Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar 2. janúar 2026 10:31 Það er gríðarlegur fjöldi ungmenna týnd í sófanum heima hjá sér. Finnur ekki tilgang og flýr tilveruna, einangrar sig og líðanin er vond. Þegar ég lít til baka á líf mitt, get ég ekki verið nægilega þakklátur fyrir þau tækifæri sem lífið, samfélagið og fjölskylda mín hefur veitt mér. Ég var svo heppinn að hafa áhuga á íþróttum og æfði og spilaði fótbolta og handbolta eins og svo margir. Ég hlakkaði til að mæta á æfingar og hitta vini mína, ég hlakkaði til að keppa við önnur lið, ég kynntist stoltinu að fara í búninginn og spila með félögum mínum fyrir félagið okkar. Ég lærði að sigra og ég lærði að taka ósigrum, ég lærði að rífast, ég lærði að standa saman með liðsfélögum mínum, ég lærði að fórna mér fyrir félagann og ég lærði listina að standa saman í blíðu og stríðu. Ég eignaðist vini fyrir lífstíð, ég fékk að upplifa það að vera partur af heild, að vera partur af einhverju stærra en ég. Þarna myndaðist vinátta sem mun vara lífið á enda. Fræ samfélagsauðs míns var lagður og nú á sextugsaldri get ég sagt með vissu að það er fátt dýrmætara en tengsl mín við alla þá sem ég kynntist í gegnum skipulagt íþróttastarf. En það eru ekki allir eins og ég. Það hafa ekki allir áhuga á að puða og púla, eltandi bolta alla daga. Ég vann lengi með ungu fólki í starfsendurhæfingu. Ungu fólki sem samfélagið gleymdi eftir skólaskylduna, krakkar um tvítugt sem höfðu týnst í sófanum heima hjá sér. Skjól getur breyst í fangelsi ef maður fer ekki út á meðal fólks í raunheimum og æfir félagsfærni sína, samskiptafærni og samvinnu. Þegar maður er tvítugur og hefur sett líf sitt á pásu í fimm ár, þá hefur fjórðungur ævinnar skundað hjá. Það er stór hluti ævinnar. Þessi hópur stækkar, því miður. Með hverju ári sem líður í sófanum verður erfiðara að finna tilgang sinn og ástríðu. Með hverju árinu aukast líkurnar á því að þessi einangrun muni hafa varanleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu viðkomandi. Hvert er hlutverk íþróttafélaga? Er það að búa til afreksíþróttafólk í fótbolta og handbolta? Er það að vera vettvangur heilbrigðs æskulýðsstarfs? Er það að koma íþróttafélaginu í fremstu röð alþjóðlega, sækja þar mikla peninga og vera stolt félagsmanna? Hver og einn hefur sína skoðun á því en íþróttafélög hafa alltaf verið mikilvægur hluti hvers samfélags, hlúð að ungu fólki og verið vettvangur þar sem ungt fólk lærir samvinnu og samkeppni, vinátta mótast og þroskast og þar sem ungt fólk fær tækifæri til að vera partur af einhverju stærra en það sjálft. Íþróttafélög landsins byggjast upp á sjálfboðastarfi félagsmanna. Félagsmenn sem einu sinni voru börn og ungmenni sem fengu tækifæri til að dafna og þroskast innan síns félags og vilja gefa til baka og finnst fátt betra en að sjá félagið sitt vaxa og dafna. Íþróttafélagið er líka vettvangur til að hitta gamla félaga og njóta þess að bralla og bardúsa með sínum gömlu vinum. Þetta er í raun hornsteinn í lífi margra. Hugsið ykkur hvað það væri magnað ef íþróttafélögin gætu verið þessi hornsteinn í lífi ungmenna sem finna sig í rafíþróttum. Vissulega hefur verið reynt að koma þessu inn hjá íþróttafélögum með misjöfnum árangri. Kannski hefði mátt markaðssetja þetta betur. Ég er þess fullviss að með góðri samvinnu sveitarfélaga og íþróttafélaga megi stíga inn í þennan vanda. Það að gefa fleirum tækifæri til að iðka sína íþrótt innan íþróttahreyfingarinnar mun gefa týndu börnunum möguleika á því að sá fræjum samfélagsauðs á sama hátt og aðrir. Að fá að iðka sitt áhugamál undir styrkri stjórn þjálfara þar sem líkamlegt og andlegt heilbrigði er í hávegum haft, þar sem liðsandinn ríkir og tækifærið til að vera hluti af einhverju stærra en maður sjálfur er í boði, að upplifa tilgang, að finna sjálfan sig, að fíla sjálfan sig í stað þess að týna sjálfum sér og tilgangi sínum, gleði og tilhlökkun. Ég er þess fullviss að íþróttafélög landsins muni spila stórt hlutverk í því að brjóta vítahring tilgangsleysis og aðgerðaleysis týndu barnanna okkar. Tilgangur íþróttafélaga hefur aldrei verið meiri í lífi allra ungmenna. Nú þarf pólitíkin í Hafnarfirði að taka boltann og vinna stefnu til að ná betur utan um þennan hóp. Byrjunin er kannski að kanna með markvissari hætti hvar áhuginn liggur og mæta þeim þar. Aðgerðaleysi gagnvart þessum hópi er amk ekki í boði. Ég mun á næstunni leggja fram tillögu að starfshópi til að finna leiðir til að koma betur til móts við þennan sí stækkandi hóp. