Spiluðu íshokkí utandyra í Miami Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. janúar 2026 13:15 New York Rangers unnu ríkjandi meistara Florida Panthers í leik sem fór fram utandyra í Miami. Brian Babineau/NHLI via Getty Images Árlegi „Winter Classic“ leikurinn í NHL íshokkídeildinni fór ekki fram á norðurhveli Bandaríkjanna eða í Kanada þetta árið heldur í Miami í sólskinsríkinu Flórída. Umhverfis- og hefðarsinnar eiga það sameiginlegt að vera alls ekki ánægðir með þetta. Florida Panthers hafa unnið NHL deildina síðustu tvö ár og tóku á móti New York Rangers í Miami í gærkvöldi. Rangers unnu öruggan 5-1 sigur þökk sé þrennu frá hinum sænska Mika Zibanejad, sem var líka valinn í landslið Svíþjóðar í gær fyrir Vetrarólympíuleikana í febrúar. Rússinn Igor Shesterkin átti líka stóran þátt í sigrinum en hann varði heil 36 skot. Uppselt var á leikinn og skipuleggjendur voru mjög ánægðir með viðtökur Flórída-búa, sem hafa heillast mikið af íshokkí síðustu ár. The NHL is making it snow at the Winter Classic in Miami ❄️ pic.twitter.com/VFMXvXcGUg— Front Office Sports (@FOS) January 3, 2026 Leikurinn fór fram í tuttugu stiga hita en gervisnjór féll á áhorfendur og hjúpur var settur yfir völlinn svo hann héldist kaldur fram að leik, síðan tók raforkan við og kældi völlinn. Rafmagnið sem var notað, bara á meðan leiknum stóð, hefði dugað til að knýja um tvö hundruð bandarísk heimili í heilt ár að sögn Mael Besson, umhverfisfræðings með áherslu á íþróttir. „Þetta er algjört rugl. Þetta er bara eins og loftkældu leikvangarnir í Katar, skíðasvæðin í Sádi-Arabíu eða golfvellirnir í eyðimörkinni.“ Hefðarsinnar íþróttarinnar eru heldur ekki ánægðir með framtakið og minntu á að upphaflega hafi hugmyndin með árlegum útileik verið að heiðra sögu íshokkís og til að sýna fram á að íþróttin getur enn verið iðkuð utandyra, eins og hún var alltaf iðkuð upphaflega. NHL deildin lætur sér lítið um finnast og er strax byrjuð að skipuleggja utandyra leik í Dallas í Texas á næsta ári en meðalhitinn þar í janúar er um átján gráður. Íshokkí Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjá meira
Florida Panthers hafa unnið NHL deildina síðustu tvö ár og tóku á móti New York Rangers í Miami í gærkvöldi. Rangers unnu öruggan 5-1 sigur þökk sé þrennu frá hinum sænska Mika Zibanejad, sem var líka valinn í landslið Svíþjóðar í gær fyrir Vetrarólympíuleikana í febrúar. Rússinn Igor Shesterkin átti líka stóran þátt í sigrinum en hann varði heil 36 skot. Uppselt var á leikinn og skipuleggjendur voru mjög ánægðir með viðtökur Flórída-búa, sem hafa heillast mikið af íshokkí síðustu ár. The NHL is making it snow at the Winter Classic in Miami ❄️ pic.twitter.com/VFMXvXcGUg— Front Office Sports (@FOS) January 3, 2026 Leikurinn fór fram í tuttugu stiga hita en gervisnjór féll á áhorfendur og hjúpur var settur yfir völlinn svo hann héldist kaldur fram að leik, síðan tók raforkan við og kældi völlinn. Rafmagnið sem var notað, bara á meðan leiknum stóð, hefði dugað til að knýja um tvö hundruð bandarísk heimili í heilt ár að sögn Mael Besson, umhverfisfræðings með áherslu á íþróttir. „Þetta er algjört rugl. Þetta er bara eins og loftkældu leikvangarnir í Katar, skíðasvæðin í Sádi-Arabíu eða golfvellirnir í eyðimörkinni.“ Hefðarsinnar íþróttarinnar eru heldur ekki ánægðir með framtakið og minntu á að upphaflega hafi hugmyndin með árlegum útileik verið að heiðra sögu íshokkís og til að sýna fram á að íþróttin getur enn verið iðkuð utandyra, eins og hún var alltaf iðkuð upphaflega. NHL deildin lætur sér lítið um finnast og er strax byrjuð að skipuleggja utandyra leik í Dallas í Texas á næsta ári en meðalhitinn þar í janúar er um átján gráður.
Íshokkí Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjá meira