Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar 11. janúar 2026 21:30 Nokkur atriði gegn sameiningaráformum stjórnvalda Nú má finna í samráðsgátt stjórnvalda hugmyndir um að Kvikmyndasafn Íslands og Hljóðbókasafn Íslands verði innlimuð í Landsbókasafn Íslands. Hugmyndin er sögð sprottin upp úr meintum snertiflötum safnanna þriggja sem þegar betur er að gætt eru hverfandi litlir ef nokkrir. Látið er eins og söfnun menningararfs í skjóli skilaskyldu á útgefnum verkum eða skönnun og meðhöndlun stafrænna gagna sem báðar stofnanir sannarlega sjá um leiði til augljósra samlegðaráhrifa. Að öðru leiti er fullkomlega óljóst hver ávinningur sameiningarinnar eigi að verða. Ekki virðist fyrirliggjandi skilningur á því að skilaskyldan sem um ræðir er á ólíku sviði og skönnun kvikmynda annars vegar og skönnun pappírsgagna hins vegar á nákvæmlega ekkert sameiginlegt. Efniseiginleiki umrædds safnkosts er í eðli sínu ólíkur, pappír versus filma, og tæki, tól og þekking til verksins gjörólík. Ég hef verið starfsmaður Kvikmyndasafns Íslands í 26 ár og tjái mig hér um málið því til varnar. Á þessum tíma hefur reglulega komið fram krafan um sameiningu safnsins við einhverja aðra ríkisstofnun undir því fororði að dýrt sé að halda úti of mörgum litlum stofnunum en sem betur fer hefur ekki orðið af því. Mér er til efs að einingin Kvikmyndasafn Íslands verði rekin fyrir minna fé en nú er gert og vil benda á að ekki skyldi vanmeta til tekna drifkraft starfsmanna safnsins sem allir finna til ábyrgðar við að draga klárinn áfram í frjársveltri en sjálfstæðri stofnun. Safnið, stofnað 1978, var tímabundið rekið sem undirstofnun þáverandi Kvikmyndasjóðs Íslands (1986 - 2001) en öðlaðist sjálfstæði á ný árið 2001 þegar íslenska ríkið aðskildi safn og sjóð með nýjum kvikmyndalögum nr. 137/21. Það sama ár voru sett fyrstu lögin um safnastarf í landinu þar sem hugmyndin um þrjú höfuðsöfn var kynnt til leiks; Þjóðminjasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands og Listasafn Íslands skyldu vera leiðandi hvert á sínu sviði. Tilgangurinn var að hvetja söfnin til fagmennsku og að skipuleggja safnastarf í landinu. Öll söfn landsins önnur en bókasöfn skyldu þannig flokkuð undir þessa rískiptingu og starfsemi Kvikmyndasafnsins þótti passa best með Þjóðminjasafninu og öðrum minjasöfnum. Næsti möguleiki hefði verið að flokkast með listasöfnum landsins. Safnalögin hafa verið endurnýjuð nr. 141/2011 og söfn landsins verið hvött til að öðlast viðurkenningu safnaráðs (stefnumarkandi eftirlitsstofnun ríkisins) en sú viðurkenning gefur söfnunum möguleika á því að sækja styrki til afmarkaðra verkefna í safnasjóð. Það hefur Kvikmyndasafnið gert, notið góðs af uppbyggilegu aðhaldi og haft ágætis heimtur úr safnasjóði. Það kemur því einkennilega fyrir sjónir hversu hugmyndin um sameiningu við Landsbókasafn er í hróplegu ósamræmi við uppbyggingu safnastarfs í landinu. Þess má geta að bókasöfn starfa ekki eftir safnalögum heldur bókasafnslögum. Ef af fyrirhugaðri sameiningu verður þarf að breyta lagaumhverfi Kvikmyndasafnsins og væntanlega svifta það áður nefndri viðurkenningu og þar með möguleikanum á að sækjast eftir styrkjum frá safnasjóði sem á undanförnum árum hafa haft úrslitaþýðingu í rekstrinum. Sérstaða Kvikmyndasafns Íslands er söfnun