Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar 12. janúar 2026 08:17 Í umræðunni um áhuga Bandaríkjamanna á Grænlandi hefur ráðamönnum hvaðanæva að verið tíðrætt um nauðsyn og rétt þjóða til að verja lýðræðið, menningu, tungu og gildi sín. Réttur þjóða til að standa vörð um það sem mótar samfélag þeirra er í þessu samhengi talinn ótvíræður en svo gjarnan dregin í efa á öðrum sviðum samfélagsumræðunnar. Undanfarna tvo áratugi hefur straumur hælisleitenda legið til Evrópu, bæði vegna stríðs og efnahagslegra aðstæðna í heimalandi þeirra. Bættur efnahagur og alþjóðleg flutningskerfi hafa gert mörgum kleift að leggja land undir fót og greiða fyrir ferð til Evrópu, samhliða hefur jafnframt orðið til umfangsmikill iðnaður í kringum fólksflutninga. Í upphafi opnaði Evrópa landamæri sín að stórum hluta og ríki á borð við Þýskaland og Svíþjóð lýstu yfir vilja til að taka við miklum fjölda fólks. Á skömmum tíma varð þó ljóst að verkefnið var mun flóknara og erfiðara en gert var ráð fyrir og mörg ríki gripu til þess ráðs að herða reglur og jafnvel loka landamærum sínum. Fjöldi þeirra sem vildu setjast að í vestrænum ríkjum reyndist margfalt meiri en samfélögin réðu við án verulegra áhrifa á innviði og samfélagsgerð. Í upphafi voru til að mynda bæði Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, æðstu ráðamenn Þýskalands og Frakklands, jákvæð gagnvart fjölmenningarstefnu. Þegar í ljós komu margvísleg vandamál í sambúð hluta hælisleitenda og innfæddra breyttist orðræða þeirra aftur á móti hratt. Árið 2010 sagði Merkel t.a.m. að hugmyndin um að fólk úr ólíkum menningarheimum gæti búið hlið við hlið án sameiginlegra viðmiða hefði ekki gengið upp. Hælisleitendur þyrftu að leggja meira af mörkum til að aðlagast þýsku samfélagi, meðal annars með því að læra tungumálið. Sarkozy sagði árið 2011 að fjölmenning hefði mistekist í Frakklandi, að of mikil áhersla hefði verið lögð á að varðveita menningarlega sérstöðu hælisleitenda og of lítil áhersla hefði verið lögð á sameiginleg gildi frönsku þjóðarinnar. Reynsla þessara ríkja af móttöku flóttafólks á umliðnum árum hefur vafalaust styrkt bæði Merkel og Sarkozy í afstöðu sinni. Leiðtogar margra Evrópuríkja hafa áttað sig á því að það að blanda saman mjög ólíkum menningar-, pólitískum og trúarlegum samfélögum er erfitt, kostnaðarsamt og tímafrekt ef það er yfirhöfuð mögulegt án alvarlegrar samfélagslegrar spennu. Þegar grunnþættir samfélaga eru mjög ólíkir, svo sem saga, lýðræði, menning, tunga og gildi, þarf skýra stefnu og raunverulegar kröfur til að hælisleitendur geti aðlagast innfæddum, sérstaklega þegar fjöldinn er mikill og hlutfallslega margir þeirra með mikla áfallasögu. Í mörgum upprunaríkjum hælisleitenda eru mannréttindi, jafnrétti kynja og minnihlutahópa og réttarríkið ekki virt með sama hætti og á Vesturlöndum. Þetta eru staðreyndir sem ekki er hægt að horfa fram hjá þegar hælisleitendur koma að samfélögum sem byggja á allt öðrum gildum. Þá er stærsti hluti hælisleitenda ungir karlmenn en þeir eru almennt útsettari en aðrir fyrir andfélagslegri hegðun og ofbeldi og því hlutfallslega meiri erfiðleikar sem fylgja flutningi þeirra en annarra. Þetta er lýðfræðilegt mynstur sem er vel þekkt í rannsóknum á aldri, kyni og áhættuhegðun og felur hvorki í sér alhæfingu um einstaklinga né siðferðisdóm. Ísland er lítið samfélag með fámenna tungu og takmarkaða innviði. Þótt ástandið hér sé ekki sambærilegt því sem sést hefur annars staðar í Evrópu eru fordæmin til staðar og gefa tilefni til varfærni. Viðvörunarbjöllur hringja ekki vegna ótta, heldur vegna reynslu. Í þessum málaflokki verðum við að þora að ræða Ísland framtíðarinnar; hvaða gildi viljum við verja, hvernig viljum við að samfélagið þróist og hvernig tryggjum við að íslensk tunga og menning haldi áfram að lifa? Þetta eru spurningar sem okkur ber skylda til að svara. Margar þjóðir forðuðust þær of lengi. Ég veit að við höfum bæði tækifæri og hugrekki til að gera