Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Keflvíkingar loksins komnir á blað í Dominosdeildinni

    Keflvíkingar unnu sinn fyrsta leik í Dominosdeild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir sóttu tvö stig til Ísafjarðar. Keflavík var búið að tapa fyrstu þremur deildarleikjum sínum en vann nokkuð öruggan tíu stiga útisigur á KFÍ í Jakanum, 79-69.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þriðji sigur Skallagríms í röð

    Nýliðar Skallagríms byrja tímabilið vel í Dominos-deild karla í körfubolta en Borgnesingar unnu níu stiga heimasigur á ÍR, 80-71, í Fjósinu í kvöld þegar 4. umferðinni lauk. Skallagrímur er nú eitt fimm liða með sex stig í efstu fimm sætum deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tilþrif hjá Fjölnismönnum í gær

    Fjölnismenn unnu dramatískan sigur á Tindastól í 4. umferð Dominosdeild karla í gær og eru í hópi fjögurra liða sem hafa fengið sex stig af átta mögulegum. Staðan var jöfn, 72-72, þegar 1,1 sekúnda var eftir af leiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell - 63-104

    Snæfell hreinlega gengu frá KR-inum í DHL-höllinni í kvöld þegar Hólmarar unnu 104-63 á lánlausum heimamönnum. KR-ingar hafa líklega aldrei leikið jafn illa á heimavelli og hrein skelfilega frammistaða hjá liðinu. Snæfellingar voru mikið mun sterkari í byrjun leiksins og voru greinilega mun ákveðnari.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hvað er að hjá Magga Gunn?

    Keflvíkingar hafa aldrei byrjað verr í úrvalsdeild karla en liðið er enn án stiga eftir þrjá fyrstu leikina í Dominosdeildinni eftir naumt tap á móti KR í fyrrakvöld. Keflavíkurliðið hefur reyndar tapað fjórum í röð því liðið lá einnig í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KFÍ vann á Króknum

    KFÍ vann magnaðan sigur, 83-86, á Tindastóli á Sauðárkróki í kvöld í Dominos-deild karla. Þetta var annar tveggja leikja sem fóru fram í deildinni í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Þór - Grindavík 92-83

    Þórsarar urðu fyrstir til að vinna Íslandsmeistara Grindavíkur í vetur þegar þeir unnu níu stiga sigur á Grindavík í Dominosdeildinni í kvöld, 92-83, í uppgjöri liðanna tveggja sem fóru alla leið í úrslitin í fyrra. Leikurinn fór fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn og var hin besta skemmtun.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir - Skallagrímur 70-91

    Nýliðar Skallagríms fögnuðu sínum þriðja sigri í röð í deild og bikar í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í Grafarvoginn og varð fyrsta liðið til þess að vinna Fjölni í Dominos-deildinni í vetur. Skallagrímsliðið yfirspilaði Fjölnismenn í fyrsta leikhlutanum og vann að lokum með 21 stigs mun, 91-70.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þórsarar á heimasíðu sinni: Velkominn aftur Gummi

    Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í Dominos-deild karla í körfubolta í gær þegar þeir sóttu tvö stig í Seljaskóla. Líkt og í fyrsta leik Þórsliðsins þá endaði leikurinn í framlengingu en að þessu sinni tókst Þórsurum að landa sigri, 95-92.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 90-69

    KR sigraði Tindastól örugglega 90-69 í DHL-höllinni í kvöld. Heimamenn voru grimmari allan leikinn og unnu að lokum mjög sanngjarnan sigur. Varnarleikur KR var sterkur lengstum í leiknum og lagði grunninn að sigrinum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sá yngsti byrjar vel í Dominsodeildinni

    Hjalti Þór Vilhjálmsson er yngsti þjálfari Dominosdeildar karla í körfubolta í vetur enda verður hann ekki þrítugur fyrr en í apríl á næsta ári. Hjalti er að stíga sín fyrstu spor sem aðalþjálfari í úrvalsdeildinni og það er óhætt að segja að hann byrji vel.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Körfuboltadómarar verða appelsínugulir í vetur

    Körfuknattleiksdómarafélag Íslands (KKDÍ) og Húsasmiðjan hafa skrifað undir þriggja ára samstarfssamning og mest áberandi breytingin í kjölfars þessa nýja samnings er sú að nú munu dómarar vera appelsínugulum dómaratreyjum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Íslendingarnir voru áberandi í fyrstu umferðinni

    Íslensku strákarnir voru í aðalhlutverkum í fyrstu umferð Dominosdeildar karla sem lauk í fyrrakvöld. Páll Axel Vilbergsson hjá Skallagrími spilaði best allra samkvæmt framlagsjöfnunni og níu íslenskir leikmenn voru meðal þeirra 17 leikmanna sem spiluðu best.

    Körfubolti