
Kata Júl: Mandarínur og Last Christmas með Wham
„Við mæðgin bíðum alltaf spennt eftir því að skreyta þann fyrsta í aðventu," svarar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra aðspurð út í jólaundirbúninginn hjá henni. „Þá gerum við allt mjög hátíðlegt hjá okkur með mikið af rauðum seríum og fyllum heimilið af rauðum ilmkertum." „Við reynum síðan að eyða góðum tíma saman þar sem kveikt er á einhverjum tugum kerta í einu, drukkið jólaöl, borðaðar piparkökur, hlustað á gömul og ný íslensk jólalög eða horft á góða mynd."