og varðveisla frumgagna. Safnið er í eðli sínu varðveislusafn meðan bæði Landsbókasafn og Hljóðbókasafn eru útlánsstofnanir að mestu eða öllu leiti. Áherslan hjá Kvikmyndasafninu er á söfnun frummynda íslenskra kvikmynda og þann safnkost er hvergi annars staðar að finna í heiminum. Þess verður reglulega vart að ýmsir telji sig varðveita kvikmyndir af því þeir hafi komist yfir afrit af einstaka kvikmynd. Það er ekki varðveisla heldur bara það að hafa undir höndum afrit svipað eins og öll bókasöfn landsins hafa afrit af hinum ýmsu bókum sem gefnar eru út á hverjum tíma. Í tilfelli kvikmyndanna er grundvallar atriði til langtímavarðveislu að passa upp á frummyndir þeirra, sem sýningareintök eru gerð eftir til að mæta tíðum tæknibreytingum við gerð og sýningu kvikmynda. Þetta var nokkuð augljóst þegar kvikmyndir voru á hliðrænu formi því endurprentanir eftir filmu eða teipi voru alltaf lélegri en frummyndin. Og vert að benda á að ekki væri hægt að gera upp og bjóða sýningar t.d. á vinsælustu kvikmyndum íslenskrar kvikmyndasögu svo sem Nýtt líf eða Með allt á hreinu ef eingöngu væru til afrit þeirra mynda á vhs sem á sínum tíma var dreift um allar jarðir. Til endurgerðanna eru frummyndirnar notaðar, skannaðar og endur upp unnar. Þetta er dýrt ferli sem væri óhugsandi ef frummyndanna nyti ekki við. Það sama er uppi á teningnum í tilfelli stafrænna kvikmynda. Frumgögn þeirra eru geysi umfangsmikil og ekki á færi hvers sem er að hýsa. Stafræn tækni er enn í hraðri þróun og ekki sér fyrir endann á. Vandræði kvikmyndarinnar eru alltaf þau að innihaldið er háð flutningsmiðli sínum sem er aldrei sá sami frá einum tíma til annars. Þess vegna þurfa starfsmenn safnsins að búa yfir mjög sérhæfðri tæknilegri þekkingu til að styðja við kvikmyndagreinina og fólkið sem þar starfar. Það er ólíku saman að jafna hvernig svona sérhæfð starfsemi eins og fer fram á Kvikmyndasafninu getur byggst upp ef hún fær að starfa á eigin forsendum en þegar bera þarf allar ákvarðanir stórar og smáar undir stjórnendur yfirstofnana þar sem aðal áherslur eru á annan safnkost en kvikmyndir. Auðvelt er að gera sér í hugarlund hvernig barist verður um hverja krónu sem til yfirsafnsins, Landsbókasafns, verður veitt. Þá óttast ég að málefni Kvikmyndasafnsins verði undir enda báðar stofnanir fjársveltar eins og stjórnvöldum er kunnugt um og lesa má út úr þeim skjölum hraðgreiningar um samlegðaráhrif safnanna þriggja hvers starfsmönnum var gert að gera í nóvember síðast liðinn. Því miður gefa fordæmin fyrirheit um að safn sem eru innlimað með þessum hætti verði hornreka innan yfirstofnunarinnar og læt ég mér nægja að benda á nýlegt dæmi þar sem Tónlistarsafni Íslands var komið fyrir í Landsbókasafni, er þar í einu herbergi án starfsmanna. Sjálfsagt er að hafa eftirlit með ríkisstofnunum og hvetja þær til samvinnu og samnýtingar tækja og tóla eftir því sem við á. Kvikmyndasafn Íslands á reyndar í talsverðu samstarfi við aðrar ríkisstofnanir svo sem Ríkisútvarpið, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Þjóðminjasafnið og hin ýmsu listasöfn svo eitthvað sé nefnt og allt án þess að nauðsynlegt hafi verið að sameina stofnanirnar sem það á þó meira sameiginlegt með en Landsbókasafninu. Það sem myndi verulega styðja við þessar þessar stofnanir