Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Grindavík vann tólf stiga sigur gegn Keflavík í kvöld, 104-92, í leik sem þó var afar spennandi lengst af. Grindvíkingar eru því einir á toppi Bónus-deildar karla í körfubolta með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Körfubolti 7.11.2025 18:46
Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Ólafur Ólafsson var einn af örlagavöldunum í sigri Grindvíkinga á Keflvíkingum 104-92 í Grindavík í 6. umferð Bónus deildar karla. Stig hans og fráköst skiptu máli á lokakaflanum en hann endaði með 20 stig og sjö fráköst. Körfubolti 7.11.2025 21:51
Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Tindastóll vann sannfærandi sigur þegar liðið sótti Ármann heim í sjöttu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 77-110 Tindastóli í vil. Körfubolti 7.11.2025 18:15
Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti 6.11.2025 18:30
ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Blásið var til hátíðar í nýju AvAir höllinni á Akranesi. Tilefnið að sjálfsögðu fyrsti leikur á nýjum heimavelli ÍA liðsins sem bæjarbúar höfðu beðið lengi eftir. Valsmenn fengu það í hendurnar að mæta Skagamönnum í þessum leik. Valsmönnum gengið illa í upphafi tímabils en í kvöld unnu þeir sterkan sigur á Skaganum, 81-83. Körfubolti 6.11.2025 18:30
Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn vann fyrsta sigur tímabilsins þegar liðið lagði ÍR að velli, 98-92 í 6. umferð Bónus deildar karla. Leikurinn var jafn og spennandi en heimamenn stigu skrefinu fram úr á lokamínútunum og unnu að lokum tveggja stiga sigur. Körfubolti 6.11.2025 18:30
Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Álftanes sigraði KR 108-89 í 6. umferð Bónus-deild karla í kvöld. KR-ingar byrjuðu leikinn af krafti en Álftnesingar snéru leiknum við í seinni hálfleik. Körfubolti 6.11.2025 18:33
Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Alþjóða körfuknattleikssambandið FIBA hefur aflétt tímabundna banninu sem var sett á breska körfuknattleikssambandið. Ísland og Bretland munu því geta spilað leikinn sem er settur þann 30. nóvember næstkomandi. Körfubolti 6.11.2025 18:23
Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Stórt einbýlishús Erik Spoelstra, þjálfara Miami Heat, er svo gott sem brunnið til grunna. Óljóst er hvað olli eldsvoðanum en enginn mun hafa verið í húsinu þegar eldurinn braust út. Körfubolti 6.11.2025 15:34
„Ha, átti ég metið?“ Bríet Sif Hinriksdóttir jafnaði þriggja stiga metið í efstu deild kvenna í körfubolta í síðustu umferð Bónusdeildar kvenna í körfubolta og það kom methafanum algjörlega í opna skjöldu í Körfuboltakvöldi kvenna. Körfubolti 6.11.2025 15:03
Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen KR-ingurinn Rebekka Rut Steingrímsdóttir er eini nýliðinn í fyrsta landsliðshópnum sem Finninn Pekka Salminen valdi. Körfubolti 6.11.2025 13:09
Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Grindavík vann 17 stiga sigur 85-68 á KR í Bónus-deild kvenna í körfubolta á Meistaravöllum í kvöld. Góður fjórði leikhluti skilaði sigrinum í höfn eftir spennandi leik. Körfubolti 5.11.2025 18:32
Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Valur vann öruggan 38 stiga sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 101-63, er liðin áttust við í Ólafssal í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 5.11.2025 21:11
Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Tryggvi Snær Hlinason tók flest fráköst á vellinum með liði sínu Bilbao sem vann öruggan 86-64 sigur á Peristeri frá Grikklandi í Evrópubikar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 5.11.2025 19:20
Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Bandaríska körfuboltakonan Maddie Sutton gerði allt sem hún gat á móti Keflavík í Síkinu á Sauðárkróki í Bónusdeild kvenna í körfubolta í gær. Það dugði ekki til sigurs en kom henni í fámennan hóp. Körfubolti 5.11.2025 16:30
Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Frændliðin Haukar og Valur mætast tvívegis á Ásvöllum í kvöld en þó í sitthvorri íþróttinni. Það gerir þetta að mjög sérstöku kvöldi ekki síst þar sem það eru sömu félög að mætast á báðum vígstöðvum. Körfubolti 5.11.2025 11:46
Kristófer Acox kallar sig glæpamann Íslenski körfuboltamaðurinn Kristófer Acox hefur verið mikið í fréttum síðustu mánuði en aðallega vegna þess sem hann hefur gert utan vallar. Hann gerir þessa viðburðarríku mánuði upp á samfélagsmiðlum með stuttri en afar sérstakri yfirlýsingu. Körfubolti 5.11.2025 07:31
Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Njarðvík tók á móti stigalausu liði Hamars/Þórs í Bónus-deild kvenna og vann nokkuð þægilegan sigur, lokatölur 88-61. Körfubolti 4.11.2025 18:30
Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Keflavíkurkonur gerðu góða ferð í Skagafjörðinn í kvöld þegar liðið lagði Tindastól, 88-96, í nokkuð kaflaskiptum leik. Körfubolti 4.11.2025 21:20
Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Stjarnan tók á móti nýliðum Ármanns í kvöld og fóru Stjörnukonur með nokkuð þægilegan sigur af hólmi en lokatölur leiksins urðu 103-81. Körfubolti 4.11.2025 20:10
Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Nokkrir ungir leikmenn hafa sett mark sitt á Bónus-deild karla þetta haustið en Sævars Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, fór yfir það hverjir hafa skarað fram úr og hverjir eru að banka á dyrnar. Körfubolti 4.11.2025 07:03
Söguleg byrjun OKC á tímabilinu NBA meistarar Oklahoma City Thunder hafa byrjað tímabilið frábærlega en liðið vann sinn sjöunda leik í röð síðustu nótt. Þetta er annað tímabilið í röð sem liðið er taplaust í fyrstu sjö leikjum sínum en aðeins tvö lið hafa leikið það eftir í sögunni. Körfubolti 3.11.2025 22:47
Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Bikarmeistarar Njarðvíkur mæta Íslandsmeisturum Hauka í sextán liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Körfubolti 3.11.2025 12:36
Skagamenn senda Kanann heim ÍA hefur sagt samningi bandaríska körfuboltamannsins Darnells Cowart upp. Hann hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Körfubolti 3.11.2025 08:30
Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Tilþrif 5. umferðar Bónus deildar karla í körfubolta voru á sínum stað í Körfuboltakvöldi. Zarko Jukic í liði ÍR stal senunni í þessari umferð. Körfubolti 2.11.2025 23:15