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Það er gríðarlegur fjöldi ungmenna týnd í sófanum heima hjá sér. Finnur ekki tilgang og flýr tilveruna, einangrar sig og líðanin er vond. Þegar ég lít til baka á líf mitt, get ég ekki verið nægilega þakklátur fyrir þau tækifæri sem lífið, samfélagið og fjölskylda mín hefur veitt mér. Ég var svo heppinn að hafa áhuga á íþróttum og æfði og spilaði fótbolta og handbolta eins og svo margir. Ég hlakkaði til að mæta á æfingar og hitta vini mína, ég hlakkaði til að keppa við önnur lið, ég kynntist stoltinu að fara í búninginn og spila með félögum mínum fyrir félagið okkar. Ég lærði að sigra og ég lærði að taka ósigrum, ég lærði að rífast, ég lærði að standa saman með liðsfélögum mínum, ég lærði að fórna mér fyrir félagann og ég lærði listina að standa saman í blíðu og stríðu. Ég eignaðist vini fyrir lífstíð, ég fékk að upplifa það að vera partur af heild, að vera partur af einhverju stærra en ég. Þarna myndaðist vinátta sem mun vara lífið á enda. Fræ samfélagsauðs míns var lagður og nú á sextugsaldri get ég sagt með vissu að það er fátt dýrmætara en tengsl mín við alla þá sem ég kynntist í gegnum skipulagt íþróttastarf. En það eru ekki allir eins og ég. Það hafa ekki allir áhuga á að puða og púla, eltandi bolta alla daga. Ég vann lengi með ungu fólki í starfsendurhæfingu. Ungu fólki sem samfélagið gleymdi eftir skólaskylduna, krakkar um tvítugt sem höfðu týnst í sófanum heima hjá sér. Skjól getur breyst í fangelsi ef maður fer ekki út á meðal fólks í raunheimum og æfir félagsfærni sína, samskiptafærni og samvinnu. Þegar maður er tvítugur og hefur sett líf sitt á pásu í fimm ár, þá hefur fjórðungur ævinnar skundað hjá. Það er stór hluti ævinnar. Þessi hópur stækkar, því miður. Með hverju ári sem líður í sófanum verður erfiðara að finna tilgang sinn og ástríðu. Með hverju árinu aukast líkurnar á því að þessi einangrun muni hafa varanleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu viðkomandi. Hvert er hlutverk íþróttafélaga? Er það að búa til afreksíþróttafólk í fótbolta og handbolta? Er það að vera vettvangur heilbrigðs æskulýðsstarfs? Er það að koma íþróttafélaginu í fremstu röð alþjóðlega, sækja þar mikla peninga og vera stolt félagsmanna? Hver og einn hefur sína skoðun á því en íþróttafélög hafa alltaf verið mikilvægur hluti hvers samfélags, hlúð að ungu fólki og verið vettvangur þar sem ungt fólk lærir samvinnu og samkeppni, vinátta mótast og þroskast og þar sem ungt fólk fær tækifæri til að vera partur af einhverju stærra en það sjálft. Íþróttafélög landsins byggjast upp á sjálfboðastarfi félagsmanna. Félagsmenn sem einu sinni voru börn og ungmenni sem fengu tækifæri til að dafna og þroskast innan síns félags og vilja gefa til baka og finnst fátt betra en að sjá félagið sitt vaxa og dafna. Íþróttafélagið er líka vettvangur til að hitta gamla félaga og njóta þess að bralla og bardúsa með sínum gömlu vinum. Þetta er í raun hornsteinn í lífi margra. Hugsið ykkur hvað það væri magnað ef íþróttafélögin gætu verið þessi hornsteinn í lífi ungmenna sem finna sig í rafíþróttum. Vissulega hefur verið reynt að koma þessu inn hjá íþróttafélögum með misjöfnum árangri. Kannski hefði mátt markaðssetja þetta betur. Ég er þess fullviss að með góðri samvinnu sveitarfélaga og íþróttafélaga megi stíga inn í þennan vanda. Það að gefa fleirum tækifæri til að iðka sína íþrótt innan íþróttahreyfingarinnar mun gefa týndu börnunum möguleika á því að sá fræjum samfélagsauðs á sama hátt og aðrir. Að fá að iðka sitt áhugamál undir styrkri stjórn þjálfara þar sem líkamlegt og andlegt heilbrigði er í hávegum haft, þar sem liðsandinn ríkir og tækifærið til að vera hluti af einhverju stærra en maður sjálfur er í boði, að upplifa tilgang, að finna sjálfan sig, að fíla sjálfan sig í stað þess að týna sjálfum sér og tilgangi sínum, gleði og tilhlökkun. Ég er þess fullviss að íþróttafélög landsins muni spila stórt hlutverk í því að brjóta vítahring tilgangsleysis og aðgerðaleysis týndu barnanna okkar. Tilgangur íþróttafélaga hefur aldrei verið meiri í lífi allra ungmenna. Nú þarf pólitíkin í Hafnarfirði að taka boltann og vinna stefnu til að ná betur utan um þennan hóp. Byrjunin er kannski að kanna með markvissari hætti hvar áhuginn liggur og mæta þeim þar. Aðgerðaleysi gagnvart þessum hópi er amk ekki í boði. Ég mun á næstunni leggja fram tillögu að starfshópi til að finna leiðir til að koma betur til móts við þennan sí stækkandi hóp. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun