Innlent

Enn fleirum sagt upp hjá Ár­vakri

Eiður Þór Árnason skrifar
Árvakur er til húsa í Hádegismóum.
Árvakur er til húsa í Hádegismóum. Vísir/Vilhelm

Útvarpsmaðurinn Bolli Már Bjarnason er meðal þeirra sem var sagt upp störfum hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, mbl.is og K100 í gær. RÚV greinir frá því að minnst átta starfsmönnum hafi verið tilkynnt um uppsögn í gær.

Telur Bolli þá tölu geta verið nærri lagi þó að hann hafi ekki yfirsýn yfir hagræðingaraðgerðirnar. Í gær kom fram að Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Víði Sigurðarsyni hefðu verið sagt upp störfum á Morgunblaðinu og segir Bolli að einnig hafi verið uppsagnir á auglýsingadeild fyrirtækisins.

RÚV greindi fyrst frá kaflaskiptunum hjá Bolla. Þrátt fyrir þetta segist Bolli vera brattur í samtali við fréttastofu og að uppsögnin muni gera honum kleift að setja meiri orku í önnur verkefni. Næsta ár verði spennandi.



Fréttin er í vinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×