Segir Trump ekki reiðan Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2026 17:40 Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjaforseta hafa ruglast þegar hann kallaði Grænland Ísland, þó nokkrum sinnum á tveimur dögum í síðustu viku. AP/J. Scott Applewhite Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sé ekki reiður Íslandi. Trump talaði nokkrum sinnum í síðustu viku, á tveimur mismunandi dögum, um Ísland. Í einu tilfelli talaði hann um að vegna Íslands væri öðrum leiðtogum í Atlantshafsbandalaginu illa við sig og að Ísland hefði leitt til lækkana á mörkuðum vestanhafs. Á fundi utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar í dag spurði þingmaðurinn Tim Kaine Rubio hvort Trump hefði ekki örugglega verið að ruglast á Íslandi og Grænlandi eða hvort Bandaríkin væru núna reið Íslandi. Rubio sagði það rétt að Trump hefði ruglast. Hann hafi ætlað að segja Grænland og sagði Rubio einnig að allir væru kunnugir því að forsetar rugluðust og sumir gerðu það meira en Trump. Var hann þar að vísa í Joe Biden. KAINE: The president repeatedly mistook Iceland for Greenland, right? We're not mad at Iceland, correct?RUBIO: Yeah, he meant to say Greenland, but I think we're all familiar with presidents who have verbal stumbles. Some made a lot more than this oneKAINE: Nice try pic.twitter.com/EFHzAgD0wM— Aaron Rupar (@atrupar) January 28, 2026 Ummæli Rubios eru þvert á orð Karoline Leavitt, talskonu Trumps, sem hafði áður haldið því fram að Trump hafi í rauninni ekki verið að kalla Grænland Ísland, heldur hafi hann verið að kalla Grænland Ís-land. Sjá einnig: Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Á fundinum var Rubio einnig spurður út í viðhorf ríkisstjórnarinnar til NATO og það hvort hann tryði því enn að það væri í hag Bandaríkjanna að vera aðilar að bandalaginu. Ráðherrann svaraði á þann veg að endurhugsa þurfi NATO. Margir forsetar fyrir utan Trump hefðu kvartað yfir bandalaginu en Trump væri eingöngu sá háværasti. Sjá einnig: Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Rubio sagði önnur ríki NATO þurfa að gera meira og hafa meiri hernaðargetu og þetta snerist ekki eingöngu um peninga. „Þetta eru auðug ríki og vegna verndar NATO hafa þau haft ráðrúm til að verja fúlgum fjár í velferðarkerfi sín en ekki varnarmál. Nú mun það kannski byrja að breytast.“ Ruio sagðist hafa fulla trú á því að þessu væri sýndur ákveðinn skilningur innan NATO og að Bandaríkin hefðu í önnur horn að líta en til Evrópu. Hann sagði þó einnig að svo virtist sem að nokkur ríki NATO í Evrópu væru ekki tilbúin til að standa sína plikt. Á „góðum stað“ með Grænland Þegar kemur að Grænlandi og hótunum ríkisstjórnarinnar í garð Grænlendinga, Dana og bandamanna þeirra á undanförnum vikum og mánuðum, sagði Rubio að staðan væri góð. „Ég tel okkur á góðum stað núna. Við áttum frábæran fund með framkvæmdastjóra NATO,“ sagði Rubio. Hann sagði von á frekari fundum með Grænlendingum og Dönum og sagðist vongóður um að jákvæð lausn væri í sjónmáli.weeney reita viðskiptaráð Hollywood til reiði Bandaríkin Donald Trump Grænland NATO Hernaður Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Danmörk Tengdar fréttir X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Heimurinn fylgdist með ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á World Economic Forum í Davos í dag, þar sem hann ruglaði ítrekað saman Íslandi og Grænlandi. Háðfuglar á X voru fljótir að grípa gæsina. 21. janúar 2026 16:53 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Á fundi utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar í dag spurði þingmaðurinn Tim Kaine Rubio hvort Trump hefði ekki örugglega verið að ruglast á Íslandi og Grænlandi eða hvort Bandaríkin væru núna reið Íslandi. Rubio sagði það rétt að Trump hefði ruglast. Hann hafi ætlað að segja Grænland og sagði Rubio einnig að allir væru kunnugir því að forsetar rugluðust og sumir gerðu það meira en Trump. Var hann þar að vísa í Joe Biden. KAINE: The president repeatedly mistook Iceland for Greenland, right? We're not mad at Iceland, correct?RUBIO: Yeah, he meant to say Greenland, but I think we're all familiar with presidents who have verbal stumbles. Some made a lot more than this oneKAINE: Nice try pic.twitter.com/EFHzAgD0wM— Aaron Rupar (@atrupar) January 28, 2026 Ummæli Rubios eru þvert á orð Karoline Leavitt, talskonu Trumps, sem hafði áður haldið því fram að Trump hafi í rauninni ekki verið að kalla Grænland Ísland, heldur hafi hann verið að kalla Grænland Ís-land. Sjá einnig: Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Á fundinum var Rubio einnig spurður út í viðhorf ríkisstjórnarinnar til NATO og það hvort hann tryði því enn að það væri í hag Bandaríkjanna að vera aðilar að bandalaginu. Ráðherrann svaraði á þann veg að endurhugsa þurfi NATO. Margir forsetar fyrir utan Trump hefðu kvartað yfir bandalaginu en Trump væri eingöngu sá háværasti. Sjá einnig: Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Rubio sagði önnur ríki NATO þurfa að gera meira og hafa meiri hernaðargetu og þetta snerist ekki eingöngu um peninga. „Þetta eru auðug ríki og vegna verndar NATO hafa þau haft ráðrúm til að verja fúlgum fjár í velferðarkerfi sín en ekki varnarmál. Nú mun það kannski byrja að breytast.“ Ruio sagðist hafa fulla trú á því að þessu væri sýndur ákveðinn skilningur innan NATO og að Bandaríkin hefðu í önnur horn að líta en til Evrópu. Hann sagði þó einnig að svo virtist sem að nokkur ríki NATO í Evrópu væru ekki tilbúin til að standa sína plikt. Á „góðum stað“ með Grænland Þegar kemur að Grænlandi og hótunum ríkisstjórnarinnar í garð Grænlendinga, Dana og bandamanna þeirra á undanförnum vikum og mánuðum, sagði Rubio að staðan væri góð. „Ég tel okkur á góðum stað núna. Við áttum frábæran fund með framkvæmdastjóra NATO,“ sagði Rubio. Hann sagði von á frekari fundum með Grænlendingum og Dönum og sagðist vongóður um að jákvæð lausn væri í sjónmáli.weeney reita viðskiptaráð Hollywood til reiði
Bandaríkin Donald Trump Grænland NATO Hernaður Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Danmörk Tengdar fréttir X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Heimurinn fylgdist með ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á World Economic Forum í Davos í dag, þar sem hann ruglaði ítrekað saman Íslandi og Grænlandi. Háðfuglar á X voru fljótir að grípa gæsina. 21. janúar 2026 16:53 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Heimurinn fylgdist með ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á World Economic Forum í Davos í dag, þar sem hann ruglaði ítrekað saman Íslandi og Grænlandi. Háðfuglar á X voru fljótir að grípa gæsina. 21. janúar 2026 16:53