Nemendur dönsuðu á árlegum peysufatadegi
Fjölmargir fylgdust með þegar nemendur við Kvennaskólann í Reykjavík dönsuðu prúðbúnir fyrir utan skólann á árlegum peysufatadegi. Krakkarnir byrjuðu á dansi og söng á Ingólfstorgi áður en marserað var í skólann og dansað í porti Miðbæjarskólans.