Erlent

Annar maður skotinn af ICE

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota.
Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota. AP/Alex Kormann

Annar maður hefur verið skotinn af fulltrúum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minnesota. Nokkrar vikur eru síðan fulltrúi ICE skaut konu til bana.

Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, greinir frá á samfélagsmiðlinum X.

„Ég var að tala við Hvíta húsið eftir aðra hræðilega skotárás af hendi fulltrúa alríkisyfirvalda í morgun. Minnesota hefur fengið nóg. Þetta er hræðilegt,“ skrifar Walz.

Sex vikur eru síðan fulltrúar ICE tóku til starfa í Minnesota-fylki með það að markmiði að handtaka alla glæpamenn og ólöglega innflytjendur. Þann 7. janúar var hin 37 ára gamla Renee Good var skotin til bana af fulltrúum ICE.

Í kjölfar morðsins hefur mikill fjöldi mótmælt í Minnesota. Í gær voru tugir handteknir fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu á meðan mótmælunum stóð.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×