Myndbandaspilari er að hlaða.
Lagið var upphaflega samið fyrir árshátíðarmyndband
Hljómsveitin Löður sendi frá sér sitt fjórða lag fyrir helgi. Um er að ræða nýtt lag við hið gamla góða Vorkvöld í Reykjavík sem Raggi Bjarna tók um árið. Lagið semur og syngur Einar Örn Jónsson, sem kíkti til okkar á Bylgjuna í dag, en Einar er betur þekktur sem hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Í Svörtum Fötum.