Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Boði Logason skrifar 30. janúar 2026 11:11 Daníel Bjarnason átti að semja óperu um Agnesi Magnúsdóttur og fékk fyrir það rúmar ellefu milljónir króna en skilaði þó aldrei af sér verkinu. Mynd/Aðsend Umdeild ráðning óperustjórans Finns Bjarnasonar og ýmsir óskýrðir angar hennar voru til umræðu í nýjasta þætti hlaðvarpsins Menningarvaktarinnar. Einnig var þar rætt um nýja söngleikinn Ormstungu, heimskuvæðingu Netflix og það nýjasta í bíóhúsum. Áttundi þáttur Menningarvaktarinnar, hlaðvarps Símonar Birgissonar um allt það helsta í íslenskri menningu, kom út í morgun en þar fékk hann til sín gestina Magnús Jochum Pálsson, menningarblaðamann og gagnrýnanda og Jónas Sen, tónlistargagnrýnanda til áratuga. Spegillinn var í vikunni með ítarlega fréttaskýringu um nýja óperu undir hatti Þjóðleikhússins, aðdraganda hennar og ýmis átök bak við tjöldin. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Íslensku óperunnar, sagði að ekki hefði verið sátt um hvernig staðið var að málum og það væri tilbúningur að vilyrði lægi fyrir að ný þjóðarópera gæti byggt á grunni þeirrar gömlu og fengið búninga, leikmuni og leiktjöld. Munurinn á Íslensku óperunni og Þjóðaróperunni Íslenska óperan Íslenska óperan var stofnuð sem sjálfseignarstofnun árið 1980 að undirlagi Garðars Cortes og var húsnæði Gamla bíós keypt og því breytt fyrir uppsetningu óperusýninga. Íslenska óperan var flutt í Hörpu árið 2011 en húsnæðið reyndist svo henta illa til óperu-uppsetningar. Þjóðaróperan Starfsemi Íslensku óperunnar var lögð niður árið 2023 og ætlunin að ný stofnun, Þjóðaróperan, tæki við og yrði þá formleg ríkisstofnun á fjárlögum. Eftir fjölda nefnda og flókið undirbúningsferli endaði nýja Þjóðaróperan sem Ópera undir hatti Þjóðleikhússins þar sem óperustjórinn er ráðherraskipaður en þó undirmaður Þjóðleikhússtjóra. Í gögnum sem Rúv og Menningarvaktin hafa undir höndum kemur fram að Menningarráðuneytið hefur keypt af Íslensku óperunni hljóðfæri og búninga fyrir sextán milljónir. Ráðuneytið hefur einnig greitt Hörpu rúmar fjörutíu milljónir í leigu frá 2024 undir aðstöðu fyrir Þjóðaróperu, án þess að neitt hafi ratað á svið. Ein eign gömlu Íslensku óperunnar vekur athygli, óskrifuð ópera tónskáldsins Daníels Bjarnasonar, bróður nýráðna óperustjórans Finns Bjarnasonar, um Agnesi Magnúsdóttir. Daníel Bjarnason er eitt þekktasta samtímatónskáld landsins.Vísir/bjarni Um 25 milljónum króna var eytt í verkefnið samkvæmt gögnunum, þar af var búið að greiða Daníel rúmar 11,2 milljónir af 12 milljóna höfundalaunum. Búið hafi verið að ráða í helstu stöður, leikstjóra, búningahönnuð og söngvara og halda átta vinnustofur. En á endanum hafi Daníel ekki verið tilbúinn með verkið svo fresta þurfti sýningum í Þjóðleikhúsinu haustið 2024. Pétur sagði við Rúv að stjórn Íslensku óperunnar sé reiðubúin að gefa hinni nýju Óperu undir hatti Þjóðleikhússins (sem Þjóðaróperan heitir nú) verkið. Daníel vildi ekki tjá sig um málið við Rúv og hefur