Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

KR á toppinn

KR sest við hlið Njarðvíkur á topp Bónus deildar kvenna í körfubolta eftir sterkan sigur í kvöld, og óvænt tap þeirra síðarnefndu.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Grinda­vík - Haukar 92-93 | Full­komin jóla­gjöf

Grindvíkingar tóku á móti Hauka í kvöld í síðasta leik liðanna fyrir jólafrí í Bónus-deild kvenna. Gengi Íslandsmeistara Hauka hefur verið rysjótt framan af tímabili og Emil Barja, þjálfari liðsins, viðurkenndi fúslega í viðtali fyrir leik að sigur í kvöld yrði hin fullkomna jólagjöf og honum varð að lokum að ósk sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

„Auð­vitað var þetta sjokk“

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Álftaness, segir það hafa verið sjokk að heyra að Kjartan Atli Kjartansson væri hættur sem þjálfari liðsins. Hans verði saknað en nú verði menn að þjappa sér vel saman og finna meiri gleði og baráttu í sínum leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“

Hjalti Þór Vil­hjálms­son, settur þjálfari Álfta­ness, segir leik­menn hálf skammast sín eftir þungt tap gegn Tindastól á dögunum og af­sögn Kjartans Atla Kjartans­sonar úr starfi þjálfara liðsins. Kjartan bað Hjalta um að taka við af sér fljót­lega eftir tapið gegn Stólunum á föstu­dag. Álfta­nes heimsækir nágranna sína í Stjörnunni í kvöld í bikarnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar leiddi liðið til sigurs

Elvar Már Friðriksson spilaði mest allra leikmanna og gaf flestar stoðsendingar í 99-93 sigri Anwil Wloclawek gegn Miasto Szkla Krosno í 11. umferð pólsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum

Victor Wembanyama var mættur aftur út á gólf eftir tólf leikja fjarveru vegna meiðsla þegar San Antonio Spurs lögðu ríkjandi NBA meistara Oklahoma City Thunder að velli í nótt með 111-109 sigri sem kom þeim áfram í úrslitaleik NBA bikarsins.

Körfubolti