Íslenski boltinn

Valur er Reykja­víkur­meistari árið 2026

Aron Guðmundsson skrifar
Margrét Brynja skoraði sigurmark Vals gegn Víkingi Reykjavík í dag í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta.
Margrét Brynja skoraði sigurmark Vals gegn Víkingi Reykjavík í dag í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta. Mynd: Valur

Valskonur eru Reykjavíkurmeistarar í fótbolta árið 2026 eftir sigur gegn Víkingi Reykjavík í úrslitaleik mótsins í dag. Lokatölur 3-2 sigur Vals. 

Spilað var á N1-vellinum að Hlíðarenda en það voru gestirnir úr Fossvoginum sem komust yfir snemma leiks með marki frá Jóhönnu Elínu Halldórsdóttur. 

Skömmu síðar jafnaði Glódís María Gunnarsdóttir metin fyrir Valskonur og rétt fyrir lok venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik kom Arnfríður Auður Arnarsdóttir Val yfir með öðru marki liðsins, staðan orðin 2-1. 

Víkingskonur neituðu að gefast upp og í seinni hálfleik tókst Bergdísi Sveinsdóttur að jafna metin, 2-2, en á 73.mínútu bætti Margrét Brynja Kristinsdóttir, sem gekk í raðir Vals frá FH eftir síðasta tímabil,  við þriðja marki Vals og tryggði liðinu 3-2 sigur og þar með sigur í Reykjavíkurmótinu árið 2026. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×