ekki svarað fréttastofu Vísis. Bróðir hans, Finnur Bjarnason, sagði við Rúv að málið væri í höndum lögfræðinga og að hann vonaðist til að það fengi farsælar málalyktir. Verður að krefja bróður sinn um að klára verkið Óklárað verk Daníels vakti svo sannarlega athygli Símonar og gesta hans á Menningarvaktinni. „Þetta hljómar eins og farsi sem hægt væri að semja óperu um,“ sagði Jónas Sen um málið. „Það verður þá ekki Daníel Bjarnason sem semur hana,“ bætti Símon við og svaraði Jónas þá: „Nei, hann þarf væntanlega að klára hina fyrsta.“ Símon sagði það „súrrealískt að einhver hafi fengið ellefu milljónir í höfundargreiðslur fyrir óperu sem ekki er kláruð.“ Jónas líkti því við nútímatónverk 4'33 eftir John Cage sem hann flutti sjálfur á tónleikum. „Ég flutt það verk á ráðstefnu háskólans um tímann. Fólst það í því að ég kom fínn upp á svið, hneygði mig, setti hendurnar á píanóið og svo bara beið ég og beið, stóð svo upp og hneygði mig og fékk tíu þúsund kall fyrir. Easy money. Er þetta svona óperuútgáfan af þessu verki? Ópera sem fær ekki að hljóma,” sagði Jónas. Magnús Jochum sagði að bræðurnir þyrftu að svara fyrir hvað verði um þessa ókláruðu óperu sem búið er að borga fyrir: „Finnur verður bara að krefja bróður sinn um að klára þetta. Það er ekki hægt að sóa þessu í ekki neitt.“ Erfið staða Þjóðleikhússtjóra Annað sem kom í ljós í gögnunum eru afskipti Magnúsar Geirs Þórðarsonar, Þjóðleikhússtjóra, af öllu ferlinu en hann virðist hafa viljað draga úr vægi Þjóðaróperunnar og koma henni undir hatt Þjóðleikhússins. Stjórn bandalags listamanna virðist hafa haft áhyggjur af þessari valdatilfærslu til Þjóðleikhússins og því jafnvel velt upp hvort ekki þyrfti að auglýsa stöðu Þjóðleikhússtjóra aftur ef þessar breytingar á stofnunni yrðu að raunveruleika. „Þetta þýðir að óperustjóri lýtur ekki stjórn Þjóðleikhússtjóra, sem hvorki getur ráðið né sagt upp undirmanni sínum… Þjóðleikhússtjóri, sem ber ábyrgð á rekstri Þjóðleikhússins ber ekki ábyrgð á starfsemi, sem þó mun hafa veruleg áhrif á rekstur, ásýnd og álit stofnunarinnar sem hann stjórnar,“ sagði Pétur J. Eiríksson í bréfi til allsherjarnefndar. Í heilbrigðum rekstri gæti svona fyrirkomulag ekki gengið og stjórnandi með sómakennd léti aldrei bjóða sér svona. Magnús Geir Þórðarson var skipaður Þjóðleikhússtjóri í lok árs 2019.Vísir/Vilhelm „Þetta sýnir samt hvað allt er furðulegt tengt þessu óperumáli,“ segir Símon og bætir við: „Hagsmunaárekstrar og slíkt. Í raun er ákvörðun Finns að sækja um stöðuna í upphafi, hafandi unnið að undirbúningi í ráðuneytinu það sem setur þetta ferli á hvolf.“ „Svo er Þjóðleikhússtjóri yfirmaður óperustjórans en hefur ekki vald eða mannaforráð yfir honum. Það er eins gott að það verði gott vinnusamband og samstarf þar. Ekki gott ef kastast í kekki þar og þjóðleikhússtjóri getur ekki gert neitt,“ bætti Magnús við. Fyrir utan óperumálið þá ræddu þeir félagar um nýja söngleikinn Ormstungu, sem fengið hefur góða dóma og var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu síðustu helgi og kvikmyndir sem vakið hafa athygli í bíóum síðustu vikur. Menningarvaktin Þjóðaróperan Leikhús Þjóðleikhúsið Bíó og sjónvarp Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira
