Barnung stúlka hafnaði í sjónum við Reynisfjöru
Barnung stúlka var flutt á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hún hafnaði í sjónum í Reynisfjöru um miðjan dag. Útkall barst um klukkan þrjú og voru þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskipið Þór, björgunarsveitir og lögregla kölluð út til að leita stúlkunnar.