og margar aðrar væri ef stjórnvöld næðu að koma hugmyndinni um gagnaver ríkisins í framkvæmd enda löngu tímabært og stofnanirnar fengju þar inni með sín stafrænu gögn. Kvikmyndasafn Íslands er byggt upp eftir hugmyndafræði kvikmyndasafna á alheimsvísu og hefur verið aðili að regnhlífarsamtökum þeirra, Fiaf, frá stofnun. Þannig hefur verið stuðst við sérþekkingu á sviði kvikmyndavarðveisu frá fyrstu tíð og aldrei kvikað frá. Þróun safnsins og uppbygging hefur gengið hægar fyrir sig en forstöðumenn þess á hverjum tíma hafa viljað en þar vegur þyngst að safnið hefur alla tíð búið við manneklu og viðvarandi fjárskort. Þrátt fyrir það hefur tekist að búa safnkostinum góða varðveislu í viðunandi húsnæði og geymslum sem því hæfir. Tekist hefur að skrá allan safnkostinn amk. fyrstu skráningu, eignast 5K skanna sem er í fremstu röð. Endurgera og forverja kvikmyndir. Halda úti kvikmyndasýningum bæði á jörðu og í netheimum. Stunda rannsóknir og miðla þeim og svona mætti lengi telja. Það skýtur því skökku við að ráðamenn stökkvi til og kippi fótunum undan stofnunni með hugmyndum um að loka hana af undir merkjum annarra fremur en að sjá sóma sinn í að viðurkenna og hampa því sem vel er gert. Jafnvel með örlítið hækkuðu framlagi til rekstrarins svo góð stofnun geti orðið enn betri. Í lokin vil ég árétta að niðurrif er fljótlegra en uppbygging og ekki verður séð hvernig sameining margra fjársveltra stofnana með gjörólíka starfsemi verði einhverju til góðs. Tilgangurinn er óljós og þar til hann liggur fyrir er betur heima setið en stað af stað farið. Höfundur er verkefnastjóri varðveislu á Kvikmyndasafni Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Nokkur atriði gegn sameiningaráformum stjórnvalda Nú má finna í samráðsgátt stjórnvalda hugmyndir um að Kvikmyndasafn Íslands og Hljóðbókasafn Íslands verði innlimuð í Landsbókasafn Íslands. Hugmyndin er sögð sprottin upp úr meintum snertiflötum safnanna þriggja sem þegar betur er að gætt eru hverfandi litlir ef nokkrir. Látið er eins og söfnun menningararfs í skjóli skilaskyldu á útgefnum verkum eða skönnun og meðhöndlun stafrænna gagna sem báðar stofnanir sannarlega sjá um leiði til augljósra samlegðaráhrifa. Að öðru leiti er fullkomlega óljóst hver ávinningur sameiningarinnar eigi að verða. Ekki virðist fyrirliggjandi skilningur á því að skilaskyldan sem um ræðir er á ólíku sviði og skönnun kvikmynda annars vegar og skönnun pappírsgagna hins vegar á nákvæmlega ekkert sameiginlegt. Efniseiginleiki umrædds safnkosts er í eðli sínu ólíkur, pappír versus filma, og tæki, tól og þekking til verksins gjörólík. Ég hef verið starfsmaður Kvikmyndasafns Íslands í 26 ár og tjái mig hér um málið því til varnar. Á þessum tíma hefur reglulega komið fram krafan um sameiningu safnsins við einhverja aðra ríkisstofnun undir því fororði að dýrt sé að halda úti of mörgum litlum stofnunum en sem betur fer hefur ekki orðið af því. Mér er til efs að einingin Kvikmyndasafn Íslands verði rekin fyrir minna fé en nú er gert og vil benda á að ekki skyldi vanmeta til tekna drifkraft starfsmanna safnsins sem allir finna til ábyrgðar við að draga klárinn áfram í frjársveltri en sjálfstæðri stofnun. Safnið, stofnað 1978, var tímabundið rekið sem undirstofnun þáverandi Kvikmyndasjóðs Íslands (1986 - 