„Altarisganga hins vanhelga“ Sigurjón Kjartansson ræðir HAMPARAT
Orðið á götunni er að tónleikar HAM og Apparat Organ Kvartet undir nafninu Hamparat hafi verið einhvernskonar óraunverulegur veruleiki, slík var upplifunin. Eftirtektarverður var dómur frá Jónasi Sen: „Altarisganga í vélknúnu myrkraveldi Strax í upphafi mátti finna að eitthvað óvenjulegt væri í vændum. Lýsingin var hrá, köld og nánast trúarleg. Þetta var hvorki rokkstemning né rafdýnamík – þetta var altarisganga hins vanhelga í vélknúnu myrkaveldi. Og svo skall það á. Ekki var hægt að greina hvað var HAM og hvað var Apparat. Þetta var bara veggur – nei, hellingur – af hljóði: hávær hljómaorgía, stíf, römm, og á einhvern undarlegan hátt fullkomlega reiknuð út. Fyrir þá sem héldu að „orgel“ væri eitthvað sem tilheyrir kirkju eða barokktónlist, þá leiðréttu tónleikarnar þann misskilning á allt að því ofbeldisfullan máta. Köld hljóð orgelanna runnu saman við þungarokkið í HAM og til varð eitthvað til sem á ekki að vera til: hljóðheimur sem bæði lamdi mann og lyfti, molaði andlitið en skildi samt eftir dásamlega innri alsælu.“ Addi og Sigurjón ræddu þetta í Djúpinu. Ljósmynd: Red Illuminations