betur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í umræðunni um áhuga Bandaríkjamanna á Grænlandi hefur ráðamönnum hvaðanæva að verið tíðrætt um nauðsyn og rétt þjóða til að verja lýðræðið, menningu, tungu og gildi sín. Réttur þjóða til að standa vörð um það sem mótar samfélag þeirra er í þessu samhengi talinn ótvíræður en svo gjarnan dregin í efa á öðrum sviðum samfélagsumræðunnar. Undanfarna tvo áratugi hefur straumur hælisleitenda legið til Evrópu, bæði vegna stríðs og efnahagslegra aðstæðna í heimalandi þeirra. Bættur efnahagur og alþjóðleg flutningskerfi hafa gert mörgum kleift að leggja land undir fót og greiða fyrir ferð til Evrópu, samhliða hefur jafnframt orðið til umfangsmikill iðnaður í kringum fólksflutninga. Í upphafi opnaði Evrópa landamæri sín að stórum hluta og ríki á borð við Þýskaland og Svíþjóð lýstu yfir vilja til að taka við miklum fjölda fólks. Á skömmum tíma varð þó ljóst að verkefnið var mun flóknara og erfiðara en gert var ráð fyrir og mörg ríki gripu til þess ráðs að herða reglur og jafnvel loka landamærum sínum. Fjöldi þeirra sem vildu setjast að í vestrænum ríkjum reyndist margfalt meiri en samfélögin réðu við án verulegra áhrifa á innviði og samfélagsgerð. Í upphafi voru til að mynda bæði Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, æðstu ráðamenn Þýskalands og Frakklands, jákvæð gagnvart fjölmenningarstefnu. Þegar í ljós komu margvísleg vandamál í sambúð hluta hælisleitenda og innfæddra breyttist orðræða þeirra aftur á móti hratt. Árið 2010 sagði Merkel t.a.m. að hugmyndin um að fólk úr ólíkum menningarheimum gæti búið hlið við hlið án sameiginlegra viðmiða hefði ekki gengið upp. Hælisleitendur þyrftu að leggja meira af mörkum til að aðlagast þýsku samfélagi, meðal annars með því að læra tungumálið. Sarkozy sagði árið 2011 að fjölmenning hefði mistekist í Frakklandi, að of mikil áhersla hefði verið lögð á að varðveita menningarlega sérstöðu hælisleitenda og of lítil áhersla hefði verið lögð á sameiginleg gildi frönsku þjóðarinnar. Reynsla þessara ríkja af móttöku flóttafólks á umliðnum árum hefur vafalaust styrkt bæði Merkel og Sarkozy í afstöðu sinni. Leiðtogar margra Evrópuríkja hafa áttað sig á því að það að blanda saman mjög ólíkum menningar-, pólitískum og trúarlegum samfélögum er erfitt, kostnaðarsamt og tímafrekt ef það er yfirhöfuð mögulegt án alvarlegrar samfélagslegrar spennu. Þegar grunnþættir samfélaga eru mjög ólíkir, svo sem saga, lýðræði, menning, tunga og gildi, þarf skýra stefnu og raunverulegar kröfur til að hælisleitendur geti aðlagast innfæddum, sérstaklega þegar fjöldinn er mikill og hlutfallslega margir þeirra með mikla áfallasögu. Í mörgum upprunaríkjum hælisleitenda eru mannréttindi, jafnrétti kynja og minnihlutahópa og réttarríkið ekki virt með sama hætti og á Vesturlöndum. Þetta eru staðreyndir sem ekki er hægt að horfa fram hjá þegar hælisleitendur koma að samfélögum sem byggja á allt öðrum gildum. Þá er stærsti hluti hælisleitenda ungir karlmenn en þeir eru almennt útsettari en aðrir fyrir andfélagslegri hegðun og ofbeldi og því hlutfallslega meiri erfiðleikar sem fylgja flutningi þeirra en annarra. Þetta er lýðfræðilegt mynstur sem er vel þekkt í rannsóknum á aldri, kyni og áhættuhegðun og felur hvorki í sér alhæfingu um einstaklinga né siðferðisdóm. Ísland er lítið samfélag með fámenna tungu og takmarkaða innviði. Þótt ástandið hér sé ekki sambærilegt því sem sést hefur annars staðar í Evrópu eru fordæmin til staðar og gefa tilefni til varfærni. Viðvörunarbjöllur hringja ekki vegna ótta, heldur vegna reynslu. Í þessum málaflokki verðum við að þora að ræða Ísland framtíðarinnar; hvaða gildi viljum við verja, hvernig viljum við að samfélagið þróist og hvernig tryggjum við að íslensk tunga og menning haldi áfram að lifa? Þetta eru spurningar sem okkur ber skylda til að svara. Margar þjóðir forðuðust þær of lengi. Ég veit að við höfum bæði tækifæri og hugrekki til að gera betur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun