Bakþankar

Bakþankar

Fréttamynd

Misskilningur

Ég á bernskuminningu þar sem ég sit í gamla Willýsjeppanum hans pabba. Það er móða á rúðunni, bíllinn stendur í vegarkanti, öll fjölskyldan situr stjörf og í útvarpinu glymur bein lýsing á því þegar fyrsti maðurinn stígur fæti á tunglið.

Bakþankar
Fréttamynd

Frelsi einstaklingsins

Búið er að skerða menntun þeirra svo þau koma verr undirbúin inn í háskólana. Búið er að minnka gæði skólaáranna því félagsstarf og tómstundir komast lítt fyrir í sólarhringnum.

Bakþankar
Fréttamynd

Harmagrátur

Í Heimsljósi Halldórs Laxness er rakin saga Ólafs Kárasonar niðursetnings og skálds. Fyrstu kaflarnir fjalla um ömurlega æsku drengsins að Fæti undir Fótarfæti. Einn af þjáningarbræðrum Ólafs var gamall maður og sveitarómagi, Jósef að nafni.

Bakþankar
Fréttamynd

Fallegt en sorglegt

"Það er fallegt en sorglegt að vera manneskja.“ Þessi orð voru markaðssett sem jólaskraut árið 2013, en eiga að mínu viti við allt árið um kring. Ekki síst þegar atburðir eins og sjálfsmorðssprengjuárásin í Manchester eiga sér stað.

Bakþankar
Fréttamynd

Gamall vinur kvaddur

Súperdósin, stór kók í dós fyrir þá átta sem vita ekki um hvað ræðir, hefur verið í lífi mínu og okkar allra síðan árið 1990 en er nú að kveðja eins og flestir vita.

Bakþankar
Fréttamynd

Forréttindasápukúlan

Mér líður oft eins og ég sé inni í sápukúlu sem er ekki hægt að sprengja. Hún er glær, nema stundum skín sólin akkúrat rétt á hana og það sést að hún er samofin regnboganum. Sápukúlan umlykur húsið mitt og hverfið mitt og teygir sig utan um allan heiminn minn.

Bakþankar
Fréttamynd

Trúfrelsi

Einu sinni var Jesús Kristur á meðal okkar. Fólk sá hann, heyrði rödd hans og varð vitni að gjörðum hans. Einir hrifust en aðrir óttuðust. Svo var hann farinn en áhrif hans jukust.

Bakþankar
Fréttamynd

Brotin stöng

Ef það er eitthvað sem ég elska þá eru það spennandi lokamínútur. Ég var samt enn mest að hugsa um þetta skot í fyrri hálfleik. Hvað kostar eiginlega að kaupa nýja stöng?

Bakþankar
Fréttamynd

Íslandsmót í uppnámi

Æ, þetta var eitthvað misheppnað, fundurinn hjá þingnefndinni með Ólafi. Það var alveg eðlilegt að hann kæmi fyrir nefndina og fengi að gera grein fyrir sínum skoðunum á skýrslu sem Alþingi lét gera, hann reyndist jú meginviðfang skýrslunnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Sjúkir vírusar

Tölvuárásir og vírusar hafa verið mikið í fréttum í þessari viku. Einhverjir snillingar hafa hannað stafræna óværu sem læsir inni öll gögn þeirra sem fyrir henni verða. Allar möppur með hvers kyns skjölum, ljósmyndum og myndböndum læsast inni og síðan er krafist lausnargjalds.

Bakþankar
Fréttamynd

Takk

Kæri sjálfboðaliði, ein af frumþörfum mannsins er að mynda tengsl og láta gott af sér leiða. Ég er svo þakklát þér og öllu því fólki í samfélagi okkar sem er í sjálfboðinni þjónustu við það að umvefja menn og málefni á uppbyggilegan hátt.

Bakþankar
Fréttamynd

Miðaldra á tónleikum

Ef einhvern nema í mannfræði eða félagsfræði vantar hugmynd að lokaverkefni fyrir næsta ár þá bendi ég þeim aðila á að planta sér í salinn á afmælistónleikum hjá gamalli, íslenskri sveitaballasveit.

Bakþankar
Fréttamynd

Sáttameðferð

Það mætti vel endurskoða þetta ákvæði barnalaga, svona fyrst löggjafinn er á annað borð að velta þessum málum fyrir sér.

Skoðun
Fréttamynd

Landinn

Á undanförnum árum hafa ungir kvikmyndagerðarmenn sýnt nokkrar keimlíkar bíómyndir um lífið í litlu þorpi úti á landi. Ungur Reykvíkingur fer í heimsókn til ættingja í afskekktum firði. Þar verður hann vitni að gegndarlausu fylleríi, kynsvalli og venjulega einni jarðarför.

Bakþankar
Fréttamynd

Leikskólapólítík

Nú stendur yfir kosningabarátta í Bretlandi. Aðalkosningamálefnið er útgangan úr Evrópusambandinu og hvernig hagsmunir Breta verði tryggðir. Önnur viðvarandi álitaefni eins og heilbrigðiskerfi og skólakerfi hafa þó fengið umfjöllun.

Bakþankar
Fréttamynd

Laugardagur í lamasessi

Þrátt fyrir að hafa ekki minnstu trú á að Svala Björgvinsdóttir kæmist áfram í lokaúrslit Eurovision var ég samt búinn, eins og örugglega margir aðrir, að leggja drög að Eurovision-kvöldi með grilli, guðaveigum, Voga-ídýfu með smá snakki og öllu sem því fylgir. Svo kom skellurinn sem ég bjóst samt við.

Bakþankar
Fréttamynd

Vorboðinn ljúfi og glimmerhúðaði

Karnivalið er handan við hornið. Á laugardaginn verður fjörlegri systir heilagra jóla haldin hátíðleg í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er á dagskrá. Og ég er upp á mitt absalút besta.

Bakþankar
Fréttamynd

Lifðu í fegurð

Ég var kominn í mígandi spreng. Leiksýningu var lokið, búið að klappa leikurum lof í lófa en fólk beggja vegna við mig stóð einsog steinrunnið í sætaröðinni og teppti klósettferð mína. Ég brá því á það ráð að hoppa yfir í þá næstu.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvernig snýr síminn

Við komum heim úr vinnunni, setjumst niður með öðrum fjölskyldumeðlimum og leggjum símann á borðið. Hvort snýr skjárinn upp eða niður? Það er mikilvægara atriði en margir gætu haldið.

Bakþankar
Fréttamynd

Píratar – Trump norðursins

Þegar Píratar komu fram á sjónarsviðið töldu einhverjir að þeir myndu bæta stjórnmálin á Íslandi. Nú er komin nokkur reynsla á pólitík Pírata og ljóst að þeir hafa ekki bætt stjórnmálin, en þeir eru vissulega að breyta þeim.

Bakþankar
Fréttamynd

Pláss

"Þú ert grannur maður. Hví tekur þú svo mikið pláss?“ Hún var kurteis en ákveðin. Við sátum í neðanjarðarlest. Sæti af skornum skammti. Hann sat útbreiddur og gleiður. Hrútbreiddur. Líkt og margir aðrir karlar í lestinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Verkefni dagsins

Lengi vel bjó ég við svokallaða gluggaumslagafóbíu. Ég gat bara ekki fengið mig til þess að opna gluggaumslög. Ekki af því ég skuldaði einhverju smálánafyrirtæki eða væri með allt niður um mig. Það var ekki þannig. Ég hef bara aldrei þolað gluggaumslög.

Bakþankar
Fréttamynd

Lífsvon

Næstu föstudagsnótt ætla hundruð Íslendinga að hittast bæði í Laugardalnum í Reykjavík og við gamla Leikfélagshúsið á Akureyri á fáránlegasta tíma sólarhringsins, kl. fjögur að nóttu þegar tæknilega séð er kominn laugardagur, til þess að ganga á móti sólarupprásinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Ruglað miðaverð

KSÍ og íslenskur toppfótbolti eru ekki að lesa leikinn rétt. Á síðasta tímabili varð hrun í áhorfendafjölda þegar innan við þúsund manns mættu að meðaltali.

Bakþankar
Fréttamynd

Ívilnun fyrir lögmenn?

24% álagning á þóknun er vissulega íþyngjandi en gætum við með einhverjum hætti réttlætt það að taka eina starfsgrein út fyrir sviga þegar kemur að slíkri álagningu virðisaukaskatts?

Bakþankar
Fréttamynd

Berufsverbot

Fátt skiptir fólk meira máli en atvinnan. Þetta vissu forsvarsmenn Þriðja ríkisins vel, enda beittu þeir svokölluðu Berufsverbot til að refsa mönnum sem voru þeim ekki þóknanlegir. Viðkomandi var rekinn úr vinnu og gert ókleift að leita sér sambærilegra starfa.

Bakþankar
Fréttamynd

Heimalestur

Íslensk börn fá snemma aðgang að internetinu. Þau kunna að velja vídeó á YouTube áður en þau byrja að ganga. Þaðan eru þau komin með sín eigin snjalltæki og orðnir notendur samfélagsmiðla löngu fyrir fermingu í trássi við skilmála miðlanna.

Bakþankar
Fréttamynd

Háværara tuð með hækkandi sól

Í dag er góður dagur. Fótbolta­sumarið hefst nefnilega formlega þegar stelpurnar í Pepsi-deild kvenna ríða á vaðið í kvöld. Með þessu er fimm mánaða gleði hafin áður en sjö mánaða bið hefst svo aftur í byrjun október.

Bakþankar
Fréttamynd

„Hvað ertu að læra?“

Ég þarf oft að svara þessari spurningu. „Hvað ertu að læra?“ Ég meina, auðvitað. Ég er 24 ára í háskólanámi. Þetta er svona klassísk partí-, fjölskylduboða-, hittast-fyrir-tilviljun-á-skemmtistað-eftir-að-hafa-ekki-sést-lengi-spurning.

Bakþankar