Ísland í dag - Er hægt að borða sig glaðan?

Næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir hefur sagt frá þeirri hrikalegu reynslu þegar hún veiktist af alvarlegum sjúkdómi sem olli því að hún þurfti að vera í hjólastól. Hún ákvað að taka málin í sínar hendur og læra allt um hvernig hún með breyttu mataræði og lífsstíl gæti náð betri heilsu. Og í dag er hún með masterspróf í næringarfræði frá Háskóla Íslands og ráðleggur fólki hvernig það getur öðlast betri heilsu og meiri hamingju með réttum mat, vítamínum og lífsstíl. Og Elísabet er í dag stálhraust og hamingjusöm. Vala Matt kíkti í eldhúsið til hennar og skoðaði málið.

5762
12:22

Vinsælt í flokknum Ísland í dag