Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar 16. janúar 2026 08:00 Ég styð Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur í 2. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna þess að hún stendur fyrir jöfnuð, mannréttindi og þá yfirvegun, þrautseigju og vinnusemi sem samfélag á breytingatímum þarfnast. Við þurfum kjörna fulltrúa sem vinna að jöfnuði. Í garðinum fyrir utan gluggann minn hefur regnbogafáni blakt á sinni stöng síðan í sumar og í hvert skipti sem ég sé hann skynja ég hann sem yfirlýsingu um mannréttindi og að hér sé rými til að vera. Á síðustu vikum hefur fáninn tvisvar verið eyðilagður. Eyðilegging fánans er ekki tilviljun. Hún er skýr skilaboð, jafnvel þótt þau séu send án orða og ef til vill ekki af einlægu hatri. Hvernig tekið er á móti skilaboðunum er hinsvegar óútreiknanlegt og getur verið lífshættulegt. Það er verið að sá í jarðveg með þeirri von að þyrnar vaxi. Öll munu skera sig á þeim. Ég velti fyrir mér hvað geri þetta mögulegt. Hvaða línur séu að færast til, hvaða leyfi hafa verið gefin fyrir þeirri beinskeyttu ógn sem býr í aðgerðinni. Sem hinsegin manneskja er ég hugsi yfir því hvert samfélagið stefnir. Misskipting og fátækt skapa jarðveg fyrir einfaldar skýringar og harðar lausnir sem yfirleitt takmarka réttindi jaðarsettra hópa og tala fyrir einsleitni og ímynduðu normi sem gjarnan er sótt í túlkanir á liðnum tímum, yfirleitt af einstaklingum í forréttindastöðu. Réttindi hinsegin fólks eru ekki einangruð né án tengsla. Þau fara hönd í hönd við kvenréttindi, inngildingu, aðgengi að menningu og félagslegt réttlæti. Að vinna að þessum málum snýst ekki aðeins um yfirlýsingar heldur um vinnu sem hefur bein áhrif á líf borgarbúa. Ég styð Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur vegna þess að hún hefur helgað störf sín þessari tegund vinnu. Hún var framkvæmdastjóri UN Women, talskona Stígamóta og í dag starfar hún sem ráðgjafi í stefnumótun og samkiptum fyrir ríki, sveitarfélög og fyrirtæki. Hún hefur sýn og reynslu, vinnubrögð hennar einkennast af áræðni, húmor og hlýju. Steinunni þekki ég af verkum hennar, af samvinnu og sem vin. Steinunn hlustar og hefur opið viðhorf en sterkar skoðanir. Reykjavík er borg í stöðugri mótun. Hún er bæði hið byggða og hið upplifaða rými sem við hrærumst í og mótar okkur. Borg verður aldrei tilbúin. En ákvarðanir og forsendur þeirra sem taka þær núna munu hafa áhrif langt fram í tímann. Það þarf að horfast í augu við þau mál sem ekki hafa gengið vel og það þarf skýr markmið og getu til að vinna að þeim. Til þess þarf fólk sem skilur samfélag og mannlíf, getur tekist á við togstreitu og stuðlað að samvinnu. Með allt þetta í huga tel ég þörf á Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur í borgarstjórn Reykjavíkur og hvet þau sem taka þátt í forvali Samfylkingarinnar 24. janúar til að veita henni stuðning sinn í 2. sæti. Höfundur er myndlistarmaður og deildarforseti Myndlistardeildar Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég styð Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur í 2. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna þess að hún stendur fyrir jöfnuð, mannréttindi og þá yfirvegun, þrautseigju og vinnusemi sem samfélag á breytingatímum þarfnast. Við þurfum kjörna fulltrúa sem vinna að jöfnuði. Í garðinum fyrir utan gluggann minn hefur regnbogafáni blakt á sinni stöng síðan í sumar og í hvert skipti sem ég sé hann skynja ég hann sem yfirlýsingu um mannréttindi og að hér sé rými til að vera. Á síðustu vikum hefur fáninn tvisvar verið eyðilagður. Eyðilegging fánans er ekki tilviljun. Hún er skýr skilaboð, jafnvel þótt þau séu send án orða og ef til vill ekki af einlægu hatri. Hvernig tekið er á móti skilaboðunum er hinsvegar óútreiknanlegt og getur verið lífshættulegt. Það er verið að sá í jarðveg með þeirri von að þyrnar vaxi. Öll munu skera sig á þeim. Ég velti fyrir mér hvað geri þetta mögulegt. Hvaða línur séu að færast til, hvaða leyfi hafa verið gefin fyrir þeirri beinskeyttu ógn sem býr í aðgerðinni. Sem hinsegin manneskja er ég hugsi yfir því hvert samfélagið stefnir. Misskipting og fátækt skapa jarðveg fyrir einfaldar skýringar og harðar lausnir sem yfirleitt takmarka réttindi jaðarsettra hópa og tala fyrir einsleitni og ímynduðu normi sem gjarnan er sótt í túlkanir á liðnum tímum, yfirleitt af einstaklingum í forréttindastöðu. Réttindi hinsegin fólks eru ekki einangruð né án tengsla. Þau fara hönd í hönd við kvenréttindi, inngildingu, aðgengi að menningu og félagslegt réttlæti. Að vinna að þessum málum snýst ekki aðeins um yfirlýsingar heldur um vinnu sem hefur bein áhrif á líf borgarbúa. Ég styð Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur vegna þess að hún hefur helgað störf sín þessari tegund vinnu. Hún var framkvæmdastjóri UN Women, talskona Stígamóta og í dag starfar hún sem ráðgjafi í stefnumótun og samkiptum fyrir ríki, sveitarfélög og fyrirtæki. Hún hefur sýn og reynslu, vinnubrögð hennar einkennast af áræðni, húmor og hlýju. Steinunni þekki ég af verkum hennar, af samvinnu og sem vin. Steinunn hlustar og hefur opið viðhorf en sterkar skoðanir. Reykjavík er borg í stöðugri mótun. Hún er bæði hið byggða og hið upplifaða rými sem við hrærumst í og mótar okkur. Borg verður aldrei tilbúin. En ákvarðanir og forsendur þeirra sem taka þær núna munu hafa áhrif langt fram í tímann. Það þarf að horfast í augu við þau mál sem ekki hafa gengið vel og það þarf skýr markmið og getu til að vinna að þeim. Til þess þarf fólk sem skilur samfélag og mannlíf, getur tekist á við togstreitu og stuðlað að samvinnu. Með allt þetta í huga tel ég þörf á Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur í borgarstjórn Reykjavíkur og hvet þau sem taka þátt í forvali Samfylkingarinnar 24. janúar til að veita henni stuðning sinn í 2. sæti. Höfundur er myndlistarmaður og deildarforseti Myndlistardeildar Listaháskóla Íslands.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun