UFC staðfestir bardaga Gunnars og Burns Það er búið að bíða eftir þessu í nokkra daga en UFC staðfesti loks í morgun að Gunnar Nelson mun berjast við Brasilíumanninn Gilbert Burns í Kaupmannahöfn eftir rúma viku. Sport 19. september 2019 10:34
Burns segist vera búinn að samþykkja bardagann við Gunnar Það hefur ekki enn komið staðfesting frá UFC en Gilbert Burns segist vera búinn að skrifa undir samning um að berjast við Gunnar Nelson þann 28. september í Kaupmannahöfn. Sport 16. september 2019 09:30
Conor að snúa aftur? Conor McGregor birti athyglisvert tíst á Twitter-síðu sinni í nótt þar sem hann skrifaði einfaldlega daginn 14. desember og borgina Dublin. Sport 16. september 2019 08:00
Justin Gaethje kláraði kúrekann í 1. lotu UFC heimsótti Vancouver í Kanada í nótt þar sem þeir Justin Gaethje og Donald Cerrone mættust í aðalbardaga kvöldsins. Sport 15. september 2019 04:20
Ávísun á fjör í Kanada í nótt UFC er með bardagakvöld í Vancouver í Kanada í nótt. Þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins en það þarf ekki annað en að nefna þessa menn á nafn til að gera bardagaaðdáendur spennta. Sport 14. september 2019 09:00
Gunnar búinn að samþykkja bardaga við Burns Gunnar Nelson var skoraður á hólm af Brasilíumanninum Gilbert Burns í gær og okkar maður tekur þeirri áskorun. Sport 13. september 2019 09:43
Burns vill berjast við Gunnar Það varð ljóst í gær að Brasilíumaðurinn Thiago Alves mun ekki berjast við Gunnar Nelson í lok mánaðar en landi hans, Gilbert Burns, er til í að bjarga málunum. Sport 13. september 2019 09:00
Andstæðingur Gunnars hætti við bardagann vegna meiðsla Gunnar Nelson þarf nýjan mótherja fyrir UFC bardagakvöldið í Kaupmannahöfn í lok september eftir að Thiago Alves þurfti að draga sig úr keppni. Sport 12. september 2019 18:44
Draumur UFC-aðdáenda verður að veruleika Nate Diaz og Jorge Masvidal verða aðalatriðið á UFC 244 í New York. Þar verður barist um hver sé "The baddest motherfucker“ í UFC. Titill sem toppar líklega öll belti. Sport 9. september 2019 22:45
Khabib hoppaði aftur úr búrinu | Myndband Það fór um marga eftir bardaga Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier um nýliðna helgi er Khabib hoppaði úr búrinu beint eftir bardagann. Sport 9. september 2019 17:00
Bjarki Ómarsson með sigur í fyrstu lotu í Finnlandi Bjarki Ómarsson barðist í gær í Finnlandi. Bjarki kláraði heimamanninn með hengingu í 1. lotu. Sport 8. september 2019 19:30
Yfirburðir hjá Khabib á UFC 242 UFC 242 fór fram í Abu Dhabi fyrr í kvöld. Khabib Nurmagomedov mætti Dustin Poirier í aðalbardaga kvöldsins og hafði Khabib mikla yfirburði í bardaganum. Sport 7. september 2019 22:04
Grimmur Bjarki Ómarsson tilbúinn fyrir bardaga í Finnlandi Bjarki Ómarsson berst MMA bardaga í Finnlandi í dag. Bjarki er tilbúinn fyrir hörku bardaga á heimavelli andstæðingsins. Sport 7. september 2019 12:30
Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. Sport 7. september 2019 09:30
Cyborg gerði risasamning við Bellator Ein öflugasta bardagakona frá upphafi, Cris Cyborg, er farinn frá UFC en hún fékk risasamning við Bellator sem er í auknum mæli að keppa við UFC um bestu bardagakappana. Sport 4. september 2019 22:30
Khabib: Myndi slást við Conor ef ég sæi hann út á götu Bardagakappinn ósigraði, Khabib Nurmagomedov, segir að stríði hans og Írans Conor McGregor muni aldrei ljúka. Sport 30. ágúst 2019 23:30
UFC sendi blaðamönnum númerið hjá kynlífslínu Blaðamenn sem ætluðu að taka viðtal við Dustin Poirier, sem er að fara að berjast við Khabib Nurmagomedov, urðu heldur betur hissa er erótísk rödd tók á móti þeim. Sport 29. ágúst 2019 23:00
