Myndbandaspilari er að hlaða.
Segir það vekja upp áhyggjur að skólakerfið grípi börnin ekki nógu vel
Börn sem upplifa fjárhagsstöðu fjölskyldu sinnar slæma finna fyrir meiri vanlíðan, minna öryggi og eiga í verri félagstengslum. Þau upplifa einnig að kennurum þyki síður vænt um þau. Verkefnastjóri hjá Landlækni segir það vekja upp áhyggjur að skólakerfið grípi börnin ekki nógu vel.