Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 22. janúar 2026 15:02 Tólf ár eru liðin frá því ég tók þátt í mínu fyrsta prófkjöri og ég er enn eini nýi ungi borgarfulltrúinn sem hefur verið kjörinn í sögu Samfylkingarinnar í Reykjavík. 5 kosningar, 5 prófkjör, bara ég. Það eru heil 5 ár frá því ég hætti í borgarstjórn. Mig langar ekki til að vera lengur ein í þessum klúbbi. Þess vegna styð ég ungu frambjóðendurna í prófkjöri Samfylkingarinnar, Bjarnveigu Birtu Bjarnadóttur sem sækist eftir 3. sæti og Stein Olav Romslo sem sækist eftir 4. sæti. Ég þekki af eigin raun hversu mikilvægt það er að ungt jafnaðarfólk fái raunverulegt tækifæri til áhrifa. Þegar ég var kjörin borgarfulltrúi 2014 fyrir Samfylkinguna var ég eina unga í hópnum og ég var ennþá yngst fjórum árum seinna. Það skiptir raunverulegu máli að ungt fólk hafi rödd í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ungt fólk er oftast hópurinn sem er enn að borga niður húsnæðislánið sitt eða jafnvel ennþá að reyna að kaupa fyrstu eign. Ungt fólk er oftast hópurinn sem er ennþá með börn á biðlista eftir leikskólaplássi og hópurinn sem hvað mest myndi græða á því að þurfa ekki að keyra bíl í borg þar sem raunverulegt frelsi er til að velja sinn eigin samgöngumáta, t.d. borgarlínu. Rödd ungs jafnaðarfólks á ekki að vera undantekningin eins og ég var heldur sjálfsagður hluti af kjörnum fulltrúum Samfylkingarinnar. Birta og Stein hlutu skýrt og lýðræðislegt umboð í ungliðaprófkjöri Hallveigar í desember, þar sem kjörsókn var afar góð. UJ hefur talað, við eigum að hlusta á þau. Svo völdu þau líka svo góða frambjóðendur, Birtu og Stein. Birta og Stein eru ólík að upplagi en einmitt þess vegna ná þau til breiðs hóps kjósenda. Birta, þriggja barna móðir, uppalin í Breiðholti og búsett í Grafarvoginum, þekkir af eigin raun áskoranir barnafjölskyldna í Reykjavík. Reynslan hennar úr rekstri og stjórnun er einmitt það sem Samfylkingin þarf til að tryggja ábyrgan og skýran rekstur borgarinnar og sterkari úthverfi. Stein færir með sér dýrmæta reynslu úr skólakerfinu sem kennari og hefur starfað ötullega í grasrót Samfylkingarinnar. Borgarfulltrúi með beina reynslu af gólfinu í skólum borgarinnar eru ómetanlegir þegar teknar eru stórar ákvarðanir. Áherslur Stein á vellíðan barna með aukinni stoðþjónustu þegar kemur að sálfræðiþjónustu og íslenskukennslu fyrir aðflutt börn eru jafnaðarstefnan í verki. Við stöndum á tímamótum. Enginn nýr ungliði hefur verið kosinn í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna síðan 2014. Það er ekki ásættanlegt. Birta og Stein sameina reynslu og ferska sýn, rótgróna jafnaðarstefnu og bjarta framtíð fyrir bæði Samfylkinguna og Reykjavík. Ég veit hversu mikið það skiptir máli að fá tækifærið, þess vegna hvet ég félagsfólk Samfylkingarinnar til að veita þeim það traust sem þau eiga skilið. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi og eini ungi nýliðinn sem hefur verið kosinn í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Tólf ár eru liðin frá því ég tók þátt í mínu fyrsta prófkjöri og ég er enn eini nýi ungi borgarfulltrúinn sem hefur verið kjörinn í sögu Samfylkingarinnar í Reykjavík. 5 kosningar, 5 prófkjör, bara ég. Það eru heil 5 ár frá því ég hætti í borgarstjórn. Mig langar ekki til að vera lengur ein í þessum klúbbi. Þess vegna styð ég ungu frambjóðendurna í prófkjöri Samfylkingarinnar, Bjarnveigu Birtu Bjarnadóttur sem sækist eftir 3. sæti og Stein Olav Romslo sem sækist eftir 4. sæti. Ég þekki af eigin raun hversu mikilvægt það er að ungt jafnaðarfólk fái raunverulegt tækifæri til áhrifa. Þegar ég var kjörin borgarfulltrúi 2014 fyrir Samfylkinguna var ég eina unga í hópnum og ég var ennþá yngst fjórum árum seinna. Það skiptir raunverulegu máli að ungt fólk hafi rödd í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ungt fólk er oftast hópurinn sem er enn að borga niður húsnæðislánið sitt eða jafnvel ennþá að reyna að kaupa fyrstu eign. Ungt fólk er oftast hópurinn sem er ennþá með börn á biðlista eftir leikskólaplássi og hópurinn sem hvað mest myndi græða á því að þurfa ekki að keyra bíl í borg þar sem raunverulegt frelsi er til að velja sinn eigin samgöngumáta, t.d. borgarlínu. Rödd ungs jafnaðarfólks á ekki að vera undantekningin eins og ég var heldur sjálfsagður hluti af kjörnum fulltrúum Samfylkingarinnar. Birta og Stein hlutu skýrt og lýðræðislegt umboð í ungliðaprófkjöri Hallveigar í desember, þar sem kjörsókn var afar góð. UJ hefur talað, við eigum að hlusta á þau. Svo völdu þau líka svo góða frambjóðendur, Birtu og Stein. Birta og Stein eru ólík að upplagi en einmitt þess vegna ná þau til breiðs hóps kjósenda. Birta, þriggja barna móðir, uppalin í Breiðholti og búsett í Grafarvoginum, þekkir af eigin raun áskoranir barnafjölskyldna í Reykjavík. Reynslan hennar úr rekstri og stjórnun er einmitt það sem Samfylkingin þarf til að tryggja ábyrgan og skýran rekstur borgarinnar og sterkari úthverfi. Stein færir með sér dýrmæta reynslu úr skólakerfinu sem kennari og hefur starfað ötullega í grasrót Samfylkingarinnar. Borgarfulltrúi með beina reynslu af gólfinu í skólum borgarinnar eru ómetanlegir þegar teknar eru stórar ákvarðanir. Áherslur Stein á vellíðan barna með aukinni stoðþjónustu þegar kemur að sálfræðiþjónustu og íslenskukennslu fyrir aðflutt börn eru jafnaðarstefnan í verki. Við stöndum á tímamótum. Enginn nýr ungliði hefur verið kosinn í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna síðan 2014. Það er ekki ásættanlegt. Birta og Stein sameina reynslu og ferska sýn, rótgróna jafnaðarstefnu og bjarta framtíð fyrir bæði Samfylkinguna og Reykjavík. Ég veit hversu mikið það skiptir máli að fá tækifærið, þess vegna hvet ég félagsfólk Samfylkingarinnar til að veita þeim það traust sem þau eiga skilið. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi og eini ungi nýliðinn sem hefur verið kosinn í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar