Lífið

Íþróttapar keypti ein­býlis­hús í Hafnar­firði á 162 milljónir

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Jónína Þórdís og Viktor Karl hafa verið saman síðan 2017 og hafa nú keypt sér glæsilegt einbýlishús í Hafnarfirðinum.
Jónína Þórdís og Viktor Karl hafa verið saman síðan 2017 og hafa nú keypt sér glæsilegt einbýlishús í Hafnarfirðinum.

Jónína Þórdís Karlsdóttir, körfuboltakona hjá Ármanni og lögfræðingur Húseigendafélagsins, og Viktor Karl Einarsson, knattspyrnumaður hjá Breiðabliki og eigandi Zantino Suits, keyptu 243 fermetra einbýlishús við Sléttahraun 14 í Hafnarfirði. Ásett verð var 169,9 milljónir en þau keyptu það á 161,5 milljónir króna.

Húsið var byggt árið 1960, er þriggja hæða og skiptist í aðalhæð, efri hæð, bílskúr og tveggja herbergja aukaíbúð. Einnig er útgeymsla sem liggur að hlið bílskúrsins og stór, gróðursamur og skjólsæll garður.

Svefnherbergin eru þrjú talsins og parket á gólfum allra herbergja. Opið er á milli stofu og eldhúss, stór eyja tengir þau saman og er viðhaldsfrítt parket í báðum rýmum. Útgengt er frá stofunni á rúmgóðar og fallegar svalir sem snúa í suður.

Aðkoman að húsinu er hellulögð með snjóbræðslukerfi og fylgdi með hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl. Terrazzo-flísar eru á gólfi forstofunnar, gestasalernisins, borðstofunnar og bílskúrsins sem er einnig nýttur sem þvottahús. Á neðstu hæðinni er björt aukaíbúð með gluggum á fjóra vegu og sérinngangi. Garðurinn er gróðursamur og skjólsæll og er þar að finna rólu, rennibraut og barnahús.

Fyrirliði Ármanns og miðjumaestró í Breiðablik

Viktor Karl og Jónína Þórdís hafa verið saman síðan 2017 og trúlofuðu sig í júní 2024. Þau stofnuðu saman fatamerkið Bökk árið 2019 en það virðist ekki lengur starfandi miðað við heimasíðuna.

Viktor Karl Einarsson ólst upp hjá Breiðablik, fór sextán ára út í atvinnumennsku til unglingaliðs AZ Alkmaar í Hollandi og þaðan í sænska liðið IFK Värnamo en sneri aftur í Breiðablik 2018. Hann hefur verið einn öflugasti miðjumaður Bestu deildarinnar síðan þá og tvívegis orðið Íslandsmeistari með liðinu. Hann stofnaði jakkafatamerkið Zantino Suits fyrir nokkrum árum.

Jónína Þór­dís Karls­dóttir endur­vakti kvenna­lið Ár­manns í körfu­bolta fyrir fimm árum síðan, er fyrirliði liðsins og hjálpaði því að tryggja sér sæti í efstu deild í fyrra. Hún lék í kvikmyndunum Hjartasteini (2016) og Mentor (2020). Jónína er lögfræðimenntuð, aflaði sér lögmannsréttinda á síðasta ári og starfar sem lögfræðingur Húseigendafélagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.