Ísland í dag - Frægasti íslenski áhrifavaldurinn sem þú hefur aldrei heyrt um

Tinna Þórudóttir Þorvaldar er eini atvinnuheklari landsins. Hennar bisness felst í því að hanna heklstykki, skrifa upp uppskriftir og selja á alþjóðlegum heklsíðum. Það má segja að heimsfaraldur kórónuveiru hafi ýtt Tinnu út í að gera heklið að frama og heklaði hún sér til að mynda fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum. Nú lifir hún á heklinu, heklar á hverjum degi og gæti ekki verið ánægðari með ævistarfið.

2716
16:09

Vinsælt í flokknum Ísland í dag