Lífið

Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Auðunn Lúthersson segir íbúðina henta vel til kaffidrykkju, tónsmíða og sundferða.
Auðunn Lúthersson segir íbúðina henta vel til kaffidrykkju, tónsmíða og sundferða. Vísir/Samsett

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur undir listamannanafninu Auður, hefur sett fallega íbúð sína í austurbænum á sölu. Um er að ræða miðbæjarperlu sem Auðunn segist meyr að skilja við.

Íbúðin er á fyrstu hæð fjölbýlishúss við Leifsgötu 10 í austurbæ Reykjavíkur. Hún er 53,4 fermetrar að stærð, með tveimur rúmgóðum og björtum herbergjum, einu baðherbergi og nýlega innréttuðu baðherbergi. Gólfið er parketlagt. Hún er auglýst á 54.900.000 krónur.

„Þarna er gott að drekka kaffi, semja lög og rölta svo yfir í Sundhöllina. Ég á stórkostlegar minningar úr íbúðinni og skila íbúðinni út í kosmósinn með þakklæti að leiðarljósi,“ segir Auðunn um íbúðina.

Stofan er björt og rúmgóð.Pálsson
Gengt er úr stofunni í svefnherbergið.Pálsson
Eldhúsið er nýlega innréttað og með innbyggðri uppþvottavél.Pálsson
Séð úr eldhúsinu og fram á gang.Pálsson
Svefnherbergið er plássmikið.Pálsson
Stofan til vinstri og svefnherbergið til hægri.Pálsson
Forstofan og inngangur.Pálsson
Íbúðin er frábærlega staðsett í miðbænum.Pálsson
Staðsetningin er ekki af verri kantinum.Pálsson
Íbúðin er á fyrstu hæð.Pálsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.