Tískutal - Ragnhildur Eiríksdóttir
Ragnhildur Eiríksdóttir, jógakennari og alvöru lífskúnstner, starfar sem flugfreyja og er menntaður klæðskeri. Fataskápur Ragnhildar er mikill ævintýraheimur en hún hefur breytt og betrumbætt næstum því hverja einustu flík sem hún á. Þessi mikla skvísa og ævintýrakona hefur ferðast um allan heim og endurspeglar fataskápurinn það svo sannarlega. Hún hefur alltaf haft þörf til þess að fara eigin leiðir og skín skært hvert sem hún fer en Ragnhildur er viðmælandi í Tískutali þar sem hún deilir ýmsum skemmtilegum tískusögum.