Bardagakonan Paige VanZant: Fæ meiri pening á Instagram en fyrir að berjast í búrinu Paige VanZant skapaði sér nafn sem bardagakona í UFC en hefur síðan baðað sig í sviðsljósinu eins og á samfélagsmiðlum og í sjónvarpsþættinum Dancing with the Stars. VanZant er samt ekki tilbúin að hætta að berjast þrátt fyrir alla velgengni sína utan búrsins og vill nú berjast fyrir því að konurnar í UFC fái betur borgað. Sport 29. ágúst 2019 13:30
Till færir sig upp um þyngdarflokk Dálæti Liverpool-borgar Darren Till hefur loksins ákveðið að færa sig upp um þyngdarflokk og er búinn að samþykkja svakalegan bardaga í millivigtinni. Sport 27. ágúst 2019 11:30
Conor segist ekki vera hættur: Vill annan bardaga gegn Khabib Írinn Conor McGregor sagðist vera hættur í MMA í mars en í viðtali við ESPN í gær boðaði hann endurkomu sína í búrið. Sport 23. ágúst 2019 09:00
Conor: Verð að axla ábyrgð á gjörðum mínum Írski bardagakappinn Conor McGregor mætti óvænt í viðtal hjá Ariel Helwani á ESPN í gær þar sem hann ræddi meðal annars um atvikið þar sem hann kýldi eldri mann á bar. Sport 23. ágúst 2019 07:30
Brasilíski kúrekinn berst á sama kvöldi og Gunnar Það stefnir í skemmtilegt bardagakvöld hjá UFC í Kaupmannahöfn í lok september. Nú er ljóst að brasilíski kúrekinn Alex Oliveira, sem Gunnar vann í desember, mun mæta til Köben. Sport 22. ágúst 2019 17:00
Ronda Rousey missti næstum því fingurinn og skellti inn mynd sem er ekki fyrir viðkvæma Bardagakonan Ronda Rousey er hörkutól og hefur sannað það margoft í búrinu á sínum bardagaferli. Hún ætlar líka ekkert að bregða út af þeirri venju sinni nú þegar hún reynir sig á nýju sviði sem leikkona. Sport 21. ágúst 2019 23:30
Írskur bareigandi hellti viskíinu hans Conors ofan í klósettið | Myndband Margir landa Conors McGregor hafa fengið nóg af hegðun bardagakappans fyrrverandi en síðasta stráið var þegar Írinn sló eldri mann á dögunum. Sport 21. ágúst 2019 07:00
Sjáðu myndbandið þegar Conor McGregor slær eldri mann eftir rifrildi á bar Conor McGregor var ekki sáttur þegar eldri maður vildi ekki þiggja viskíið hans. Sport 15. ágúst 2019 15:15
Colby Covington fór vandræðalaust í gegnum Robbie Lawler og fékk símtal frá Donald Trump Colby Covington mætti Robbie Lawler á UFC bardagakvöldinu í Newark fyrr í kvöld. Covington náði öruggum sigri á Lawler og tryggði sér titilbardaga. Sport 3. ágúst 2019 23:43
Einn sá umdeildasti berst fyrir framan Trump fjölskyldumeðlimi í kvöld Einn umdeildasti bardagamaður UFC í dag, Colby Covington, snýr aftur í búrið í kvöld tæpum 14 mánuðum eftir sinn síðasta bardaga. Covington mun fá góðan stuðning frá meðlimum Trump fjölskyldunnar sem verða viðstaddir bardagann. Sport 3. ágúst 2019 08:00
Öruggur sigur hjá Max Holloway í nótt UFC 240 fór fram í nótt í Kanada. Max Holloway sigraði Frankie Edgar í aðalbardaga kvöldsins en sigurinn var aldrei í hættu. Sport 28. júlí 2019 06:23
Kemst Max Holloway aftur á skrið? UFC 240 fer fram í nótt í Kanada þar sem barist verður um fjaðurvigtartitilinn. Þeir Max Holloway og Frankie Edgar mætast í aðalbardaga kvöldsins en þetta verður fyrsti bardagi Holloway eftir erfitt tap í apríl. Sport 27. júlí 2019 07:00
Ósannfærandi sigur Jon Jones og fljótasta rothögg í sögu UFC UFC 239 fór fram í nótt í Las Vegas. Bardagakvöldið var stórskemmtilegt þar sem sögulegur sigur leit dagsins ljós. Sport 7. júlí 2019 06:14
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti