Spenna og stórskemmtun Valur Páll Eiríksson skrifar 11. janúar 2026 09:32 Matthew Stafford skilaði sigrinum í hús, en það stóð tæpt. Joe Robbins/Icon Sportswire via Getty Images Chicago Bears unnu magnaðan sigur á Green Bay Packers á Soldier Field í Chicago í nótt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni. Los Angeles Rams þurfti að hafa fyrir hlutunum. Tveir leikir fóru fram í gær er úrslitakeppnin fór af stað. Fyrirfram var fyrsti leikurinn, milli Carolina Panthers og Los Angeles Rams í Charlotte hvað minnst spennandi, enda komst Carolina-liðið í úrslitakeppnina þrátt fyrir að hafa tapað fleiri leikjum en þeir unnu í vetur. Þegar á hólminn var komið létu pardusarnir þó ekkert vaða yfir sig. Rams byrjuðu leikinn töluvert betur, komust snemma yfir og Matthew Stafford fann liðsfélaga með fyrstu átta sendingum sínum. Heimamenn þéttu raðirnar og unnu sig inn í leikinn og sendingar Stafford fóru að klikka meðan Bryce Young fann fínan takt hinu megin. Í fjórða leikhlutanum skiptust liðin á forystunni og Panthers komust 31-27 yfir þegar rúmlega tvær og hálf mínúta var eftir er Bryce Young fann Jalen Coker í endamarkinu. Rams svöruðu snarlega fyrir og tókst að éta tvær mínútur af klukkunni áður en þeir skoruðu snertimark þegar 38 sekúndur voru eftir, staðan 34-31 fyrir Rams. Bryce Young hafði þá rúma hálfa mínútu til að annað hvort tryggja sigur með snertimarki eða láta sér vallarmark duga til að jafna leikinn og fara í framlengingu. Engin af fjórum sendingartilraunum hans fann hins vegar liðsfélaga - Rams vörnin sterk og kláraði leikinn. Williams fór fyrir endurkomu Eftir að þeim leik var lokið var komið að því að Chicago Bears tækju á móti Green Bay Packers á Soldier Field upp úr klukkan eitt í nótt. Þeir sem létu sig hafa það að vaka yfir leiknum sáu eflaust ekki eftir því. Packers voru töluvert sterkari aðilinn framan af leik og virtust hreinlega ætla að pakka björnunum saman. Staðan var 21-3 í hálfleik og eftir tíðindalítinn þriðja leikhluta, þar sem Bears skoruðu eitt vallarmark, var staðan 21-6 fyrir síðasta leikhlutann. Þá hafði eflaust margur íslenski Bears-stuðningsmaðurinn gefið upp von og farið á koddann. Bears byrjuðu á vallarmarki snemma áður en D'Andre Swift skoraði snertimark og staðan 21-16. Vonin lifði. Hún dofnaði töluvert þegar Jordan Love fann Matthew Golden í endamarkinu til að koma Packers 27-16 yfir og um sex og hálf mínúta eftir. Engin uppgjöf var þó í heimamönnum sem svöruðu með tveggja mínútna sókn upp völlinn sem endaði á sendingu Calebs Williams á Olamide Zaccheus í endamarkinu. Tvö auka stig fylgdu og staðan 27-24. Því gat Bears dugað vallarmark fyrir framlengingu en Caleb Williams var ekki á því. Löng sending hans á DJ Moore fyrir snertimarki þegar tæpar tvær mínútur voru eftir dugðu Bears fyrir ótrúlegum 31-27 endurkomusigri og liðið komið áfram í undanúrslit NFC-deildarinnar. Þrír leikir í kvöld Úrslitakeppnin er rétt að byrja og nóg um að vera í kvöld. Fjörið hefst klukkan 18:00 þegar Josh Allen og félagar í Buffalo Bills heimsækja funheitt lið Jacksonville Jaguars. Í kjölfarið er stórleikur kvöldsins, milli ríkjandi meistara Philadelphia Eagles og San Francisco 49ers, klukkan 21:30. Þá er leikur næturinnar milli nýs liðs New England Patriots í umsjón Drake Maye og Los Angeles Chargers klukkan 1:00. Allir þrír verða í beinni á Sýn Sport. NFL Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í gær er úrslitakeppnin fór af stað. Fyrirfram var fyrsti leikurinn, milli Carolina Panthers og Los Angeles Rams í Charlotte hvað minnst spennandi, enda komst Carolina-liðið í úrslitakeppnina þrátt fyrir að hafa tapað fleiri leikjum en þeir unnu í vetur. Þegar á hólminn var komið létu pardusarnir þó ekkert vaða yfir sig. Rams byrjuðu leikinn töluvert betur, komust snemma yfir og Matthew Stafford fann liðsfélaga með fyrstu átta sendingum sínum. Heimamenn þéttu raðirnar og unnu sig inn í leikinn og sendingar Stafford fóru að klikka meðan Bryce Young fann fínan takt hinu megin. Í fjórða leikhlutanum skiptust liðin á forystunni og Panthers komust 31-27 yfir þegar rúmlega tvær og hálf mínúta var eftir er Bryce Young fann Jalen Coker í endamarkinu. Rams svöruðu snarlega fyrir og tókst að éta tvær mínútur af klukkunni áður en þeir skoruðu snertimark þegar 38 sekúndur voru eftir, staðan 34-31 fyrir Rams. Bryce Young hafði þá rúma hálfa mínútu til að annað hvort tryggja sigur með snertimarki eða láta sér vallarmark duga til að jafna leikinn og fara í framlengingu. Engin af fjórum sendingartilraunum hans fann hins vegar liðsfélaga - Rams vörnin sterk og kláraði leikinn. Williams fór fyrir endurkomu Eftir að þeim leik var lokið var komið að því að Chicago Bears tækju á móti Green Bay Packers á Soldier Field upp úr klukkan eitt í nótt. Þeir sem létu sig hafa það að vaka yfir leiknum sáu eflaust ekki eftir því. Packers voru töluvert sterkari aðilinn framan af leik og virtust hreinlega ætla að pakka björnunum saman. Staðan var 21-3 í hálfleik og eftir tíðindalítinn þriðja leikhluta, þar sem Bears skoruðu eitt vallarmark, var staðan 21-6 fyrir síðasta leikhlutann. Þá hafði eflaust margur íslenski Bears-stuðningsmaðurinn gefið upp von og farið á koddann. Bears byrjuðu á vallarmarki snemma áður en D'Andre Swift skoraði snertimark og staðan 21-16. Vonin lifði. Hún dofnaði töluvert þegar Jordan Love fann Matthew Golden í endamarkinu til að koma Packers 27-16 yfir og um sex og hálf mínúta eftir. Engin uppgjöf var þó í heimamönnum sem svöruðu með tveggja mínútna sókn upp völlinn sem endaði á sendingu Calebs Williams á Olamide Zaccheus í endamarkinu. Tvö auka stig fylgdu og staðan 27-24. Því gat Bears dugað vallarmark fyrir framlengingu en Caleb Williams var ekki á því. Löng sending hans á DJ Moore fyrir snertimarki þegar tæpar tvær mínútur voru eftir dugðu Bears fyrir ótrúlegum 31-27 endurkomusigri og liðið komið áfram í undanúrslit NFC-deildarinnar. Þrír leikir í kvöld Úrslitakeppnin er rétt að byrja og nóg um að vera í kvöld. Fjörið hefst klukkan 18:00 þegar Josh Allen og félagar í Buffalo Bills heimsækja funheitt lið Jacksonville Jaguars. Í kjölfarið er stórleikur kvöldsins, milli ríkjandi meistara Philadelphia Eagles og San Francisco 49ers, klukkan 21:30. Þá er leikur næturinnar milli nýs liðs New England Patriots í umsjón Drake Maye og Los Angeles Chargers klukkan 1:00. Allir þrír verða í beinni á Sýn Sport.
NFL Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira