Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili

Þriggja ára tímabili fölnunar kóralrifja á jörðinni gæti verið að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin spáir því að hlýindum í Indlandshafi sé að ljúka en hætta er enn til staðar í Atlants- og Kyrrahafi.

Erlent
Fréttamynd

Loftslagslögsókn barna gegn Trump lifir enn

Hópar barna hefur höfðað mál gegn ríkisstjórn Donalds Trump. Þau telja alríkisstjórnina brjóta gegn rétti sínum með því að stuðla að framleiðslu jarðefnaeldsneytis og losunar gróðurhúsalofttegunda sem skaða loftslag jarðar.

Erlent
Fréttamynd

Frakklandsforseti frumsýnir nýjan vef og gefur Trump tóninn

"Make our planet great again“ er heiti á nýjum vef sem Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands frumsýndi í gær. Vefurinn er helgaður loftslagsmálum en á honum er kallað eftir sérfræðingum, kennurum, nemendum og ábyrgum borgurum sem geti lagt baráttunni lið.

Erlent
Fréttamynd

Norður-Kóreumenn gagnrýna Trump vegna Parísarsamkomulagsins

"Þetta er hámark sjálfselskunnar og siðferðislegs tómarúms sem sækist aðeins eftir eigin velferð á kostnað allrar plánetunnar,“ segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu um að Donald Trump hafi ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu.

Erlent
Fréttamynd

Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku

Ferskvatn úr bráðnandi Grænlandsjökli gæti raksað hafstraumum og breytt veðurfari á viðkvæmu svæði í Afríku. Þurrkur og uppskerubrestur gæti valdið hörmungum fyrir milljónir manna þar samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Erlent
Fréttamynd

Segir Donald Trump trúa á loftslagsbreytingar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur trú á því að loftslagið sé að breytast, að hluta til vegna mengunar, að sögn Nikki Haley, fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.

Erlent
Fréttamynd

Halda ótrauð áfram án Donalds Trump

Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu.

Erlent
Fréttamynd

Parísarsamkomulagið er sagt í hættu

Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út

Erlent
Fréttamynd

Segir kvótakerfið risaskref í umhverfismálum

Lögð verður áhersla á umhverfisskatta í nýrri áætlun í loftslagsmálum. Skattaundanþága skiptir miklu fyrir fjölgun rafbíla, segir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Útgerðarmaður sér tækifæri með nýjum skipum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum

John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna

Erlent