
Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt
Á jólanótt fyrir margt löngu var ugla sem var illa á sig komin. Hún flaug um í myrkrinu og leitaði sér skjóls í næturfrostinu. Í fjarska kom hún auga á agnarsmátt ljós og tók stefnuna beint á það. Hún kom að afskekktum sveitabæ þar sem ljósið skein og fyrir neðan sig heyrði hún fótatak á frosnum snjónum. Uglan leit niður og sá þá stúlku sem var á göngu.