Menning

Græna gímaldið ljótast

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Græna gímaldið hefur vakið mikið umtal og reitt marga til reiði.
Græna gímaldið hefur vakið mikið umtal og reitt marga til reiði.

Niðurstöður liggja fyrir í kosningu Arkitektúruppreisarinnar, áhugamannahóps um framtíð arkitektúrs, um nýbyggingu ársins, bæði þá fallegustu og ljótustu. Græna gímaldið við Álfabakka 2a var valin ljótasta nýbyggingin og Hafnarstræti 75 á Akureyri sú fallegasta.

Kosningin stóð frá 21. til 28. desember og voru greidd 6.455 atkvæði. Þar af voru 5.755 gild atkvæði en 700 ógild, eða um 10,8 prósent.

Kosningin um ljótustu nýbygginguna var ansi afgerandi, Græna gímaldið hlaut 2.394 (43,7%) atkvæði og hreppti því fyrsta sætið nokkuð örugglega. Þar á eftir fylgdi göngubrúin yfir Sæbraut sem hlaut 1505 (27,5%) atkvæði og svo nýja Landsbankahúsið með 643 (11,7%) atkvæði.

Enginn vafi lá heldur á fallegustu nýbyggingunni því Hafnarstræti 75 hlaut 2.122 (39,5%) atkvæði í þeirri kosningu og hafði vinninginn. Í öðru sæti var Nýi Fjörður í Hafnarfirði með 1060 (19,7%) atkvæði og Eyravegur 3-5 á Selfossi með 864 (16,1%) atkvæði.

Hér að neðan má sjá niðurstöður kosninganna í heild sinni:

Fallegasta nýbygging Íslands 2025:

  • Hafnarstræti 75 á Akureyri 2122 / 39,5%
  • Nýi Fjörður í Hafnarfirði 1060 / 19,7%
  • Eyravegur 3-5 á Selfossi 864 / 16,1%
  • Hverfisgata 100 í Reykjavík 719 / 13,4%
  • Bergstaðastræti 18 í Reykjavík 611 / 11,4%

Ljótasta nýbygging Íslands 2025:

  • Græna gímaldið 2394 / 43,7%
  • Brúin yfir Sæbraut 1505 / 27,5%
  • Nýja Landsbankahúsið 643 / 11,7%
  • Skrifstofur Alþingis 488 / 8,9%
  • Nýi Landsspítalinn 445 / 8,1%





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.