2001) en öðlaðist sjálfstæði á ný árið 2001 þegar íslenska ríkið aðskildi safn og sjóð með nýjum kvikmyndalögum nr. 137/21. Það sama ár voru sett fyrstu lögin um safnastarf í landinu þar sem hugmyndin um þrjú höfuðsöfn var kynnt til leiks; Þjóðminjasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands og Listasafn Íslands skyldu vera leiðandi hvert á sínu sviði. Tilgangurinn var að hvetja söfnin til fagmennsku og að skipuleggja safnastarf í landinu. Öll söfn landsins önnur en bókasöfn skyldu þannig flokkuð undir þessa rískiptingu og starfsemi Kvikmyndasafnsins þótti passa best með Þjóðminjasafninu og öðrum minjasöfnum. Næsti möguleiki hefði verið að flokkast með listasöfnum landsins. Safnalögin hafa verið endurnýjuð nr. 141/2011 og söfn landsins verið hvött til að öðlast viðurkenningu safnaráðs (stefnumarkandi eftirlitsstofnun ríkisins) en sú viðurkenning gefur söfnunum möguleika á því að sækja styrki til afmarkaðra verkefna í safnasjóð. Það hefur Kvikmyndasafnið gert, notið góðs af uppbyggilegu aðhaldi og haft ágætis heimtur úr safnasjóði. Það kemur því einkennilega fyrir sjónir hversu hugmyndin um sameiningu við Landsbókasafn er í hróplegu ósamræmi við uppbyggingu safnastarfs í landinu. Þess má geta að bókasöfn starfa ekki eftir safnalögum heldur bókasafnslögum. Ef af fyrirhugaðri sameiningu verður þarf að breyta lagaumhverfi Kvikmyndasafnsins og væntanlega svifta það áður nefndri viðurkenningu og þar með möguleikanum á að sækjast eftir styrkjum frá safnasjóði sem á undanförnum árum hafa haft úrslitaþýðingu í rekstrinum. Sérstaða Kvikmyndasafns Íslands er söfnun og varðveisla frumgagna. Safnið er í eðli sínu varðveislusafn meðan bæði Landsbókasafn og Hljóðbókasafn eru útlánsstofnanir að mestu eða öllu leiti. Áherslan hjá Kvikmyndasafninu er á söfnun frummynda íslenskra kvikmynda og þann safnkost er hvergi annars staðar að finna í heiminum. Þess verður reglulega vart að ýmsir telji sig varðveita kvikmyndir af því þeir hafi komist yfir afrit af einstaka kvikmynd. Það er ekki varðveisla heldur bara það að hafa undir höndum afrit svipað eins og öll bókasöfn landsins hafa afrit af hinum ýmsu bókum sem gefnar eru út á hverjum tíma. Í tilfelli kvikmyndanna er grundvallar atriði til langtímavarðveislu að passa upp á frummyndir þeirra, sem sýningareintök eru gerð eftir til að mæta tíðum tæknibreytingum við gerð og sýningu kvikmynda. Þetta var nokkuð augljóst þegar kvikmyndir voru á hliðrænu formi því endurprentanir eftir filmu eða teipi voru alltaf lélegri en frummyndin. Og vert að benda á að ekki væri hægt að gera upp og bjóða sýningar t.d. á vinsælustu kvikmyndum íslenskrar kvikmyndasögu svo sem Nýtt líf eða Með allt á hreinu ef eingöngu væru til afrit þeirra mynda á vhs sem á sínum tíma var dreift um allar jarðir. Til endurgerðanna eru frummyndirnar notaðar, skannaðar og endur upp unnar. Þetta er dýrt ferli sem væri óhugsandi ef frummyndanna nyti ekki við. Það sama er uppi á teningnum í tilfelli stafrænna kvikmynda. Frumgögn þeirra eru geysi umfangsmikil og ekki á færi hvers sem er að hýsa. Stafræn tækni er enn í hraðri þróun og ekki sér fyrir endann á. Vandræði kvikmyndarinnar eru alltaf þau að innihaldið er háð flutningsmiðli sínum sem er aldrei sá sami frá einum tíma til annars. Þess vegna þurfa starfsmenn