Áttundi þáttur Menningarvaktarinnar, hlaðvarps Símonar Birgissonar um allt það helsta í íslenskri menningu, kom út í morgun en þar fékk hann til sín gestina Magnús Jochum Pálsson, menningarblaðamann og gagnrýnanda og Jónas Sen, tónlistargagnrýnanda til áratuga. Spegillinn var í vikunni með ítarlega fréttaskýringu um nýja óperu undir hatti Þjóðleikhússins, aðdraganda hennar og ýmis átök bak við tjöldin. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Íslensku óperunnar, sagði að ekki hefði verið sátt um hvernig staðið var að málum og það væri tilbúningur að vilyrði lægi fyrir að ný þjóðarópera gæti byggt á grunni þeirrar gömlu og fengið búninga, leikmuni og leiktjöld. Munurinn á Íslensku óperunni og Þjóðaróperunni Íslenska óperan Íslenska óperan var stofnuð sem sjálfseignarstofnun árið 1980 að undirlagi Garðars Cortes og var húsnæði Gamla bíós keypt og því breytt fyrir uppsetningu óperusýninga. Íslenska óperan var flutt í Hörpu árið 2011 en húsnæðið reyndist svo henta illa til óperu-uppsetningar. Þjóðaróperan Starfsemi Íslensku óperunnar var lögð niður árið 2023 og ætlunin að ný stofnun, Þjóðaróperan, tæki við og yrði þá formleg ríkisstofnun á fjárlögum. Eftir fjölda nefnda og flókið undirbúningsferli endaði nýja Þjóðaróperan sem Ópera undir hatti Þjóðleikhússins þar sem óperustjórinn er ráðherraskipaður en þó undirmaður Þjóðleikhússtjóra. Í gögnum sem Rúv og Menningarvaktin hafa undir höndum kemur fram að Menningarráðuneytið hefur keypt af Íslensku óperunni hljóðfæri og búninga fyrir sextán milljónir. Ráðuneytið hefur einnig greitt Hörpu rúmar fjörutíu milljónir í leigu frá 2024 undir aðstöðu fyrir Þjóðaróperu, án þess að neitt hafi ratað á svið. Ein eign gömlu Íslensku óperunnar vekur athygli, óskrifuð ópera tónskáldsins Daníels Bjarnasonar, bróður nýráðna óperustjórans Finns Bjarnasonar, um Agnesi Magnúsdóttir. Daníel Bjarnason er eitt þekktasta samtímatónskáld landsins.Vísir/bjarni Um 25 milljónum króna var eytt í verkefnið samkvæmt gögnunum, þar af var búið að greiða Daníel rúmar 11,2 milljónir af 12 milljóna höfundalaunum. Búið hafi verið að ráða í helstu stöður, leikstjóra, búningahönnuð og söngvara og halda átta vinnustofur. En á endanum hafi Daníel ekki verið tilbúinn með verkið svo fresta þurfti sýningum í Þjóðleikhúsinu haustið 2024. Pétur sagði við Rúv að stjórn Íslensku óperunnar sé reiðubúin að gefa hinni nýju Óperu undir hatti Þjóðleikhússins (sem Þjóðaróperan heitir nú) verkið. Daníel vildi ekki tjá sig um málið við Rúv og hefur ekki svarað fréttastofu Vísis. Bróðir hans, Finnur Bjarnason, sagði við Rúv að málið væri í höndum lögfræðinga og að hann vonaðist til að það fengi farsælar málalyktir. Verður að krefja bróður sinn um að klára verkið Óklárað verk Daníels vakti svo sannarlega athygli Símonar og gesta hans á Menningarvaktinni. „Þetta hljómar eins og farsi sem hægt væri að semja óperu um,“ sagði Jónas Sen um málið. „Það verður þá ekki Daníel Bjarnason sem semur hana,“ bætti Símon við og svaraði Jónas þá: „Nei, hann þarf væntanlega að klára hina fyrsta.“ Símon sagði það „súrrealískt að einhver hafi fengið ellefu milljónir í höfundargreiðslur fyrir óperu sem ekki er kláruð.“ Jónas líkti því við nútímatónverk 4'33 eftir John Cage sem hann flutti sjálfur á tónleikum. „Ég flutt það verk á ráðstefnu háskólans um tímann. Fólst það í því að ég kom fínn upp á svið, hneygði mig, setti hendurnar á píanóið og svo bara beið ég og beið, stóð svo upp og hneygði mig og fékk tíu þúsund kall fyrir. Easy money. Er þetta svona óperuútgáfan af þessu verki? Ópera sem fær ekki að hljóma,” sagði Jónas. Magnús Jochum sagði að bræðurnir þyrftu að svara fyrir hvað verði um þessa ókláruðu óperu sem búið er að borga fyrir: „Finnur verður bara að krefja bróður sinn um að klára þetta. Það er ekki hægt að sóa þessu í ekki neitt.“ Erfið staða Þjóðleikhússtjóra Annað sem kom í ljós í gögnunum eru afskipti Magnúsar Geirs Þórðarsonar, Þjóðleikhússtjóra, af öllu ferlinu en hann virðist hafa viljað draga úr vægi Þjóðaróperunnar og koma henni undir hatt Þjóðleikhússins. Stjórn bandalags listamanna virðist hafa haft áhyggjur af þessari valdatilfærslu til Þjóðleikhússins og því jafnvel velt upp hvort ekki þyrfti að auglýsa stöðu Þjóðleikhússtjóra aftur ef þessar breytingar á stofnunni yrðu að raunveruleika. „Þetta þýðir að óperustjóri lýtur ekki stjórn Þjóðleikhússtjóra, sem hvorki getur ráðið né sagt upp undirmanni sínum… Þjóðleikhússtjóri, sem ber ábyrgð á rekstri Þjóðleikhússins ber ekki ábyrgð á starfsemi, sem þó mun hafa veruleg áhrif á rekstur, ásýnd og álit stofnunarinnar sem hann stjórnar,“ sagði Pétur J. Eiríksson í bréfi til allsherjarnefndar. Í heilbrigðum rekstri gæti svona fyrirkomulag ekki gengið og stjórnandi með sómakennd léti aldrei bjóða sér svona. Magnús Geir Þórðarson var skipaður Þjóðleikhússtjóri í lok árs 2019.Vísir/Vilhelm „Þetta sýnir samt hvað allt er furðulegt tengt þessu óperumáli,“ segir Símon og bætir við: „Hagsmunaárekstrar og slíkt. Í raun er ákvörðun Finns að sækja um stöðuna í upphafi, hafandi unnið að undirbúningi í ráðuneytinu það sem setur þetta ferli á hvolf.“ „Svo er Þjóðleikhússtjóri yfirmaður óperustjórans en hefur ekki vald eða mannaforráð yfir honum. Það er eins gott að það verði gott vinnusamband og samstarf þar. Ekki gott ef kastast í kekki þar og þjóðleikhússtjóri getur ekki gert neitt,“ bætti Magnús við. Fyrir utan óperumálið þá ræddu þeir félagar um nýja söngleikinn Ormstungu, sem fengið hefur góða dóma og var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu síðustu helgi og kvikmyndir sem vakið hafa athygli í bíóum síðustu vikur.
Menningarvaktin Þjóðaróperan Leikhús Þjóðleikhúsið Bíó og sjónvarp Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Ég er femínisti“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira