Kristján Örn skoraði þrjú mörk í öruggum sigri Kristján Örn Kristjánsson og félagar í Pays d'Aix unnu nokkuð öruggan sigur í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 1. október 2022 19:44
Ómar Ingi og Gísli Þorgeir atkvæðamiklir í dramatísku tapi Þýsku meistararnir í Magdeburg biðu lægri hlut fyrir Flensburg í stórleik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 1. október 2022 18:25
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 29-29 | Garðbæingar köstuðu sigrinum frá sér Stjarnan og Haukar skiptu stigunum á milli sín er liðin gerði 29-29 jafntefli í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Heimamenn voru með þetta hendi sér þegar skammt var eftir af leiknum, en köstuðu sigrinum frá sér. Handbolti 30. september 2022 23:10
„Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald “ „Ég er ánægðastur með það, úr því sem komið var, að við náum að snúa þessu við með því að fara í framliggjandi vörn og vorum agaðir og með smá trikki frá Binna í horninu að ná að jafna leikinn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, eftir jafntefli á móti Stjörnunni í kvöld. Haukar voru tveimur mörkum undir þegar tæplega fimm mínútur voru til leiksloka en tókst, með klókinum að jafna leikinn, 29-29. Handbolti 30. september 2022 21:49
Grétar Ari og félagar enn án stiga í Frakklandi Grétar Ari Guðjónsson og félagar hans í Selestat eru enn án stiga í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir sex marka tap gegn Ivry í kvöld, 38-32. Handbolti 30. september 2022 20:09
Sveinn hafði betur í Íslendingaslag Sveinn Jóhannsson og félagar hans í Skjern unnu góðan tveggja marka sigur, 30-28, er liðið tók á móti Íslendingaliði Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 30. september 2022 19:27
Ný þjóðarhöll: Skrýtið ef einhver segir „allt í plati“ Það er ekki annað að heyra á Gunnari Einarssyni, formanni framkvæmdanefndar um nýja þjóðarhöll, en að verkefnið gangi vel. Hann segir mikinn hug í þeim sem að koma. Sport 30. september 2022 08:01
Umfjöllun og viðtal: FH - Fram 25-25 | Jafnt eftir mikla dramatík í Kaplakrika FH og Fram gerðu 25-25 jafntefli í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Fram leiddi lengst af en FH hélt gestunum í seilingarfjarlægð og náðu nokkrum sinnum að jafna. Bæði lið fengu tækifæri til að taka sigurinn í lokin en lokasóknir liðanna fóru forgörðum. Handbolti 29. september 2022 22:19
Gunni Magg kveikti í Brynjari með því að láta hann heyra það Brynjar Vignir Sigurjónsson, markmaður Aftureldingar, var frábær í sigri þeirra á Gróttu í leik liðanna í Olís deild karla í handbolta sem fram fór í Höllinni að Varmá í kvöld. Handbolti 29. september 2022 22:07
„Þeir voru betri en við og ég óska ÍR til hamingju“ „Mér líður ekki vel. Ég held að við og ég segi það sama og ég sagði eftir síðasta leik, við verðum að vera betri. Frá byrjun vorum við að elta þá og það er svo erfitt að byrja leikinn á elta og það er erfitt í sextíu mínútur. Þeir voru betri en við og ég óska ÍR til hamingju, góður leikur hjá þeim,“ sagði Carlos Martin Santos, eftir tap á ÍR í kvöld. Lokatölur 35-34. Handbolti 29. september 2022 21:50
Einar: Fínt að hafa læti og eitthvað að tala um „Auðvitað hefði ég viljað vinna þennan leik, við leiðum allan leikinn og vorum klaufar að hleypa þeim inn í þetta. Við fórum illa með stöðuna einum fleiri og þetta verður svolítil taugaveiklun síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir jafntefli gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Handbolti 29. september 2022 21:38
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 31-31 | Jafnt í háspennuleik í Suðurlandsslagnum Selfoss og ÍBV gerðu 31-31 jafntefli er liðin mættust í háspennuleik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Handbolti 29. september 2022 21:38
Umfjöllun: Afturelding - Grótta 29-25 | Mosfellingar náðu loksins að brjóta ísinn Afturelding vann Gróttu þegar líðin áttust við í hörkuleik í fjórðu umferð Olís deildar kara í handbolta að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 29 - 25 Aftureldingu í vil. Handbolti 29. september 2022 21:16
„Tvær lélegar sóknir hjá sitthvoru liðinu sem skilaði jafntefli“ Einar Sverrisson, leikmaður Selfoss, átti stórleik þegar liðið gerði jafntefli gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 31-31. Einar skoraði tíu mörk fyrir Selfyssinga og hans fjórða mark í leiknum var hans þúsundasta fyrir félagið í opinberum keppnisleikjum. Handbolti 29. september 2022 21:10
