Ísland í dag - „Það vildi enginn tala um ófrjósemi karla“

Fyrir átta árum hittum við Andra Hrafn Agnarsson sem glímdi við ófrjósemi en það hafði gríðarleg áhrif á líðan hans. Hann var hræddur, óöruggur og vonlítill um að verða nokkurn tímann pabbi en þrátt fyrir að eitt af hverjum sex pörum þurfi hjálp við að eignast barn var lítið sem ekkert talað um þessi mál fyrir ekki lengri tíma síðan. Andri hefur unnið mikið í sjálfum sér á þessum átta árum og í þætti kvöldsins heyrum við söguna. Þá sjáum við hvar Andri er staddur í dag en óhætt er að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar í lífi hans og konunnar sem stóð eins og klettur með honum allan tímann.

9485
13:22

Vinsælt í flokknum Ísland í dag