Myndbandaspilari er að hlaða.
Vill kynna íslensku 12 stigin beint frá Húsavík
Húsvíkingar verða varir við mikla athygli frá erlendum sem innlendum ferðamönnum vegna Eurovision myndar Will Ferrels og félaga. Hvati var á Húsavík á dögunum og spjallaði við Örlyg Hnefil Örlygsson, hótelstjóra á Cape Hótel, um gönguferðir um bæinn þar sem skoðaðir eru tökustaðir myndarinnar. Einnig eru uppi hugmyndir um Eurovision safn á Húsavík. Örlygur Hnefill segir að leikarinn Pierce Brosnan hafi verið einstaklega alþýðlegur þá daga sem hann dvaldi á Húsavík við tökur myndarinnar. Í viðtali í Helginni á Bylgjunni sagði Örlygur Hnefill að hann sæi fyrir sér að íslensku stigin yrðu kynnt í beinni útsendingu frá Húsavík næst þegar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin.