Immo - Peter Pan
Vísir frumsýnir hér glænýtt og stórskemmtilegt myndband við lagið Peter Pan með rapparanum Immo. Með honum í laginu eru söngvarinn Unsteinn Manúel úr Retro Stefson og rapparinn Opee. Strákarnir koma að vísu ekki sjálfir fram í myndbandinu heldur þrír litlir tvífarar sem líkjast þeim og fara hreinlega á kostum. Þeir voru greinilega teknir í kennslustund í framkomu að hætti rapparanna fyrir tökurnar.
Peter Pan er af væntanlegri plötu Immo en það er unnið af taktsmiðnum Fonetik Simbol. Myndbandið gerði Árni Geir.