„Fannst halla mjög mikið á okkur“ Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var svekktur með lokamínútur fyrri hálfleiks í tapinu fyrir Val í kvöld, 26-18. Honum fannst Valsmenn fá að ganga full hart fram í vörninni. Handbolti 29. september 2022 20:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 26-18 | Öruggt í auðgleymdum leik Valur vann sinn fjórða sigur í jafn mörgum leikjum í Olís-deild karla þegar liðið lagði KA örugglega að velli, 26-18, í fyrstu viðureign 4. umferðar í kvöld. Handbolti 29. september 2022 20:20
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Hörður 35-34 | ÍR-ingar sjóðheitir á nýjum heimavelli ÍR tók á móti Herði í fjórðu umferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn fór hratt af stað og bæði lið ákveðin að sækja stig. ÍR hafði betur og sigraði með einu marki 35-34. Handbolti 29. september 2022 19:01
Karen á von á páskaunga Landsliðskonan Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi og lykilmaður Fram í handbolta, verður ekki með Íslandsmeisturunum í vetur þar sem hún er ólétt að sínu öðru barni. Handbolti 29. september 2022 10:21
Ódýrara að fá erlenda leikmenn og Íslendingar vilja ekki koma vestur Ekkert gekk hjá Herði að fá íslenska leikmenn til liðsins og því var á leitað á erlend mið. Erlendir leikmenn eru mun ódýrari en Íslendingar að sögn formanns handknattleiksdeildar Harðar. Handbolti 29. september 2022 10:01
Bjarki Már hermdi stórkostlega eftir Gaupa Bjarka Má Elíssyni er fleira til lista lagt en að spila handbolta. Hann er einnig afbragðs eftirherma eins og hann sýndi í Handkastinu. Handbolti 29. september 2022 09:00
Íslendingaliðin máttu þola tap í Meistaradeild Evrópu Íslandendingaliðin Magdeburg og Álaborg töpuðu bæði sínum leikjum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Handbolti 28. september 2022 21:45
Veszprém sneri taflinu við í síðari hálfleik Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém unnu Dinamo Búkarest í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, lokatölur 33-30. Handbolti 28. september 2022 18:31
Bjarki „grýtti“ dóttur sinni í djúpu laugina í ungverskum skóla „Það er biluð pressa hérna en þegar það gengur vel er allt æðislegt. Við höfum ekki tapað leik síðan að ég kom en þeir tala um það að það fari allt til fjandans ef við töpum einum leik eða gerum jafntefli,“ segir Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, eftir fyrstu mánuðina sem leikmaður ungverska stórveldisins Veszprém. Handbolti 28. september 2022 14:00
„Skandall að hún sé að hætta“ Martha Hermannsdóttir var heiðruð fyrir leik Þórs/KA og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta um helgina en hún tilkynnti nýverið að skórnir væru komnir upp í hillu. Hún var því til umræðu í Seinni bylgjunni. Handbolti 28. september 2022 13:00
Tveir Brassar til viðbótar á leið til Harðar Ef allt gengur eftir teflir Hörður fram fjórum brasilískum leikmönnum í Olís-deild karla í vetur. Handbolti 28. september 2022 11:29
Framkvæmdastjóri HSÍ segir að treysta verði því sem búið sé að segja og lofa Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir að það eina sem virki í málefnum nýrrar þjóðarhallar sé að treysta því sem búið sé að segja og lofa. Laugardalshöllin var opnuð á nýjan leik um helgina, en handboltalandsliðin geta ekki leikið þar fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Handbolti 27. september 2022 23:01
Evrópudeildin í handbolta stækkar og opnar á meiri möguleika fyrir íslensk lið Evrópudeild karla í handbolta mun frá og með næsta tímabili stækka umtalsvert, en þá munu 32 lið fá sæti í riðlakeppninni í stað 24. Handbolti 27. september 2022 22:30
Janus og Sigvaldi markahæstir en Kolstad þarf að snúa taflinu við Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson voru markahæstu menn Kolstad er liðið heimsótti spænska liðið Bidasoa Irun í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Heimamenn höfðu betur í kvöld, 30-27, og Íslendingaliðið þarf því á sigri að halda í síðari leik liðanna að viku liðinni. Handbolti 27. september 2022 20:26
Teitur markahæstur í stórum Evrópusigri Flensbug Teitur Örn Einarsson var markahæsti maður vallarins er Flensburg vann afar öruggan 14 marka sigur gegn pólska liðinu MMTS Kwidzyn í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í dag, 25-39. Handbolti 27. september 2022 18:30
Harðarmenn sækja áfram á brasilísk mið Hörður heldur áfram að safna liði og hefur samið við brasilískan miðjumann, Jhonatan Cristiano Ribeiro Dos Santos. Handbolti 27. september 2022 17:01