Lífið

Tinna Hrafns og Sveinn selja Laugarásveginn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Tinna og Sveinn eru að selja á Laugarásveginum.
Tinna og Sveinn eru að selja á Laugarásveginum.

Tinna Hrafnsdóttir, leikkona og leikstjóri, og Sveinn Geirsson, leikari og tónlistarmaður, hafa sett íbúð sína að Laugarásvegi 47 á sölu. Íbúðin er 102 fermetrar og ásett verð hennar er 99,8 milljónir króna.

Íbúðin er fimm herbergja á annarri hæð hússins, sem var byggt 1959, með útsýni yfir Laugardal og með svölum til suðvesturs. Sérinngangur er að íbúðinni á norðausturhlið hússins og er gengið í gegnum garðinn sem fylgir íbúðinni.

Þrjár íbúðir eru í húsinu.
Stofan og borðstofan eru í einu rými.

Anddyrið er með flísum á gólfi, opnu fatahengi og stiga upp í íbúðina með nýlegu kókosteppi. Stofan og borðstofan mynda opið rými með viðarparketi á gólfi og gluggum til austurs og suðurs. Rúmgott eldhús opið við stofuna með viðarparketi, innréttingu með skápaplássi, opnum hillum, eyju og gluggum til norðausturs.

Eldhúsið er ansi flott með svartri innréttingu.

Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni, baðkari með sturtuaðstöðu og glugga með opnanlegu fagi. Þvottahús innan íbúðar, við hlið baðherbergis, með rými fyrir þvottavél og þurrkara.

Garðinum hefur verið skipt upp og er hver íbúð með sinn hluta til afnota og er geymsluskúr í garðinum. Fyrir framan húsið er bílastæði sem íbúðin nýtir.

Lesa má nánar um íbúðina á fasteignavef Vísis.

Húsið séð frá garðinum.
Svalir með góðu útsýni.
Útsýnið frá svölunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.