Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi
Eftir að Hulda Birna Hólmgeirsdóttir Blöndal hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi ákvað hún loks að útvíkka leitina og tilkynnti á Facebook í lok árs 2012 að hún ætlaði nú að reyna finna föður sinn í eitt skipti fyrir öll, orðin fárveik af nýrnasjúkdómi og þar með fór boltinn að rúlla.