safnsins að búa yfir mjög sérhæfðri tæknilegri þekkingu til að styðja við kvikmyndagreinina og fólkið sem þar starfar. Það er ólíku saman að jafna hvernig svona sérhæfð starfsemi eins og fer fram á Kvikmyndasafninu getur byggst upp ef hún fær að starfa á eigin forsendum en þegar bera þarf allar ákvarðanir stórar og smáar undir stjórnendur yfirstofnana þar sem aðal áherslur eru á annan safnkost en kvikmyndir. Auðvelt er að gera sér í hugarlund hvernig barist verður um hverja krónu sem til yfirsafnsins, Landsbókasafns, verður veitt. Þá óttast ég að málefni Kvikmyndasafnsins verði undir enda báðar stofnanir fjársveltar eins og stjórnvöldum er kunnugt um og lesa má út úr þeim skjölum hraðgreiningar um samlegðaráhrif safnanna þriggja hvers starfsmönnum var gert að gera í nóvember síðast liðinn. Því miður gefa fordæmin fyrirheit um að safn sem eru innlimað með þessum hætti verði hornreka innan yfirstofnunarinnar og læt ég mér nægja að benda á nýlegt dæmi þar sem Tónlistarsafni Íslands var komið fyrir í Landsbókasafni, er þar í einu herbergi án starfsmanna. Sjálfsagt er að hafa eftirlit með ríkisstofnunum og hvetja þær til samvinnu og samnýtingar tækja og tóla eftir því sem við á. Kvikmyndasafn Íslands á reyndar í talsverðu samstarfi við aðrar ríkisstofnanir svo sem Ríkisútvarpið, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Þjóðminjasafnið og hin ýmsu listasöfn svo eitthvað sé nefnt og allt án þess að nauðsynlegt hafi verið að sameina stofnanirnar sem það á þó meira sameiginlegt með en Landsbókasafninu. Það sem myndi verulega styðja við þessar þessar stofnanir og margar aðrar væri ef stjórnvöld næðu að koma hugmyndinni um gagnaver ríkisins í framkvæmd enda löngu tímabært og stofnanirnar fengju þar inni með sín stafrænu gögn. Kvikmyndasafn Íslands er byggt upp eftir hugmyndafræði kvikmyndasafna á alheimsvísu og hefur verið aðili að regnhlífarsamtökum þeirra, Fiaf, frá stofnun. Þannig hefur verið stuðst við sérþekkingu á sviði kvikmyndavarðveisu frá fyrstu tíð og aldrei kvikað frá. Þróun safnsins og uppbygging hefur gengið hægar fyrir sig en forstöðumenn þess á hverjum tíma hafa viljað en þar vegur þyngst að safnið hefur alla tíð búið við manneklu og viðvarandi fjárskort. Þrátt fyrir það hefur tekist að búa safnkostinum góða varðveislu í viðunandi húsnæði og geymslum sem því hæfir. Tekist hefur að skrá allan safnkostinn amk. fyrstu skráningu, eignast 5K skanna sem er í fremstu röð. Endurgera og forverja kvikmyndir. Halda úti kvikmyndasýningum bæði á jörðu og í netheimum. Stunda rannsóknir og miðla þeim og svona mætti lengi telja. Það skýtur því skökku við að ráðamenn stökkvi til og kippi fótunum undan stofnunni með hugmyndum um að loka hana af undir merkjum annarra fremur en að sjá sóma sinn í að viðurkenna og hampa því sem vel er gert. Jafnvel með örlítið hækkuðu framlagi til rekstrarins svo góð stofnun geti orðið enn betri. Í lokin vil ég árétta að niðurrif er fljótlegra en uppbygging og ekki verður séð hvernig sameining margra fjársveltra stofnana með gjörólíka starfsemi verði einhverju til góðs. Tilgangurinn er óljós og þar til hann liggur fyrir er betur heima setið en stað af stað farið. Höfundur er verkefnastjóri varðveislu á Kvikmyndasafni Íslands
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar