Innlent

Keyrði á móti um­ferð á Reykja­nes­braut

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Vegfarandi náði myndbandi af bílnum á röngum vegarhelming.
Vegfarandi náði myndbandi af bílnum á röngum vegarhelming.

Fólksbíl var keyrt á móti umferð á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík nú á níunda tímanum í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð jafnframt árekstur á brautinni í morgun þar sem rúta ók utan í fólksbíl og keyrði síðan af vettvangi.

Vísi barst ábendingu um bílinn í morgun, að honum væri ekið á móti umferð á akreinum í átt að Reykjavík. Á myndbandinu virðist bíllinn hafa verið stöðvaður og hafa viðvörunarljós á honum verið kveikt. Svo virðist vera sem um óviljaverk hafi verið að ræða.

Þá varð jafnframt annað atvik á Reykjanesbraut í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst lögreglu ábending um árekstur klukkan 7:22 í morgun. Þar var rútu ekið utan í fólksbíl og keyrði ökumaður rútunnar á brott og í átt að Keflavík. Var fólksbílnum ekið á nærliggjandi bílastæði Hótel Valla.

Var lögreglan á Suðurnesjum látin vita af málinu. Mun lögregla sitja fyrir rútunni og ræða við ökumann vegna málsins.

Klippa: Bíl ekið á móti umferð á Reykjanesbraut

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×