Hækka um allt að fjórðung milli ára
Verð á matvörum hækkar mest í Iceland á milli ára en hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup.