Bandarískir veðurfræðingar setja ofan í við ráðherra vegna loftslagsbreytinga Eftir að orkumálaráðherra Bandaríkjanna fór með fleipur um orsakir loftslagsbreytinga í sjónvarpsviðtali sendi Félags bandarískra veðurfræðinga honum bréf þar sem það fræðir ráðherrann um hlutverk koltvísýrings í hnattrænni hlýnun og raunverulga efahyggju í vísindum. Erlent 22. júní 2017 12:57
Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili Þriggja ára tímabili fölnunar kóralrifja á jörðinni gæti verið að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin spáir því að hlýindum í Indlandshafi sé að ljúka en hætta er enn til staðar í Atlants- og Kyrrahafi. Erlent 21. júní 2017 16:43
Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. Erlent 21. júní 2017 11:36
Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. Innlent 21. júní 2017 10:00
Flugferðum aflýst í Phoenix vegna hita Spáð er 49°C hita í Phoenix í dag sem er einfaldalega of heitt fyrir sumar minni flugvélar. Yfir fjörutíu flugferðum hefur verið aflýst yfir heitasta tíma dagsins. Erlent 20. júní 2017 10:58
Mældu gríðarlega bráðnun viðkvæmrar íshellu Svæði sem er tæplega átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli bráðnaði síðasta sumar á viðkvæmri hafíshellu við Suðurskautslandið. Erlent 15. júní 2017 13:50
Kolaframleiðsla hefur aldrei dregist meira saman Eftirspurn eftir kolum dróst saman í heiminum á síðasta ári eftir vaxtartímabil undanfarinn áratug. Mengandi kol hafa orðið undir í samkeppni við hreinni orkugjafa. Viðskipti erlent 15. júní 2017 11:46
Loftslagslögsókn barna gegn Trump lifir enn Hópar barna hefur höfðað mál gegn ríkisstjórn Donalds Trump. Þau telja alríkisstjórnina brjóta gegn rétti sínum með því að stuðla að framleiðslu jarðefnaeldsneytis og losunar gróðurhúsalofttegunda sem skaða loftslag jarðar. Erlent 13. júní 2017 14:56
Nýr umhverfisráðherra reyndi að fjarlægja loftslagsbreytingar úr námsskrá Michael Gove, sem hefur verið skipaður nýr umhverfisráðherra Bretlands, reyndi að fjarlægja umfjöllun um loftslagsbreytingar úr námsskrá breskra skóla fyrir fjórum árum. Nýr samstarfsflokkur Íhaldsflokksins í ríkisstjórn er einnig sagður uppfullur af afneiturum loftslagsvísinda. Erlent 12. júní 2017 09:49
Frakklandsforseti frumsýnir nýjan vef og gefur Trump tóninn "Make our planet great again“ er heiti á nýjum vef sem Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands frumsýndi í gær. Vefurinn er helgaður loftslagsmálum en á honum er kallað eftir sérfræðingum, kennurum, nemendum og ábyrgum borgurum sem geti lagt baráttunni lið. Erlent 9. júní 2017 11:45
Norður-Kóreumenn gagnrýna Trump vegna Parísarsamkomulagsins "Þetta er hámark sjálfselskunnar og siðferðislegs tómarúms sem sækist aðeins eftir eigin velferð á kostnað allrar plánetunnar,“ segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu um að Donald Trump hafi ákveðið að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Erlent 7. júní 2017 17:27
Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku Ferskvatn úr bráðnandi Grænlandsjökli gæti raksað hafstraumum og breytt veðurfari á viðkvæmu svæði í Afríku. Þurrkur og uppskerubrestur gæti valdið hörmungum fyrir milljónir manna þar samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Erlent 6. júní 2017 22:02
Segir Donald Trump trúa á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur trú á því að loftslagið sé að breytast, að hluta til vegna mengunar, að sögn Nikki Haley, fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 3. júní 2017 20:45
Segir að bandarískar borgir muni hreinsa upp eftir Trump í loftslagsmálum Bandaríkin muni mæta þeim markmiðum sem Parísar samkomulagið um loftslagsmál mælir um fyrir, þrátt fyrir að forseti Bandaríkjanna hafi dregið ríkið út úr samkomulaginu að mati fyrrverandi borgarstjóra New York. Erlent 3. júní 2017 17:58
Frakkar leiðrétta myndband Hvíta hússins um Parísarsamkomulagið Yfirvöld í Frakklandi hafa leiðrétt myndband sem gefið var út af Hvíta húsinu þar sem farið var yfir af hverju Parísarsamkomulagið um loftslagsmál væri slæmt fyrir Bandaríkin. Erlent 3. júní 2017 17:22
Tusk: ESB og Kínverjar efla samstarf sitt á sviði loftslagsmála frá deginum í dag Donald Tusk segir að Bandaríkjastjórn hafi gert "mikil mistök“ með því að draga sig úr Parísarsamningnum. Erlent 2. júní 2017 14:09
Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Erlent 2. júní 2017 12:12
Minnti Trump á að 80 prósent íbúa Pittsburgh hafi kosið Clinton Donald Trump sagðist í gær hafa verið kosinn í embætti af íbúum Pittsburgh, ekki Parísar, þegar hann greindi frá því að Bandaríkin hugðust draga sig úr Parísarsamningnum. Erlent 2. júní 2017 10:00
Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. Erlent 2. júní 2017 07:00
Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ Erlent 1. júní 2017 23:37
Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. Erlent 1. júní 2017 18:37
Risavaxinn borgarísjaki að brotna af suðurskautsísnum Hröð stækkun mikillar sprungu í Larsen C-íshellunni á Suðurskautslandinu bendir til þess að tröllvaxinn borgarísjaki sé í þann mund að brotna af henni. Erlent 1. júní 2017 09:48
Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út Erlent 1. júní 2017 07:00
Fullyrða að Trump muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við Parísarsamkomulagið á fundi leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley í síðustu viku. Erlent 31. maí 2017 12:39
Kínverjar lofa að verja Parísarsamkomulagið en Trump frestar ákvörðun Xi Jinping, forseti Kína, hefur heitið því að verja Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum sem miðar að því að draga úr hnattrænni hlýnun og losun gróðurhúsalofttegunda. Donald Trump íhugar nú hvort að Bandaríkin muni halda sig við samkomulagið eða ekki. Erlent 9. maí 2017 16:00
Segir kvótakerfið risaskref í umhverfismálum Lögð verður áhersla á umhverfisskatta í nýrri áætlun í loftslagsmálum. Skattaundanþága skiptir miklu fyrir fjölgun rafbíla, segir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Útgerðarmaður sér tækifæri með nýjum skipum. Innlent 6. maí 2017 07:00
Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í bígerð: „Verðum að sameinast í þetta stóra verkefni“ Sex ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skrifuðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu um gerð aðgerðaráætlunar Íslands í loftslagsmálum. Áætlunin á að liggja fyrir í lok ársins. Innlent 5. maí 2017 11:17
Bein útsending: Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar vegna loftslagsmála Forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 10.30. Innlent 5. maí 2017 10:15
Vara við alþjóðlegum „þorskastríðum“ vegna loftslagsbreytinga og þjóðernisstefnu Loftslagsbreytingar og auknar vinsældir þjóðernisstefnu víða um heim gæti orðið til þess að átök um yfirráð yfir fiskistofnum, líkt og þorskastríðin milli Íslands og Bretlands á síðustu öld, brjótist út. Viðskipti erlent 20. febrúar 2017 23:30
Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna Erlent 13. nóvember 2016 14:07