Hætt sem ríkislögreglustjóri
Dómsmálaráðherra telur ákvörðun ríkislögreglustjóra um að segja af sér bæði farsæla og rétta. Hún hafi skipað hana í stöðu sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu á fullum launum lögum samkvæmt. Settur ríkislögreglustjóri var ekki lengi að ákveða sig þegar kallið kom í gær.