Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 13. janúar 2026 20:28 Ábyrgð liggur EKKI í orðaskaki heldur í gjörðum. Sama gildir um vald. Á endanum ræður almenningur. Fjölmiðlar lifa á athygli, trausti og stuðningi lesenda og auglýsenda. Þegar miðill birtir eða ver niðrandi ummæli um konur eða karla, þá er það meðvitað val — og val hefur afleiðingar. Þegar aðrir fjölmiðlar endurbirta eða verja sömu niðrandi ummæli gildir það sama. Enginn er skuldbundinn til að styðja þá fjölmiðla sem gera lítilsvirðingu að afþreyingu. Lesendur geta dregið mörk með því að hafna slíku efni, hætta áskriftum, beina viðskiptum sínum til annarra, en auglýsenda slíks fjölmiðils og beina heldur athygli sinni og stuðningi frekar að miðlum sem sýna virðingu og fagmennsku. Þetta snýst ekki um að þagga niður í fólki, heldur um að VELJA af ábyrgð hvað við styðjum. Umræða án virðingar er ekki frjáls umræða — hún er merki um ábyrgðarleysi. Ef við viljum betri opinbera umræðu, þá verðum við að umbuna þeim sem standa sig betur og hafna þeim sem gera það ekki. Við ölum siðfræðinginn ekki upp með vandlætingu og hneykslun einni saman. Það verkefni átti að eiga sér stað í foreldrahúsum — en þar virðist eitthvað hafa brugðist. Þegar grunn-uppeldi skortir, lendir ábyrgðin síðar annars staðar og í þessu tilfelli hjá konum. Í reynd hafa svokölluð „siðfræðingsvandamál“ verið lögð á herðar góðhjartaðra og þolinmóðra kvenna frá örófi alda. Þessi vandamál velkjast á milli hugrakkra og bjartsýnna kvenna, sem taka við hver af annarri í þeirri trú að þeim takist það sem öðrum tókst ekki. Þær leggja sig allar fram um að draga úr skaða, leiðrétta hegðun og halda utan um menn sem aldrei lærðu mörkin. Þetta er gert í kyrrþey, af ábyrgð og samvisku — en án þess að ábyrgðin sé þeirra að bera. Það er hvorki sanngjarnt né sjálfsagt. Umrætt siðfræðingsvandamál er samt ekki vandamál kvenna. Þetta er afleiðing uppeldisbrests — og ábyrgð samfélagsins að bregðast við honum. Þar bera fjölmiðlar sérstaka skyldu, því þeir velja hverjir fá skjáinn og hverjir vaða þar á súðum. Allir karlmenn á Íslandi ættu að spyrja sig einnar einfaldar spurningar:Mynduð þið líða slík ummæli um eigin móður?Svarið er augljóst. Sýnið í verki að ykkur þyki vænt um konur.Strákar — í alvöru. Í raun er það almenn samstaða — yfirveguð og skýr — sem ein getur hjálpað til við að leysa þetta sérstaka siðfræðingsvandamál. Engin ein kona, sama hversu sterk eða hæf hún er, á að bera þessa byrði. Aðgát. Siðfræðingurinn er nýlega fráskilinn. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgð liggur EKKI í orðaskaki heldur í gjörðum. Sama gildir um vald. Á endanum ræður almenningur. Fjölmiðlar lifa á athygli, trausti og stuðningi lesenda og auglýsenda. Þegar miðill birtir eða ver niðrandi ummæli um konur eða karla, þá er það meðvitað val — og val hefur afleiðingar. Þegar aðrir fjölmiðlar endurbirta eða verja sömu niðrandi ummæli gildir það sama. Enginn er skuldbundinn til að styðja þá fjölmiðla sem gera lítilsvirðingu að afþreyingu. Lesendur geta dregið mörk með því að hafna slíku efni, hætta áskriftum, beina viðskiptum sínum til annarra, en auglýsenda slíks fjölmiðils og beina heldur athygli sinni og stuðningi frekar að miðlum sem sýna virðingu og fagmennsku. Þetta snýst ekki um að þagga niður í fólki, heldur um að VELJA af ábyrgð hvað við styðjum. Umræða án virðingar er ekki frjáls umræða — hún er merki um ábyrgðarleysi. Ef við viljum betri opinbera umræðu, þá verðum við að umbuna þeim sem standa sig betur og hafna þeim sem gera það ekki. Við ölum siðfræðinginn ekki upp með vandlætingu og hneykslun einni saman. Það verkefni átti að eiga sér stað í foreldrahúsum — en þar virðist eitthvað hafa brugðist. Þegar grunn-uppeldi skortir, lendir ábyrgðin síðar annars staðar og í þessu tilfelli hjá konum. Í reynd hafa svokölluð „siðfræðingsvandamál“ verið lögð á herðar góðhjartaðra og þolinmóðra kvenna frá örófi alda. Þessi vandamál velkjast á milli hugrakkra og bjartsýnna kvenna, sem taka við hver af annarri í þeirri trú að þeim takist það sem öðrum tókst ekki. Þær leggja sig allar fram um að draga úr skaða, leiðrétta hegðun og halda utan um menn sem aldrei lærðu mörkin. Þetta er gert í kyrrþey, af ábyrgð og samvisku — en án þess að ábyrgðin sé þeirra að bera. Það er hvorki sanngjarnt né sjálfsagt. Umrætt siðfræðingsvandamál er samt ekki vandamál kvenna. Þetta er afleiðing uppeldisbrests — og ábyrgð samfélagsins að bregðast við honum. Þar bera fjölmiðlar sérstaka skyldu, því þeir velja hverjir fá skjáinn og hverjir vaða þar á súðum. Allir karlmenn á Íslandi ættu að spyrja sig einnar einfaldar spurningar:Mynduð þið líða slík ummæli um eigin móður?Svarið er augljóst. Sýnið í verki að ykkur þyki vænt um konur.Strákar — í alvöru. Í raun er það almenn samstaða — yfirveguð og skýr — sem ein getur hjálpað til við að leysa þetta sérstaka siðfræðingsvandamál. Engin ein kona, sama hversu sterk eða hæf hún er, á að bera þessa byrði. Aðgát. Siðfræðingurinn er nýlega fráskilinn. Höfundur er leikkona.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun