Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar 11. janúar 2026 11:32 Atvinnuleysi á Suðurnesjum mælist nú 8,9%, samkvæmt Vinnumálastofnun, og er hlutfallslega tvöfalt meira en víðast annars staðar á landinu. Þetta eru alvarlegar tölur og á bak við þær eru raunverulegar sögur fólks sem vill vinna, fjölskyldna sem lifa í óvissu og ungs fólks sem spyr sig hvort framtíðin sé annars staðar en heima. Þessi staða er ekki ásættanleg og við ætlum ekki að leyfa henni að viðgangast. Uppi á vegg hjá mér hangir gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins: Atvinna handa öllum. Það slagorð er ekki minnisvarði um liðna tíð heldur verkefni dagsins í dag og það er verkefni sem ég og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ ætlum að leysa. Suðurnesin eru eitt öflugasta atvinnusvæði landsins og hér eru tækifæri sem fá önnur svæði búa við. Við höfum víðáttumikil landsvæði sem bíða uppbyggingar, sterkt vinnuafl með reynslu og metnað, alþjóðaflugvöll sem tengir okkur beint við umheiminn og stórskipahöfn í Helguvík sem getur orðið lykill að nýjum störfum í útflutningi og verðmætasköpun. Þetta eru staðreyndir, þrátt fyrir að illa hafi tekist að markaðssetja þessi ótrúlegu tækifæri. Vandinn er ekki skortur á tækifærum heldur skortur á skýrri og ákveðinni forystu sem nýtir þau. Sveitarfélög sem ná árangri í atvinnumálum bíða ekki eftir því að „eitthvað gerist“. Þau sækja fyrirtækin, skapa umhverfi sem laðar að fjárfestingu og sýna í verki að atvinnulífið sé velkomið. Verði mér treyst til að leiða Reykjanesbæ sem bæjarstjóri mun ég vera bæjarstjóri sem gerir einmitt það. Bæjarstjóri sem sækir fyrirtækin, talar fyrir svæðinu af krafti og vinnur markvisst að því að gera Reykjanesbæ að besta stað landsins til að starfa, skapa og byggja upp. Við þurfum sveitarfélag sem skilur að störf verða ekki til af sjálfu sér og sveitarfélag sem vinnur með atvinnulífinu en ekki gegn því. Við þurfum að lækka skatta og gjöld, einfalda ferla, flýta ákvörðunum og senda skýr skilaboð: hér er pláss fyrir ykkur, hér er samstarfsvilji og hér er framtíðin hvergi bjartari. Við megum heldur ekki gleyma atvinnulífinu sem þegar er hér og heldur samfélaginu gangandi frá degi til dags. Þessi fyrirtæki hafa fjárfest í Reykjanesbæ, skapað störf og tekið áhættu. Þau eiga skilið að sveitarfélagið standi með þeim. Með stöðugleika, fyrirsjáanleika og góðu rekstrarumhverfi fá þau tækifæri til að stækka, ráða fleira fólk og verða áfram burðarás í uppbyggingu svæðisins. Peningar vaxa ekki á trjánum og Suðurnesjamenn vita að sterkt atvinnulíf er forsenda sterkrar grunnþjónustu sveitarfélaga. Án þess verður erfitt að stytta biðlista á leikskólum, efla grunnskólana og styrkja íþróttafélögin. Ef þessari þróun verður ekki snúið við blasir við vítahringur – lakari þjónusta, minni aðdráttarafl fyrir fjölskyldur og þar með minni tekjur til framtíðar. Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég býð mig fram. Mér er ekki sama. Mér er ekki sama hvað verður um sveitarfélagið mitt, hvar börnin mín alast upp og hvar við Silla munum eldast. Atvinna skapar sjálfstæði, reisn og öryggi. Hún skapar samfélag sem fólk vill vera hluti af. Nú vantar forystu sem trúir á svæðið og er tilbúin að berjast fyrir því. Atvinna handa öllum er ekki innantómt loforð. Það er markmið og það er markmið sem við munum ná með skýrri stefnu, sterkri forystu og óbilandi trú á Reykjanesbæ. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi á Suðurnesjum mælist nú 8,9%, samkvæmt Vinnumálastofnun, og er hlutfallslega tvöfalt meira en víðast annars staðar á landinu. Þetta eru alvarlegar tölur og á bak við þær eru raunverulegar sögur fólks sem vill vinna, fjölskyldna sem lifa í óvissu og ungs fólks sem spyr sig hvort framtíðin sé annars staðar en heima. Þessi staða er ekki ásættanleg og við ætlum ekki að leyfa henni að viðgangast. Uppi á vegg hjá mér hangir gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins: Atvinna handa öllum. Það slagorð er ekki minnisvarði um liðna tíð heldur verkefni dagsins í dag og það er verkefni sem ég og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ ætlum að leysa. Suðurnesin eru eitt öflugasta atvinnusvæði landsins og hér eru tækifæri sem fá önnur svæði búa við. Við höfum víðáttumikil landsvæði sem bíða uppbyggingar, sterkt vinnuafl með reynslu og metnað, alþjóðaflugvöll sem tengir okkur beint við umheiminn og stórskipahöfn í Helguvík sem getur orðið lykill að nýjum störfum í útflutningi og verðmætasköpun. Þetta eru staðreyndir, þrátt fyrir að illa hafi tekist að markaðssetja þessi ótrúlegu tækifæri. Vandinn er ekki skortur á tækifærum heldur skortur á skýrri og ákveðinni forystu sem nýtir þau. Sveitarfélög sem ná árangri í atvinnumálum bíða ekki eftir því að „eitthvað gerist“. Þau sækja fyrirtækin, skapa umhverfi sem laðar að fjárfestingu og sýna í verki að atvinnulífið sé velkomið. Verði mér treyst til að leiða Reykjanesbæ sem bæjarstjóri mun ég vera bæjarstjóri sem gerir einmitt það. Bæjarstjóri sem sækir fyrirtækin, talar fyrir svæðinu af krafti og vinnur markvisst að því að gera Reykjanesbæ að besta stað landsins til að starfa, skapa og byggja upp. Við þurfum sveitarfélag sem skilur að störf verða ekki til af sjálfu sér og sveitarfélag sem vinnur með atvinnulífinu en ekki gegn því. Við þurfum að lækka skatta og gjöld, einfalda ferla, flýta ákvörðunum og senda skýr skilaboð: hér er pláss fyrir ykkur, hér er samstarfsvilji og hér er framtíðin hvergi bjartari. Við megum heldur ekki gleyma atvinnulífinu sem þegar er hér og heldur samfélaginu gangandi frá degi til dags. Þessi fyrirtæki hafa fjárfest í Reykjanesbæ, skapað störf og tekið áhættu. Þau eiga skilið að sveitarfélagið standi með þeim. Með stöðugleika, fyrirsjáanleika og góðu rekstrarumhverfi fá þau tækifæri til að stækka, ráða fleira fólk og verða áfram burðarás í uppbyggingu svæðisins. Peningar vaxa ekki á trjánum og Suðurnesjamenn vita að sterkt atvinnulíf er forsenda sterkrar grunnþjónustu sveitarfélaga. Án þess verður erfitt að stytta biðlista á leikskólum, efla grunnskólana og styrkja íþróttafélögin. Ef þessari þróun verður ekki snúið við blasir við vítahringur – lakari þjónusta, minni aðdráttarafl fyrir fjölskyldur og þar með minni tekjur til framtíðar. Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég býð mig fram. Mér er ekki sama. Mér er ekki sama hvað verður um sveitarfélagið mitt, hvar börnin mín alast upp og hvar við Silla munum eldast. Atvinna skapar sjálfstæði, reisn og öryggi. Hún skapar samfélag sem fólk vill vera hluti af. Nú vantar forystu sem trúir á svæðið og er tilbúin að berjast fyrir því. Atvinna handa öllum er ekki innantómt loforð. Það er markmið og það er markmið sem við munum ná með skýrri stefnu, sterkri forystu og óbilandi trú á Reykjanesbæ. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun