Gæludýr í sínu fínasta pússi
Nýjustu straumar í hunda- og kattatísku voru kynntir á fjölsóttri gæludýrasýningu í Víetnam um helgina. Þúsundir sóttu viðburðinn sem stóð yfir í þrjá daga og þar kom fram að miklar breytingar hefðu orðið á dýratísku á liðnum árum. Flíkurnar séu fjölbreyttari en hafi þó einnig hækkað í verði. Ferfætlingarnir voru klæddir í ýmsar múnderingar og verðlaun voru veitt fyrir flottustu búningana.