Pepsimörkin: Ég var bara að stríða honum

„Ég var bara að stríða honum, Jói er fínn á línunni, þetta var bara grín hjá okkur og ekkert að þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem að hann var spurður út í spaugilegt atvik sem átti sér stað við hliðarlínuna í leik ÍBV og Breiðabliks í fjórðu umferð Pepsideildar karla. Heimir reyndi að breyta ákvörðun aðstoðardómarans með handafli og hafði Heimir bara gaman af þessu uppátæki og aðstoðardómarinn Jóhann Gunnar Guðmundsson virtist einnig vera með húmor fyrir þessu.

18220
00:18

Vinsælt í flokknum Fótbolti