Veður

Víðast úr­komulítið en skúrir og slyddu­él austan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður í kringum frostmark.
Hiti verður í kringum frostmark. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri austlægri átt í dag og rigning eða snjókoma austantil fram eftir morgni. Það verða skúrir eða slydduél suðaustanlands seinnipartinn, en úrkomulítið í öðrum landshlutum.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði í kringum frostmark.

„Það er litlar breytingar að sjá á morgun, skýjað með köflum og stöku skúrir eða él á landinu. Síðdegis bætir þó heldur í vindinn við suðurströndina.

Á sunnudag er útlit fyrir ákveðna austan- og suðaustanátt með hlýnandi veðri. Rigning eða slydda með köflum, en að mestu þurrt á Norðurlandi,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Fremur hæg austlæg átt, en 8-13 m/s syðst. Skýjað með köflum og stöku skúrir eða él, en lengst af bjart um landið suðvestanvert. Hiti um eða undir frostmarki

Á sunnudag: Austan 5-13 og dálítil rigning eða slydda, en að mestu þurrt norðanlands. Hlýnandi veður, hiti 1 til 7 stig síðdegis.

Á mánudag: Hæg suðaustanátt, víða bjartviðri norðan heiða og vægt frost. Skýjað syðra og smáskúrir suðaustanlands, hiti 0 til 5 stig.

Á þriðjudag: Suðaustanátt og skúrir eða él, en þurrt á Norður- og Vesturlandi. Hiti um eða yfir frostmarki.

Á miðvikudag: Austanátt og él á austanverðu landinu, en léttskýjað vestantil. Kólnar í veðri.

Á fimmtudag: Austlæg átt og snjókoma eða slydda með köflum, en að mestu þurrt á Norðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×