Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar 25. janúar 2026 08:00 Það er gleðiefni að sjá grein frá Hafró hér á Vísi sem svar við skrifum mínum. Það er ekki oft sem stofnunin bregst opinberlega við gagnrýni. Og, gagnrýninni er ekki lokið. Í svari Hafró segir: ... „Þá eru engar beinar vísbendingar um að loðna sé ofveidd við Ísland.“ Hugtakið, ofveiði misvísandi. Loðnustofninn hefur verið friðaður, í 4 af síðustu 8 árum. Það má skilgreina ofveiði á ýmsan máta. En í mínum bókum er fiskistofn sem ekki þolir neina veiði þ.s. nýliðun hans, stendur ekki undir neinum veiðum; ofveiddur. Skiptir einu þó talið sé að enn sé til hrygningarstofn sem geti gefið af sér stórann árgang, ef allar aðstæður eru hagstæðar. Hér er verið leika sér að eldinum. Loðnustofninn er mun minni í dag en hann var áratugum saman; áratugi þegar botnfiskveiði var allt að helmingi meiri en í dag og að öllum líkindum hægt að stunda hóflegar loðnuveiðar. Ekki moka henni upp eins gert var og er; allt að 1,5 milljón tonna, eins og um takmarkalausa auðlind sé að ræða. Útreikningur sem ekki gengur upp . Staðreyndin er sú, að það er aldrei hægt að vita með vissu hversu stór fiskistofn er, hvað þá loðnustofn. Hafró: “ Aflareglan í loðnu byggir meðal annars á líkani þar sem afrán þorsks, ufsa og ýsu er metið miðað við stofnstærð og dreifingu þeirra stofna, en gengið er út frá því að samanlagt afrán annarra lífvera sé fast á milli ára.” Hér gefur Hafró sér að stofnunin geti reiknað út hvað lífríkið þarf af loðnu, sem er gjörsamlega ómögulegt. Viskerfið er miklu flóknara en það, auk þess sem eingöngu er reiknað með örfáum tegundum sem eiga mikið undir loðnunni. Þá er alveg skautað fram hjá hversu loðnan leggur mikið til vistkerfisins í heild, með orkuflutningum sínum. Þátt hennar í viðhaldi og uppbyggingu kerfisins. Allt lífið í hafinu á rætur sínar að rekja til lífsins sem verður til í efstu lögum þess. Öflugur loðnustofn er lykilatriði í að viðhalda heilbrigðu vistkerfi. Það er bara ekki í mannlegu valdi, amk enn, að ætla sér að skammta lífríki hafsins hvað það þarf að þessari mikilvægustu fiskitegund (fæðu) við landið. Það stækkar ekkert sem af er tekið…. Nema gatið. Ég hef áður nefnt, að við höfum veitt um 30-35 milljónir tonna af loðnu og fryst yfir 240 þúsund tonn af loðnuhrognum. Þetta er ekkert smá magn. Miðað við að sleppa öllum margföldunaráhrifum og reikna með þessu magni í einni hrygningargöngu. Væru þetta að lágmarki yfir 250.000.000 – tvöhundruðogfimmtíumilljón tonn af fullorðni loðnu. Set þetta fram til að ítreka um hversu gífurlegt magn er verið að taka úr vistkerfinu. Hafró: “... Helstu niðurstöður okkar í þessari samantekt eru, líkt og margir hafa bent á áður, að veiðar á loðnu hafa ekki haft afgerandi áhrif á þróun þorskstofna í N-Atlantshafi, heldur eru það, stífar veiðar eða ofveiði .” Þetta stingur aðeins í með þorskinn; “ stífar veiðar eða ofveiði”. Það hefur verið farið eftir ráðgjöf Hafró undantekningalaust í aldarfjórðung. Á sama tíma hafa þá 25 nýir árgangar þorsks orðið til. Þrátt fyrir það hefur ekkert gengið að auka afraksturgetu þorskstofnsins. Afhverju? Hefur ráðgjöfin verið röng ? Hversu lengi á að halda áfram á sömu braut, nota sömu aðferðir, sömu kenningar sem ekki hafa skilað viðunandi árangri? Stofninn er fjarri því að vera “heilbrigður”. Nýliðun er minni en áður, kynþroska hefur seinkað. Hlutfall 7 ára þorsks sem er kynþroska hefur farið úr 50% í 30%, bein afleiðing hægari þroska. Þetta þýðir að nýliðun bæði seinkar og minnkar. Fiskurinn er léttari en áður og fæðumagn