe (Frakkland) – Fótbolti – 274 Jannik Sinner (Ítalía) – Tennis – 219 Luka Doncic (Slóvenía) – Körfubolti – 192 Mohamed Salah (Egyptaland) – Fótbolti – 191 Bonmatí hlaut langflest stig kvenna eða 824. Þessi 27 ára fótboltakona, sem nú er á meiðslalistanum eftir fótbrot en gæti mætt Íslandi í undankeppni HM í mars, átti magnað ár. Hún var valin besti leikmaður bæði Meistaradeildar Evrópu og Evrópumótsins í Sviss, þrátt fyrir að lið hennar Barcelona og Spánn hafi þar orðið að sætta sig við silfur í báðum tilvikum. Hún vann þrefalt á Spáni með Barcelona-liðinu. Fimm frjálsíþróttakonur voru á meðal tíu efstu íþróttakvennanna í kjörinu eins og sjá má hér að neðan. Topp tíu konur: Aitana Bonmatí (Spánn) – Fótbolti – 824 Beatrice Chebet (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 453 Aryna Sabalenka (Hvíta-Rússland) – Tennis – 446 Sydney McLaughlin-Levrone (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 393 Femke Bol (Holland) – Frjálsar íþróttir – 356 Mariona Caldentey (Spánn) – Fótbolti – 298 Coco Gauff (Bandaríkin) – Tennis – 281 Faith Kipyegon (Kenía) – Frjálsar íþróttir – 257 Federica Brignone (Ítalía) – Alpagreinar – 256 Valarie Allman (Bandaríkin) – Frjálsar íþróttir – 251 Þess má geta að kjörinu á íþróttafólki ársins á Íslandi verður lýst í Hörpu á laugardagskvöld, 3. janúar.
Frjálsar íþróttir Fótbolti Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Sjá meira