í mögum er minna. Þetta eru allt vísbendingar um að stofninn er ekki á “réttri” leið og jafn heilbrigður og fyrr. En heilbrigði er ekkert síður mikilvægt fyrir þorsk sem aðrar lífverur. Til dæmis verður náttúrulegur dauði meiri en ella og heilbrigður stofn er grundvöllur góðrar nýliðunnar. Ný rannsókn – Stórfrétt ? Á árunum 1991-1993 hrundu stofnar loðnu og þorsks algjörlega við Labrador/Nýfundnaland. Einhver mikil breyting gekk yfir vistkerfið á örskömmum tíma. Áður höfðu mest verið veidd 810 þús tonn af þorski og um 260 þús tonn af loðnu á ári. Árið 1991 hrundi þorskafli í22 þús tonn en loðnuafli var aldrei meiri; 264 þús tonn. Ári seinna, 1992, var afli þorsks aðeins 9 þús tonn og loðnu 62 þús tonn, árinu seinna (1993), hrundi loðnustofninn alveg. Mjög illa hefur gengið að ná að byggja upp stofnana, þorskstofninn er nú talinn um 20-30% af fyrri stærð og loðnustofninn aðeins brot af þeim milljónum tonna sem hann var. Þetta hrun hefur orðið til þess, að umrædd fiskimið hafa verið vísindamönnum mikið rannsóknarefni. Ástæður hrunsins eru einkum taldar: 1. Umhverfisbreytingar, einkum á kólnun sjávar. Það leiddi til þess að nýliðun loðnunnar misfórst algerlega. 2. Ofveiði. Þorskstofninn hafði verið ofveiddur árum eða áratugum saman. 3. Á nákvæmlega sama tíma og loðnustofninn barðist við umhverfisáhrifin þá var veiðin sem mest. Afleiðingarnar þær að hrygningarstofninn var nánast veiddur upp. Í desember á s.l. ári voru birtar niðurstöður úr því sem sumir sérfræðingar kalla; lykilrannsókn í sjávarlíffræði til að skilja samspil/dýnamíkina milli loðnu og þorsks í N-Atlantshafi. Rannsóknin byggir á notkun á mjög þekktri og háþróaðri líkanagerð á raunvísindasviðinu: EDM, Empirical Dynamic Modelling. Aðferð sem hefur sannað notagildi sitt í rannsóknum á veður- og vistkerfum. Í þessari rannsókn voru skoðaðir 12 umhverfis og visfræðilegir þættir sem hafa áhrif á báða fiskistofnana. Ljósi var varpað á flókin mynstur í vistkerfinu á milli fiskistofna, loftags, hitastigs ofl. Líkanið er byggt upp á ýmsum tölulegum upplýsingum, sem unnar eru fyrirliggjandi gögnum sem ná langt aftur í tímann. Þannig „lærir“ líkanið af sögunni (reynslunni) og getur reiknað fremur en spáð fyrir um hvernig vistkerfið, einkum loðna og þorskur, muni bregðast við mismunandi umhverfisbeytingum. Þá var samspil milli ránfiska( eins og þorsks) og bráðar ( eins og loðnu) rannsaakað. Rannsóknin er rýnd og útgefin á nokkrum virtum vísindamiðlum. (Link á rannsóknina má finna neðst.) Niðurstöður úr þessari rannsókn ættu að vera okkur mjög áhugaverðar. Þær eru m.a. þessar: a. Lífmassi þorsks eykst með meiri lífmassa loðnu. Loðna og þorskur eiga að mestu leyti sameiginlega loftslags- og vistfræðilega drifkrafta og þessir drifkraftar hafa tilhneigingu til að verka saman. Á íslensku: því meiri loðna því meiri b. Þorskur. Tengslin milli þorsks og loðnu, endurspegla að framboð loðnu hefur mikil áhrif á ástand, vöxt og æxlunargetu þorsks.( loðna eykur vöxt æxlunarfæra þorsks). c. Heilbrigði vistkerfisins ræðst af framboði bráðar en ekki afræninga(ránfiska/dýra). Eitthvað sem mikil umræða hefur alltaf verið um; hvort stjórnar bráðin eða rándýrið stofnstærðinni. Þannig stýrir framboð loðnu stærð þorskstofnsins, sem ekki verður byggður upp án nægs framboð loðnu. Höfundur er útgerðartæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri. Rannsókn: Identifying and assessing nonlinear drivers of capelin and Atlantic cod population dynamics using empirical dynamic modelling (EDM) scenario exploration | PLOS One Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það er gleðiefni að sjá grein frá Hafró hér á Vísi sem svar við skrifum mínum. Það er ekki oft sem stofnunin bregst opinberlega við gagnrýni. Og, gagnrýninni er ekki lokið. Í svari Hafró segir: ... „Þá eru engar beinar vísbendingar um að loðna sé ofveidd við Ísland.“ Hugtakið, ofveiði misvísandi. Loðnustofninn hefur verið friðaður, í 4 af síðustu 8 árum. Það má skilgreina ofveiði á ýmsan máta. En í mínum bókum er fiskistofn sem ekki þolir neina veiði þ.s. nýliðun hans, stendur ekki undir neinum veiðum; ofveiddur. Skiptir einu þó talið sé að enn sé til hrygningarstofn sem geti gefið af sér stórann árgang, ef allar aðstæður eru hagstæðar. Hér er verið leika sér að eldinum. Loðnustofninn er mun minni í dag en hann var áratugum saman; áratugi þegar botnfiskveiði var allt að helmingi meiri en í dag og að öllum líkindum hægt að stunda hóflegar loðnuveiðar. Ekki moka henni upp eins gert var og er; allt að 1,5 milljón tonna, eins og um takmarkalausa auðlind sé að ræða. Útreikningur sem ekki gengur upp . Staðreyndin er sú, að það er aldrei hægt að vita með vissu hversu stór fiskistofn er, hvað þá loðnustofn. Hafró: “ Aflareglan í loðnu byggir meðal annars á líkani þar sem afrán þorsks, ufsa og ýsu er metið miðað við stofnstærð og dreifingu þeirra stofna, en gengið er út frá því að samanlagt afrán annarra lífvera sé fast á milli ára.” Hér gefur Hafró sér að stofnunin geti reiknað út hvað lífríkið þarf af loðnu, sem er gjörsamlega ómögulegt. Viskerfið er miklu flóknara en það, auk þess sem eingöngu er reiknað með örfáum tegundum sem eiga mikið undir loðnunni. Þá er alveg skautað fram hjá hversu loðnan leggur mikið til vistkerfisins í heild, með orkuflutningum sínum. Þátt hennar í viðhaldi og uppbyggingu kerfisins. Allt lífið í hafinu á rætur sínar að rekja til lífsins sem verður til í efstu lögum þess. Öflugur loðnustofn er lykilatriði í að viðhalda heilbrigðu vistkerfi. Það er bara ekki í mannlegu valdi, amk enn, að ætla sér að skammta lífríki hafsins hvað það þarf að þessari mikilvægustu fiskitegund (fæðu) við landið. Það stækkar ekkert sem af er tekið…. Nema gatið. Ég hef áður nefnt, að við höfum veitt um 30-35 milljónir tonna af loðnu og fryst yfir 240 þúsund tonn af loðnuhrognum. Þetta er ekkert smá magn. Miðað við að sleppa öllum margföldunaráhrifum og reikna með þessu magni í einni hrygningargöngu. Væru þetta að lágmarki yfir 250.000.000 – tvöhundruðogfimmtíumilljón tonn af fullorðni loðnu. Set þetta fram til að ítreka um hversu gífurlegt magn er verið að taka úr vistkerfinu. Hafró: “... Helstu niðurstöður okkar í þessari samantekt eru, líkt og margir hafa bent á áður, að veiðar á loðnu hafa ekki haft afgerandi áhrif á þróun þorskstofna í N-Atlantshafi, heldur eru það, stífar veiðar eða ofveiði .” Þetta stingur aðeins í með þorskinn; “ stífar veiðar eða ofveiði”. Það hefur verið farið eftir ráðgjöf Hafró undantekningalaust í aldarfjórðung. Á sama tíma hafa þá 25 nýir árgangar þorsks orðið til. Þrátt fyrir það hefur ekkert gengið að auka afraksturgetu þorskstofnsins. Afhverju? Hefur ráðgjöfin verið röng ? Hversu lengi á að halda áfram á sömu braut, nota sömu aðferðir, sömu kenningar sem ekki hafa skilað viðunandi árangri? Stofninn er fjarri því að vera “heilbrigður”. Nýliðun er minni en áður, kynþroska hefur seinkað. Hlutfall 7 ára þorsks sem er kynþroska hefur farið úr 50% í 30%, bein afleiðing hægari þroska. Þetta þýðir að nýliðun bæði seinkar og minnkar. Fiskurinn er léttari en áður og fæðumagn í mögum er minna. Þetta eru allt vísbendingar um að stofninn er ekki á “réttri” leið og jafn heilbrigður og fyrr. En heilbrigði er ekkert síður mikilvægt fyrir þorsk sem aðrar lífverur. Til dæmis verður náttúrulegur dauði meiri en ella og heilbrigður stofn er grundvöllur góðrar nýliðunnar. Ný rannsókn – Stórfrétt ? Á árunum 1991-1993 hrundu stofnar loðnu og þorsks algjörlega við Labrador/Nýfundnaland. Einhver mikil breyting gekk yfir vistkerfið á örskömmum tíma. Áður höfðu mest verið veidd 810 þús tonn af þorski og um 260 þús tonn af loðnu á ári. Árið 1991 hrundi þorskafli í22 þús tonn en loðnuafli var aldrei meiri; 264 þús tonn. Ári seinna, 1992, var afli þorsks aðeins 9 þús tonn og loðnu 62 þús tonn, árinu seinna (1993), hrundi loðnustofninn alveg. Mjög illa hefur gengið að ná að byggja upp stofnana, þorskstofninn er nú talinn um 20-30% af fyrri stærð og loðnustofninn aðeins brot af þeim milljónum tonna sem hann var. Þetta hrun hefur orðið til þess, að umrædd fiskimið hafa verið vísindamönnum mikið rannsóknarefni. Ástæður hrunsins eru einkum taldar: 1. Umhverfisbreytingar, einkum á kólnun sjávar. Það leiddi til þess að nýliðun loðnunnar misfórst algerlega. 2. Ofveiði. Þorskstofninn hafði verið ofveiddur árum eða áratugum saman. 3. Á nákvæmlega sama tíma og loðnustofninn barðist við umhverfisáhrifin þá var veiðin sem mest. Afleiðingarnar þær að hrygningarstofninn var nánast veiddur upp. Í desember á s.l. ári voru birtar niðurstöður úr því sem sumir sérfræðingar kalla; lykilrannsókn í sjávarlíffræði til að skilja samspil/dýnamíkina milli loðnu og þorsks í N-Atlantshafi. Rannsóknin byggir á notkun á mjög þekktri og háþróaðri líkanagerð á raunvísindasviðinu: EDM, Empirical Dynamic Modelling. Aðferð sem hefur sannað notagildi sitt í rannsóknum á veður- og vistkerfum. Í þessari rannsókn voru skoðaðir 12 umhverfis og visfræðilegir þættir sem hafa áhrif á báða fiskistofnana. Ljósi var varpað á flókin mynstur í vistkerfinu á milli fiskistofna, loftags, hitastigs ofl. Líkanið er byggt upp á ýmsum tölulegum upplýsingum, sem unnar eru fyrirliggjandi gögnum sem ná langt aftur í tímann. Þannig „lærir“ líkanið af sögunni (reynslunni) og getur reiknað fremur en spáð fyrir um hvernig vistkerfið, einkum loðna og þorskur, muni bregðast við mismunandi umhverfisbeytingum. Þá var samspil milli ránfiska( eins og þorsks) og bráðar ( eins og loðnu) rannsaakað. Rannsóknin er rýnd og útgefin á nokkrum virtum vísindamiðlum. (Link á rannsóknina má finna neðst.) Niðurstöður úr þessari rannsókn ættu að vera okkur mjög áhugaverðar. Þær eru m.a. þessar: a. Lífmassi þorsks eykst með meiri lífmassa loðnu. Loðna og þorskur eiga að mestu leyti sameiginlega loftslags- og vistfræðilega drifkrafta og þessir drifkraftar hafa tilhneigingu til að verka saman. Á íslensku: því meiri loðna því meiri b. Þorskur. Tengslin milli þorsks og loðnu, endurspegla að framboð loðnu hefur mikil áhrif á ástand, vöxt og æxlunargetu þorsks.( loðna eykur vöxt æxlunarfæra þorsks). c. Heilbrigði vistkerfisins ræðst af framboði bráðar en ekki afræninga(ránfiska/dýra). Eitthvað sem mikil umræða hefur alltaf verið um; hvort stjórnar bráðin eða rándýrið stofnstærðinni. Þannig stýrir framboð loðnu stærð þorskstofnsins, sem ekki verður byggður upp án nægs framboð loðnu. Höfundur er útgerðartæknir, fyrrverandi sjómaður og framleiðslustjóri. Rannsókn: Identifying and assessing nonlinear drivers of capelin and Atlantic cod population dynamics using empirical dynamic modelling (EDM) scenario exploration | PLOS One
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar